Mats- og úthlutunarferlið

Á vegum Creative Europe áætlunarinnar starfar ein þjónustustofnun, EACEA

Starfsmenn EACEA fara fyrst yfir umsóknir til að athuga hvort þær uppfylli grundvallarskilyrði. Eftir það eru umsóknir sendar til sérfræðinga í hverjum flokki. Yfirleitt meta tveir sérfræðingar hverja umsókn en ef þeir eru ósammála er þriðji sérfræðingurinn vanalega kallaður til. Niðurstöður eru síðan bornar fyrir stjórnunarnefnd Creative Europe og eftir það þarf Evrópuþingið að samþykkja þær. Að þessu ferli loknu eru umsækjendur látnir vita og niðurstöður birtar á heimasíðu Creative Europe.

Skoða niðurstöður

Ferlið tekur yfirleitt 3-4 mánuði.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica