Bókmenntaþýðingar
Literary translation
Til hvers er það?
Creative Europe styður bókmenntaþýðingar til að ýta undir dreifingu bókmenntaverka milli landa í Evrópu og utan hennar.
Þessi fjármögnun hjálpar útgefendum að auka þýðingar, kynningu og lestur á evrópskum bókmenntum, gegnum hefðbundnar og stafrænar leiðir.
Umsóknarfrestur er yfirleitt á vorin.
Hvað styður það við?
Hægt er að fá styrk til að þýða skáldsögur og kynningar á þeim.
Þú getur sótt styrki til að:
- Þýða skáldverk á borð við skáldsögur, smásögur, leikrit, ljóð, teiknimyndir og barnaskáldsögur (í prentuðu eða stafrænu formi).
- Þýða útdrætti til að hvetja til sölu á útgáfurétti á þýddum verkum.
- Skipuleggja viðburði, markaðs- og dreifingaraðgerðir til að kynna þýddar bókmenntir.
Bókaútgefendur geta sótt um
styk til þýðingar, framleiðslu og kynningar á 3-10 bókmenntaverkum. Bókaútgefur geta sótt um
allt að 100.000 evrur (allt að 50% af kostnaði). Verkefnið getur staðið yfir í
allt að 2 ár. Umsóknarfrestur er árlega, alla jafna í febrúar.
Ekki hika við að hafa samband við okkur til að fá ráðgjöf og/eða aðstoð.