Umsóknarferli
Framkvæmdaskrifstofa mennta- og menningarmála í Brussel auglýsir reglulega eftir umsóknum í kvikmynda- og menningaráætlun ESB á heimasíðu sinni. Ítarlegar upplýsingar um umsóknarferli hvers flokks eru birtar með hverri auglýsingu.
Yfirlit yfir auglýsingar
Við ráðleggjum umsækjendum að byrja umsóknarferlið í tíma. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar.
Einnig bendum við á þjónustuborð Creative Europe, sérstaklega ef tæknilegir örðugleikar koma upp við innsendingu umsóknar. Þjónustuborðið er með netfangið: eacea-helpdesk@ec.europa.eu, símanúmer: +32 2 299 0705.
Helstu þrepin í umsóknarferlinu:
Kannaðu möguleikana innan Creative Europe
Íslenskum aðilum bjóðast margvíslegir möguleikar innan menningaráætlunar Creative Europe. Hægt er að sækja um styrk fyrir verkefni er snúa að eftirfarandi flokkum:
Lestu handbókina og kynntu þér skilyrðin
- Hver flokkur hefur sína eigin handbók (guidelines), þær eru undir auglýsingum um umsóknir (calls for proposals). Yfirlit yfir auglýsingar um umsóknir .
- Skilyrði í öllum flokkum: Aðeins lögaðilar sem hafa starfað í minnst 2 ár geta sótt um og ekki er um neina styrki að ræða til einstaklinga.
Skráðu þig í auðkennisskrá Evrópusambandsins (EULogin) og skráðu einkennisnúmer lögaðila/umsækjanda (PIC-númer)
Sæktu rafrænt umsóknarform (e-form)
- Gakktu úr skugga um að þú sért með nýjustu útgáfu af Adobe Reader uppsetta í tölvunni þinni. Ef ekki sæktu hana á heimasíðu Adobe.
- Sæktu umsóknareyðublaðið á síðu viðkomandi áætlunar. Þau eru sett inn á vefinn um leið og þau eru aðgengileg. Umsóknarformið er svokallað pdf-form sem fyllt er út og sent inn rafrænt. Til að vinna í eyðublöðunum þarf að hlaða þeim niður með því að velja Save as eða Vista.
Fylltu út umsóknina
- Umsóknin er gagnvirk, sem þýðir að svör sem þú gefur á einum stað hafa áhrif á önnur svör og útreikninga síðar í eyðublaðinu. Það er því mikilvægt að þú fyllir út umsókn frá upphafi til enda.
- Fylltu út í alla skyldureiti. Rauða reiti í eyðublaðinu er skylda að fylla út og ekki er hægt að senda inn umsóknina nema að hafa gert það. Gráir reitir í umsóknarforminu eru færðir inn sjálfvirkt út frá upplýsingum í gagnabönkum og framar í eyðublaðinu. Umsækjandinn getur ekki fært inn í þessa reiti. Það má finna plús og mínus hnappa á ýmsum stöðum í umsókninni, sem þú notar til að bæta við eða eyða röðum fyrir texta.
- Vistaðu reglulega svo að þú tapir ekki þeim upplýsingum sem þú hefur sett inn.
- Smelltu á staðfestingarhnappinn. Á hverri síðu má finna „staðfestingar hnapp“ (e. Validate) en með honum tryggir þú að fyllt hafi verið út í alla þá reiti sem nauðsynlegir eru. Við mælum með að þú notir hnappinn er þú hefur lokið við að fylla út umsóknina. Ef upplýsingar vantar í umsóknina birtist gluggi og þér er vísað í fremsta reitinn sem upplýsingar vantar í. Ef umsóknin er rétt útfyllt færð þú skilaboð um að umsóknin sé staðfest.
- Í öllum umsóknum skal nota gengi þess mánaðar sem umsóknargögnin eru gefin út. Finna dagsetningar á útgáfu umsóknargagna.
Sendu inn umsókn með fylgigögnum
- Listi yfir fylgigögn sem eiga að fylgja umsókn er aftast í handbókum.
- Aðeins löggiltur fulltrúi getur skrifað undir þau skjöl sem þarfnast undirskriftar
- Sendu inn umsóknina með því að smella á „senda“ (e. Submit online) hnappinn.
- Þú verður að vera tengd/ur við internetið til að senda inn umsóknina.
- Gakktu úr skugga um að eldveggir trufli ekki.
- Vistaðu útfylltu umsóknina á tölvunni þinni, svo þú eigir afrit af henni. Einnig er hægt að prenta umsóknina út með því að smella á „Print form“.
- Mikilvægt er að hafa samband við þjónustuborð (Help Desk) Creative Europe fyrir umsóknarfrest ef vandamál koma upp, eacea-helpdesk@ec.europa.eu, símanúmer: +32 2 299 0705.
- Ekki er tekið við umsóknum eftir umsóknarfrest.
Skýringar á ýmsum fylgigögnum
Official cover letter: Formlegt fylgibréf verkefnisstjóra, undirritað af lögaðila þess sem stýrir verkefninu
-
Mandate letters : Yfirlýsing um þátttöku undirrituð af legal representative allra löglegra þátttakenda og verkefnisstjóra
-
Cooperation agreement: Samstarfssamningur – undirritaður af lögaðila allra þátttakanda og verkefnisstjóra
-
The statutes of the project leader – Lagaleg yfirlýsing / stofnskrá /skráning úr fyrirtækjaskrá allra þátttakenda
Financial identification: Undirrituð fjárhagsyfirlýsing og tilheyrandi fylgigögn fyrir verkefnisstjóra
-
Financial capacity form : Yfirlýsing yfir fjárhagslega getu verkefnisstjóra, einungis ef að styrkur sem sótt er um fer yfir 60.000 €
-
Financial statements: Fjárhagsyfirlýsing, áritaðir ársreikningar verkefnisstjóra sl. 2 ára – aðeins ef styrkur sem sótt er um fer yfir 60.000 € (opinberir aðilar þurfa ekki að skila þessu inn)
-
External audit report: Fari styrkur yfir 750.000 € verður farið fram á endurskoðuð uppgjör, árituð af löggiltum endurskoðendum