Um Creative Europe

Fjármögnunartækifæri fyrir fagfólk innan kvikmynda- og margmiðlunargeirans og í skapandi greinum  

Hugsaðu. Skapaðu. Miðlaðu.

Creative Europe - Kvikmynda og menningaráætlun ESB 2014-2020 er ætlað að styrkja samkeppnishæfni hinna skapandi- og menningarlegu greina og efla menningarlega fjölbreytni. Áætlunin skiptist í MEDIA / kvikmyndir sem styður við kvikmyndir og margmiðlun og Culture / Menning sem styrkir menningu og listir. 

SKOÐA KYNNINGARBÆKLING

Áætluninni er ætlað að standa straum af þýðingum á 4.500 bókum. Hún mun einnig gera 250.000 listamönnum og fagmönnum í menningargeiranum kleift að koma verkum sínum á framfæri á alþjóðavettvangi auk þess sem hún mun styðja við bakið á hundruðum evrópskra samstarfsverkefna á menningarsviðinu og á ýmiss konar umræðu- og tengslanetum.

Áætlunin styður verkefni með evrópska og alþjóðlega skírskotun og notkun á nýrri tækni. Þá styður áætlunin leiknar kvikmyndir og sjónvarpsmyndir, heimildamyndir, teiknimyndir og tölvuleiki til að finna nýja markaði innan Evrópu og utan.  Þá geta námskeið sem efla færni og faglega þjálfun fyrir fagfólk í kvikmyndagerð og margmiðlun fengið stuðning frá áætluninni.

Creative Europe styður einnig ...

  • Menningarborgir Evrópu og viðurkenningu fyrir evrópskar menningararfleifð.
  • Evrópsk verðlaun fyrir:  bókmenntir, byggingarlist, menningararfleifð, kvikmyndir og rokk- og popptónlist.
  • Tryggingasjóð skapandi greina að upphæð 121 milljónum evra til að auðvelda aðgengi að  fjármagni.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica