Umsóknir og eyðublöð

Sækja umsóknareyðublað

Áður en sótt er um styrk í Erasmus+ þarf að skrá stofnunina / lögaðilann inn á vefgátt Framkvæmdastjórnar ESB (European Commission Authentication Service  - ECAS. ECAS aðgangur er síðan notaður til að skrá stofnunina / lögaðilann inn í URF (Unique Registration Facility) til að sækja svokallað PIC-númer.

Helstu þrep

 1. Skráðu stofnunina þína inn í ECAS og þátttakendagáttina (skrá PIC-kóða).

  PIC-númer: Leiðbeiningar um skráningu
 2. Þú getur flett upp hvort stofnunin þín sé þegar komin með PIC-númer hér.
 3. Gakktu úr skugga um að þú sért með nýjustu útgáfu af Adobe Reader uppsetta í tölvunni þinni.  Ef ekki sæktu hana á heimasíðu Adobe.
 4. Lestu vel kaflann um fullorðinsfræðsluhlutann  í Erasmus+ handbókinni (Programme Guide).
 5. Sæktu handbókina um rafræna umsóknareyðublaðið (e-Form).
 6. Sæktu og vistaðu umsóknarformið fyrir nám og þjálfun í fullorðinsfræðslu.
 7. Lestu og samþykktu skilmálana um gagnaleynd (Privacy Statement).
 8. Notaðu vegalengdareikninn til að reikna út réttan kostnað fyrir verkefnið þitt.
 9. Sendu umsóknina þína inn rafrænt fyrir lok umsóknarfrests sem er 4. mars 2014.
 • Sjá frekari upplýsingar um hvernig sótt er um hér.

Glærukynning um umsóknareyðublaðið frá námskeiði Landskrifstofu

Sækja glærusýningu sem pdf

Þetta vefsvæði byggir á Eplica