Íþróttahlutinn

Fyrir hvern?

Einstök íþróttafélög, Landssambönd eins og ÍSÍ, UMFÍ, sérsambönd, og sveitarfélög geta sótt um styrki innan íþróttahluta Erasmus+. Einnig geta aðrir hagsmunaaðilar og áhugafélög í íþróttastarfi sótt um styrki. Háskólar og rannsóknastofnanir geta einnig leitt og verið samstarfsaðilar.

Til hvers?

Einkum er horft til að styðja stór verkefni á sviði lýðheilsumála og  ýmis grasrótarverkefni. Einnig er hægt að sækja um verkefni til að berjast gegn lyfjamisnotkun, mismunum hvers konar  og ólöglegri veðmálastarfsemi í íþróttum. Verkefni sem stuðla að jöfnu aðgengi kynja eru einnig í forgrunni  Eingöngu verkefni í áhugamennsku eru styrkt en ekki fastir íþróttaviðburðir.  Hægt er að sækja um frá 80 milljónum til 320 milljóna í mismunandi verkefni.

Umsóknarfrestur

15. maí 2014  kl. 11.00 (12.00 að belgískum tíma)

Hvers vegna?

Áætlunin veitir íslenskri íþróttahreyfingu  og opinberum aðilum sem starfa að íþróttamálum í 34 þátttökulöndum Erasmus+ möguleika á því að sækja um styrki til að hrinda íþróttaverkefnum í framkvæmd. Verkefnin geta verið af ýmsum toga en þurfa alltaf að falla að stefnumiðum Evrópusambandsins sem sett eru fram í ,,Europe 2020“ ´áætlun ESB, s.s. markmið um virkari þjóðfélagsþegna, aukna hæfni einstaklingatil að takast á við verkefni framtíðar, koma í veg fyrir brotthvarf úr framhaldsskólum og auka samkeppnishæfni álfunnar. Öll verkefni þurfa að hafa samstarfaðila í að minnsta kosti fimm löndum og jafnvel fleiri í einstaka verkefnaflokkum.

Hvert er markmiðið?

Markmiðið er að auka veg og vanda íþrótta og berjast gegn ýmsum vandamálum sem fylgja hreyfingaleysi. Félagslegt gildi íþrótta í baráttunni gegn fordómum og mismunun hvers konar er einnig ofarlega á döfinni hjá Evrópusambandinu. Umsóknir þurfa að falla vel að þessum heildarmarkmiðum Evrópusambandsins.

Hverjir geta sótt um?

Öll íþróttafélög, sérsambönd, íþrótta og ungmennafélög, sveitarfélög, háskólar, rannsóknastofnanir og áhugafélög sem tengjast íþróttum og hreyfingu á allan hátt geta tekið þátt í Erasmus + áætluninni. Ekki er mælt með að aðilar leiði verkefni til að byrja með heldur reyni að komast að sem samstarfsaðilar í verkefni.

Hvað er styrkt?

Samstarfsverkefni í íþróttum og íþróttaviðburðir. Hægt er að sækja um styrki í tvo flokka.

  • Samstarfsverkefni (Collaborative partnerships) ). Samstarfsaðilar þurfa að vera að minnsta kosti fimm frá fimm mismunandi löndum.
  • Fjölþjóðlegiríþróttaviðburðir (Not for profit European Sport Events). Í þessum flokki þurfa að minnsta kosti tólf lönd að vinna saman.

Ekki er hægt að sækja um styrki fyrir verkefni í aðeins einu landi.

Hægt er að sækja um frá 80 milljónum til 320 milljóna í mismunandi verkefni. Styrkirnir geta numið allt að 80% af heildarkostnaði við verkefnið.  Eigið framlag þátttakenda er því 20%. Samstarfsverkefni geta verið í eitt til þrjú ár en íþróttaviðburðir aðeins eitt ár.

 Sjá nánari upplýsingar í handbók Erasmus + (Programme Guide) bls.179-190.

 Og upplýsingar um íþróttahlutann á heimasíðu Eramsus+ hjá Evrópusambandinu

Hvernig er hægt að finna samstarfsaðila?

Evrópusambandið er með gagnabanka þar sem áhugasamir geta skráð verkefnahugmyndir. Einnig geta Erasmus + landsskrifstofur í hverju landi aðstoðað við leit að samstarfsaðilum.

Skilyrði úthlutunar

Til að leiða verkefni þurfa aðilar að hafa fjárhagslega burði til að leiða stór verkefni. Þetta er yfirleitt ekki vandamál varðandi opinbera aðila en einkaaðilar og frjáls félagasamtök þurfa að ganga í gegnum fjárhagslegt mat áður en skrifað er undir samninga. Hugsanlega þurfa viðkomandi aðilar að leggja fram bankatryggingu.

Þátttökulönd

Allir lögaðilar sem starfa á einhvern hátt að íþróttum í þeim 34 löndum sem taka þátt í Erasmus+ áætluninni geta tekið þátt. Það eru ESB löndin 28,  Noregur, Sviss, Lichtenstein og Ísland, Tyrkland, Makedónía. Einnig er hægt að vinna með aðilum í löndum utan Evrópu en þeir aðilar þurfa þá að vera með ákveðið skilgreint hlutverk og hafa ákveðna sérþekkingu sem samstarfsaðilar í þátttökulöndunum hafa ekki.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica