Jean Monnet - Evrópufræði

Fyrir hvern?

Háskóla sem kenna og/eða stunda rannsóknir í Evrópufræðum

Til hvers?

Til að efla kennslu og rannsóknir í Evrópufræðum og miðlun upplýsinga bæði utan og innan Evrópu.

Umsóknarfrestur

Lokað fyrir umsóknir.

Nánar um áætlunina

Jean Monnet áætlunin er sértæk áætlun á sviði Evrópufræða / Evrópusamruna  (European integration studies) og er opin öllum ríkjum bæði utan og innan Evrópu. Áætlunin hóf göngu sína árið 1990.

Framkvæmdastjórn ESB hefur falið framkvæmdaskrifstofu ESB um mennta- og menningarmál (Education, Audiovisual and Culture Executive Agency, EACEA) umsjón með Jean Monnet áætluninni. Öll formleg umsjón (umsóknir, mat umsókna, samningsgerð) er á höndum þessarar skrifstofu.

Hlutverk Landskrifstofu er að miðla upplýsingum um áætlunina og aðstoða umsækjendur eins og kostur er.

Jean Monnet áætlunin skiptist í 6 styrkjaflokka

  1. Jean Monnet Centre of Excellence: Fræðasetur tengt einum eða fleiri háskólum sem tengir saman fræðimenn á sviði Evrópufræða og heldur utan um efni á því sviði.
  2. Jean Monnet Chair: Kennarastaða með Evrópufræði sem sérsvið og minnst 90 kennslustundir á ári á því sviði í þrjú ár.
  3. Jean Monnet Modules: Námskeið í Evrópufræðum sem er að lágmarki 40 kennslustundir.
  4. Jean Monnet Networks: Samstarfsnet minnst 5 aðila frá 5 löndum í 3 ár. 
  5. Jean Monnet Projects: Verkefni til eins eða tveggja ára.
  6. Jean Monnet support to institutions and associations: fjölbreytt verkefni sem geta meðal annars falist í söfnun og/eða miðlun upplýsinga.

 

.

 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica