Háskólastofnanir, háskólakennara og aðra starfsmenn háskóla sem tengjast skipulagi náms eða þjónustu við stúdenta.
Háskólakennarar geta sótt um styrki til að sinna gestakennslu hjá samstarfsháskóla eða starfsþjálfun í tvo til 60 daga. Annað starfsfólk háskóla getur sótt starfsþjálfun erlendis, s.s. með þátttöku á fagtengdum námskeiðum eða vinnustofum, starfskynningum (job shadowing), eða skipulögðum heimsóknum til samstarfsháskóla. Háskólar geta einnig boðið fulltrúum fyrirtækja í öðrum þátttökulöndum að sinna gestakennslu í sínum skóla.
Árlegur umsóknarfrestur 15. maí fyrir kennarar og starfsmenn að sækja um til háskóla. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfrestur er liðinn fara á biðlista.
Kannanir og úttektir hafa sýnt að kennarar og annað starfsfólk háskóla gegnir lykilhlutverki við að styðja við og auka gæði í nemendaskiptum. Gestakennsla við samstarfsskóla erlendis eða starfsþjálfun hjá samstarfsaðilum eykur persónulega færni einstakra þátttakenda, gefur starfsfólki tækifæri á að þróast í starfi og efla alþjóðleg tengsl sín og er liður í því að efla markvisst alþjóðlegt samstarf háskóla og hins evrópska menntasvæðis.
Gestakennarar úr atvinnulífinu veita háskólum sömuleiðis tækifæri til að auka tengsl sín við atvinnulífið, tryggja að nám taki mið af þörfum atvinnulífs og að útskrifaðir nemendur séu í stakk búnir til að sinna störfum á vinnumarkaði.
Markmiðið með kennaraskiptum og starfsþjálfun starfsfólks er margþætt:
Háskólar sem hafa hlotið vottun hjá Evrópusambandinu (Erasmus Higher Education Charter) geta sótt um styrk fyrir sína kennara og starfsmenn til landskrifstofu.
Einstakar deildir eða einingar innan háskóla geta sótt um staka styrki í eigin nafni vegna ferða sem ekki hefur verið ákveðið hver muni fara í ef tilgangur ferðar er mjög skýr. Eftir að búið er að ákveða hver fer fyrir deildina/eininguna er styrkurinn skráður á viðkomandi einstakling.
Gestakennsla eða starfsþjálfun í 2 til 60 daga.
Hámarksstyrkur miðast við 12 daga að hámarki (innan Evrópu) þó svo dvöl sé lengri.
Kennarar og starfsmenn geta fengið styrk oftar en einu sinni en að öllu jöfnu ekki oftar en einu sinni á hverju skólaári.
Styrkupphæðir:
Styrkupphæðir eftir áfangastöðum í Evrópu , (2018 úthlutun) frá hausti 2018
Styrkupphæðir eftir áfangastöðum í Evrópu, (2017 úthlutun) fram á haust 2018
Styrkupphæðir eftir áfangastöðum utan Evrópu .
Hægt er að sækja um viðbótarstyrk vegna fötlunar.
Að tilgangur og lýsing á dvöl í umsókn sé skýr og tengist með skýrum hætti starfsemi og áherslum heimaskólans. Sjá nánar í gæðaskala sem notaður er við mat umsókna.
Að undirrituð kennslu- eða starfsáætlun (Mobility Agreement) fylgi umsókn (í það minnsta af umsækjanda og viðeigandi yfirmanni hjá heimaskóla).
Styrkur er ekki greiddur nema gestaskóli eða -stofnun hafi undirritað kennslu- eða starfsáætlun (Mobility Agreement).
Í kennaraskiptum er skilyrði að Erasmus samningur sé í gildi við gestaskólann.
Samkvæmt Erasmus+ Charter sem háskólar hafa skrifað undir vegna þátttöku sinnar í Erasmus+ þá munu þeir „Ensure that staff are given recognition for their teaching and training activities undertaken during the mobility period, based on a mobility agreement“.
Hægt er að sinna gestakennslu eða fara í starfsþjálfun í öllum þátttökulöndum Erasmus+. Þessi lönd eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Lichtenstein og Noregur auk Tyrklands og Makedóníu. Sjá kort.
Í fyrsta sinn frá upphafi menntaáætlunar ESB geta þátttökulönd sem eru ekki aðilar að Evrópusambandinu sótt um tvíhliða verkefni, þannig getur háskólakennari eða annað starfsfólk háskóla sinnt gestakennslu eða farið í starfsþjálfun til Noregs eða Tyrklands. Sömuleiðis geta íslenskir háskólar boðið starfsfólki fyrirtækja að sinna gestakennslu í sínum skólum frá öllum þátttökulöndum Erasmus+.
Frá og með skólaárinu 2015-2016 geta kennarar og starfsmenn sótt um styrki til landa utan Evrópu. Háskólar geta einnig boðið til sín kennurum og starfsmönnum samstarfsskóla utan Evrópu og veitt þeim styrk. Sjá hér nánari upplýsingar um þennan nýlega valkost og sjá hér upphæðir styrkja eftir löndum (tímabilið 2018-2019).
Kennari eða starfsmaður sækir um til síns heimaskóla (sjá umsóknir og eyðublöð) sem veitir styrkinn og sér um alla umsýslu tengda honum.