Umsóknir og eyðublöð

Kennari eða starfsmaður sækir um til síns heimaskóla (sjá umsóknarform) sem veitir styrkinn og sér um alla umsýslu tengda honum.   

Umsóknarformið er rafrænt. Undirrituð kennslu- eða starfsþjálfunaráætlun (Mobility Agreement / sjá eyðublöð hér fyrir neðan) verður að fylgja umsókn. Undirritað og skannað "Mobility Agreement" verður því að vera tilbúið áður en rafræna umsóknin er fyllt út og send.  

"Mobility Agreement" eyðublaðið þarf ekki að vera undirritað af móttökustofnun þegar umsókn er send en það styrkir umsóknina ef svo er. Ef "Mobility Agreement" er ekki undirritað af móttökustofnun þarf að sýna fram á einhver samskipti við móttökustofnun. Hins vegar verður að vera búið að undirrita "Mobility Agreement" af öllum (umsækjanda, heimaskóla og móttakanda) áður en styrkur er greiddur.    

"Mobility Agreement" þarf að vera undirritað af yfirmanni umsækjanda eins og við á (deildarforseta, forstöðumanni, rektor). Með undirskrift yfirmanns er verið að staðfesta að ferðin sé hluti af starfi og stefnu viðkomandi deildar/einingar. Alþjóðafulltrúar hafa ekki heimild undirrita "Mobility Agreement" fyrir hönd yfirmanns.

Kennari eða starfsmaður fær allar nánari upplýsingar og aðstoð hjá sínum heimaskóla.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica