Mats- og úthlutunarferlið
- Hver háskóli fær úthlutun til kennara og starfsmannaskipta frá landskrifstofu Erasmus+ í samræmi við eftirspurn og fyrri þátttöku skólans.
- Hver háskóli sér síðan alfarið um að úthluta styrkjum til sinna kennara og starfsmanna samkvæmt reglum Erasmus+.
- Kennari/starfsmaður fær svarbréf við umsókn þar sem fram kemur hversu hár styrkurinn verður miðað við áætlaða lengd dvalar og í hvaða mánuði dvölin eigi að hefjast.
- Geti kennari/starfsmaður ekki nýtt styrkinn á þeim tíma sem gert var ráð fyrir við úthlutun hefur háskóli rétt á því að endurúthluta styrknum annað eða samþykkja breytta tímasetningu.
- Háskólar gera styrksamninga við kennara og starfsmenn og ákveða hvenær styrkur er greiddur.
- Greiðsla styrks kemur af reikningi í eigu Landskrifstofu Erasmus+ (Rannís).
- Fyrri greiðsla er 80% af styrkupphæð.