Mats- og úthlutunarferlið

Allar umsóknir eru metnar á grundvelli viðmiða (award criteria) sem gilda fyrir viðkomandi flokk og viðkomandi umsóknarfrest og eru birt á bls. 57 í Erasmus+ handbókinni (Programme Guide).

Sérfræðingar  meta umsóknir og fjöldi sérfræðinga er misjafn eftir verkefnaflokkum og stærð verkefna hverju sinni.  Í flestum tilfellum eru fengnir utanaðkomandi sérfræðingar til að gæta hlutleysis.  Stundum eru bæði utanaðkomandi sérfræðingar og sérfræðingar af landskrifstofu fengnir til að meta umsóknir, allt eftir eðli og umfangi umsókna.  Þannig eru allar umsóknir um samstarfsverkefni metnar af tveimur utanaðkomandi matsmönnum.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica