Umsýsla og skýrsluskil

Umsýsla á Erasmus+ styrkjum til stúdenta er alfarið á ábyrgð heimaskóla. Þannig eiga stúdentar einvörðungu að vera í sambandi við sinn heimaskóla vegna Erasmus+ styrks.

Að dvöl lokinni þurfa stúdentar að skila lokaskýrslu og staðfestingu frá gestaskóla (einkunnir) eða móttökustofnun í starfsnámi. Að lokinni dvöl fá styrkþegar sendan í tölvupósti tengil á lokaskýrsluformið.

Þegar lokaskýrslu hefur verið skilað og heimaskóli samþykkt dvölina fær stúdent seinni greiðslu styrks sem að öllu jöfnu er 30% af upphaflegum styrk.

 Ef dvöl stúdents er styttri en upphaflega var gert ráð fyrir gæti stúdent þurft að endurgreiða hluta styrks,  eða seinni greiðslan lækkar eða fellur niður.  Það hvort stúdent nær prófum í gestaskóla hefur ekki áhrif á Erasmus+ styrkinn ef stúdent getur sýnt fram á að hann/hún hafi stundað námið.

Landskrifstofa Erasmus+ hefur eftirlit með umsýslu háskólanna á styrkúthlutunum og utanumhaldi með styrkþegum. Háskólar skila lokaskýrslu til Landskrifstofu í lok hvers tímabils.  
Þetta vefsvæði byggir á Eplica