Hvernig er sótt um?

Að sækja um Evrópumerkið

Umsóknum er skilað rafrænt til Rannís. 

Auglýst er eftir umsóknum um Evrópumerkið á vordögum annað hvert ár. Umsóknirnar eru svo teknar til umfjöllunar af nefnd sérfræðinga í tungumálakennslu, sem síðan velja bestu verkefnin. Verðlaunaafhendingin fer fram um haust sama ár. 

Hér á landi er bæði unnt að sækja um Evrópumerkið fyrir verkefni sem unnið er að innan opinbera skólakerfisins og utan þess, s.s. í námsflokkum, málaskólum, endurmenntunarstofnunum og hjá fræðslusamtökum. 

Evrópsk viðmið sem sett hafa verið fyrir veitingu Evrópumerkisins eru eftirfarandi:

  • Verkefnið sé heildstætt, þ.e. að það beinist ekki að einum afmörkuðum þætti í námi eða kennslu heldur nái til allra þátta og feli í sér víðtæka þátttöku, nýtingu efnis og tengsl við nýja aðila.
  • Verkefnið skapi virðisauka" í hverju landi, bæði með því að auka gæði kennslu og náms og fjölda þeirra tungumála sem lögð er stund á.
  • Verkefnið sé þátttakendum hvatning til tungumálanáms.
  • Verkefnið sé frumlegt og skapandi nýbreytniverkefni.
  • Verkefnið feli í sér "Evrópuvíddina" (European dimension), þ.e. byggi á vitund um Evrópusambandið og tungumál innan þess og efli skilning á menningu viðkomandi landa.
  • Verkefnið feli í sér nýjungar í tungumálakennslu sem unnt sé að yfirfæra á aðrar aðstæður, t.d. þegar um er að ræða nám í öðrum tungumálum eða aldurshópum.Þetta vefsvæði byggir á Eplica