Umsóknir og eyðublöð

Umsóknum í sjóðinn er skilað inn í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís. Opnað verður fyrir aðgengi 6 vikum fyrir umsóknarfrest.

Umsóknarkerfi Rannís

Vinsamlegast hafið eftirfarandi atriði í huga við gerð umsóknar:

 • Háskólanemar í grunn- og meistaranámi geta sótt um styrk. Eins geta sérfræðingar innan fyrirtækja, stofnana og háskóla, sem óska eftir að ráða háskólanema, sótt um styrk. Nemendur þurfa að hafa umsjónarmann tilgreindan til að sækja um styrk. Umsjónarmenn geta sótt um án þess að tilgreina nemanda.
 • Hámarksfjöldi mánaða sem hægt er að sækja um fyrir nemanda er 3 mannmánuðir. Styrkur úr sjóðnum er 300.000 kr. á mánuði fyrir nemanda. Ekki er hámark á fjölda nemenda eða umsjónarmanna í verkefni.
 • Styrkir eru greiddir út í byrjun júlí, ágúst og september. Einungis er greiddur út helmingur síðasta mánaðarstyrksins við lok styrktímans. Seinni helmingur síðustu greiðslu er greiddur út við skil á lokaskýrslu.
 • Verkefnið má ekki vera lokaverkefni nemanda.
 • Verkefnið þarf að vera rannsóknar- og þróunarverkefni.
 • Umsóknir eru metnar út frá eftirfarandi viðmiðum: hvort að verkefnið gefi möguleika á sjálfstæðu framlagi nemanda, hvort talið sé að verkefnið muni leiða til nýsköpunar (t.d. þekkingar og/eða tækni), hvort að til staðar séu möguleikar á hagnýtingu verkefnisins, sem og hvort það muni stuðla að samstarfi háskóla, stofnana og/eða fyrirtækja.
 • Tilkynnt er um úthlutun á heimasíðu Rannís þegar úthlutun liggur fyrir. Umsjónarmenn og nemendur fá einnig tölvupóst þar sem greint er frá niðurstöðu úthlutunar.
 • Til að sækja um styrk til verkefnis þar sem ekki er nafngreindur nemandi til staðar við umsóknarskil skal skrá 0 í stað kennitölu. Skrá þarf þann fjölda mannmánaða sem sótt er um fyrir nemann. Ef um fleiri en einn ónafngreindan nema er að ræða þarf að skrá hvern nema fyrir sig á sama hátt.

Leiðbeiningar vegna umsóknargerðar: 

 • Sækja þarf um í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís. Athugið að umsækjendur þurfa að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða hafa íslykil til þess að geta skráð sig inn í umsóknarkerfið. Ekki er tekið við umsóknum sem ekki er skilað í gegnum rafrænt umsóknarkerfis Rannís og ekki er tekið við viðhengjum með umsóknum.
 • Lýsingu á verkefninu í umsókn er skipt í 8 hluta. Að hámarki er hægt að skrifa 2000 slög um hvern hluta. Hlutirnir eru eftirfarandi: 1) lýsing á verkefninu í hnotskurn, 2) nýsköpunargildi verkefnisins, 3) markmið og hagnýtt gildi verkefnisins, 4) þáttur námsmanns/námsmanna, 5) þáttur umsjónarmanns/umsjónarmanna, 6) aðferðafræði, 7) verk- og tímaáætlun, 8) fyrirhuguð birting eða kynning á niðurstöðum.
 • Skrá skal samstarf og ef við á mótframlag. Mótframlag getur verið t.d. aðgengi að aðstöðu o.þ.h., en mótframlag getur einnig verið fjárhagslegt, t.d. kostnaður vegna verkefnisins, aukalaun til nemenda o.fl.
 • Beðið er um bakgrunnsupplýsingar fyrir hvern umsjónarmann og hvern nemanda sem kemur að verkefninu. Nafn, menntun, núverandi starf o.s.frv.
 • Upplýsingar um fyrri styrki umsjónarmanna og nemenda frá NSN sl. 5 ár fyllast út sjálfkrafa.
 • Beðið er um upplýsingar um aðra styrki sem umsjónarmenn og nemendur hafa fengið vegna þessa verkefnis sem sótt er um styrk til.
 • Athugið að skrá skal fjölda mannmánaða sem beðið er um fyrir nemanda. Styrkur úr sjóðnum er 300.000 kr. á mánuði fyrir nemanda. Ekki er greiddur styrkur til umsjónarmanna.Þetta vefsvæði byggir á Eplica