Mats- og úthlutunarferlið

Mat

Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna metur umsóknir í sjóðinn og tekur ákvörðun um styrkveitingu. Stjórn metur umsóknir eftir gæðum þeirra og efnistökum, greiningu á stöðu þekkingar, markmiði, nýnæmi, frumleika og verkáætlun. Tekið er tillit til líklegrar birtingar niðurstaðna til gagns fyrir almenning og fræðasamfélag. Miðað er við að eigi líði meira en tveir mánuðir frá því að umsóknarfrestur rennur út þar til úthlutun liggur fyrir.

Samningur

Rannís gerir í framhaldinu samning við styrkþega fyrir hönd Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna. Í samningi skal koma fram að hvaða verkefni/verkefnum styrkþegar vinna að á styrktímabili. Ganga skal frá samningi innan tveggja mánaða frá tilkynningu um styrk ella fellur styrkur niður. Hægt er að sækja um frest til að ganga frá samningi er slíkt verður að gera formlega.

Greiðslur og eftirfylgni

Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna greiðir styrki í samræmi við greiðsluyfirlit í
samningi. Starfsmönnum Rannís er heimilt að skoða nánar og án tilefnis framgang þeirra verkefna
sem sjóðurinn styrkir hverju sinni. Grunur um misferli verður tilkynntur stjórn Starfslaunasjóðs
sjálfstætt starfandi fræðimanna undantekningalaust. Stjórn sjóðsins er að auki heimilt að fella niður starfslaun sem veitt eru til lengri tíma en sex mánaða ef talið er að viðkomandi fræðimaður hafi ekki sinnt fræðistörfum sínum.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica