HERA - Humanities in the European Research Area

Fyrir hverja?

Vísindafólk frá aðildalöndum HERA sem vinnur að rannsóknaverkefnum tengdum hugvísindum.

Til hvers?

Tilgangur HERA er að stuðla að samstarfi í rannsóknum í hugvísindum innan Evrópu m.a. með því að bjóða upp á rannsóknastyrki.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestir eru á þriggja ára fresti. Síðasti umsóknarfrestur var haustið 2017 fyrir verkefnið sem hefjast árið 2019. Ekki er enn hægt að staðfesta um næsta umsóknarfrest en það verður tilkynnt um leið og það liggur fyrir.

Heimasíða Hera

Hvað er HERA?

HERA er samstarfsvettvangur rannsóknaráða og rannsóknasjóða frá 26 löndum annars vegar og framkvæmdastjórnar ESB hins vegar, með það að markmiði að styrkja hugvísindi og rannsóknir í hugvísindum á Evrópska rannsóknarsvæðinu og innan Horizon 2020, rammaáætlunar ESB um rannsóknir og nýsköpun. 

Hvert er markmiðið?

Markmið HERA er að stuðla að samstarfi rannsókna- og vísindráða innan Evrópu, bjóða upp á sameiginlega styrkjarmöguleika til rannsókna innan hugvísinda, skilgreina aðferðir til að meta áhrif hugvísinda, stuðla að sýnileika og möguleika hugvísinda og vera virkur talsmaður hugvísinda innan Evrópu.

Hverjir geta sótt um?

Vísindafólk sem starfar að rannsóknum tengdum hugvísindum í víðum skilningi (einnig t.d. sumar greinar félagsvísinda og lögfræði). Innan HERA er lýst eftir umsóknum á 3 ára fresti.

Hlutverk Rannís

Hlutverk Rannís er að kynna HERA,  auglýsa umsóknafresti og veita upplýsingar um umsóknarferlið.

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica