Nýsköpun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum

Fyrir hverja?

Styrkir ætlaðir litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Til hvers?

Þessari gerð styrkja er ætlað að styðja við nýsköpun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Umsóknarfrestir og vinnuáætlun

Í gildandi vinnuáætlun eru upplýsingar um verkefni sem hægt er að sækja um hverju sinni og umsóknarfresti innan áætlunarinnar. Vinnuáætlun er gefin út á tveggja ára fresti.

Vinnuáætlun 2018-2020 

European Innovation Council (EIC) Pilot

Hvert er markmiðið?

Markmiðið með þessum styrkjum er að efla nýsköpun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum.Það er gert með því að fjármagna verkefni sem eru tiltölulega nálægt markaði. Styrkirnir eru  eru í tveimur fösum. Sótt er um fasana í sitt hvoru lagi og það er ekki skilyrði að hafa sótt um fasa 1 áður en sótt er um fasa 2.

Fasi 1: Fýsileikakönnum og greining á markaðslegum forsendum.

Fasi 2: Nýsköpunarverkefni sem sýna fram á mikla möguleika til vaxtar og samkeppnishæfni sem grundvölluð er á viðskiptaáætlun.

Hverjir geta sótt um?

Lítil og meðalstór fyrirtæki eingöngu.

Hvað er styrkt?

Fasi 1: Fýsileikakönnu og greining á markaðslegum forsendum

Fasi 2: Verkþættir í fasa 2 geta verið af ýmsum toga, s.s. skölun, hönnun, könnun á afkastagetu, prófanir, framleiðsla á prótotýpu og fleira. Verkefni sem eru styrkt eiga það sameiginlegt að þau miða að því að koma nýsköpun nær markaði.

Hlutverk Rannís

Rannís hefur umsjón með Horizon 2020 á Íslandi. Í því felst umsjón með kynningu á áætluninni og aðstoð við umsækjendur, auk þess sem Rannís heldur utan um starf stjórnarnefndarfulltrúa og landstengla fyrir allar undiráætlanir

Rannís sér um að kynna áætlunina, auglýsa þá styrki sem í boði. Enn fremur aðstoðar Rannís umsækjendur við að svara spurningum og lausn ýmissa vafamála fyrir íslenska umsækjendur eða umsækjendur sem vilja koma til Íslands.

Fulltrúar Íslands í áætluninni

Nánari upplýsingar um styrktegundir og tengdar aðgerðir má finna á heimasíðu áætlunarinnar hjá framkvæmdastjórn ESB: Innovation in SMEs.

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica