Upplýsingatækni

Fyrir hverja?

Allir lögaðilar (fyrirtæki og stofnanir) geta sótt um í  áætlunina svo lengi sem viðkomandi aðili kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi, eða öðrum ríkjum sem hafa aukaaðild að áætluninni, sjá lista. Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðilar innan Evrópusambandinu til að sækja um styrki.

Til hvers?

Áætlunin býður upp á fjölmörg tækifæri fyrir fyrirtæki og stofnanir í Evrópu til að stunda rannsóknir á sviði upplýsinga og samskiptatækni sem mjög mikilvægur þáttur í því að stuðla að aukinni nýsköpun og bættri samkeppnishæfni í Evrópu þar sem tæknin nær til fjölda markaða og geira á einkamarkaði sem og hjá hinu opinbera.

Umsóknarfrestir og vinnuáætlun

Í gildandi vinnuáætlun eru upplýsingar um verkefni sem hægt er að sækja um hverju sinni og umsóknarfresti innan áætlunarinnar. Vinnuáætlun er gefin út á tveggja ára fresti.

Vinnuáætlun 2018-2020

Hvert er markmiðið?

Áætlunin um fjármögnun rannsókna á þessu sviði sem ætluð til að auka þátt upplýsinga og samskiptatækni til þess að knýja fram aukna nýsköpun og bættri samkeppnishæfni í Evrópu þar sem tæknin nær til fjölda markaða og geira á einkamarkaði sem og hjá hinu opinbera.

Áætlunin er byggð upp af 6 áhersluþáttum í því skyni að ná þessum markmiðum.

  • Nýr kynslóð íhluta og kerfa.
  • Háþróuð tölvun
  • Framtíð internetsins
  • Innihalds tækni og meðferð upplýsinga
  • Þjarkatækni
  • Míkró- og nanórafeindatækni og ljósatækni (Photonics)

Hverjir geta sótt um?

Allir lögaðilar (fyrirtæki og stofnanir) geta sótt um í  áætlunina svo lengi sem viðkomandi aðili kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi og Lichtenstein, auk fleiri ríkja , sjá lista. Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðilar innan Evrópusambandinu til að sækja um styrki.

Hvernig styrkir eru í boði?

Styrkir fyrir Rannsóknar og nýsköpunarverkefni (Research and innovation actions):  Þessi gerð styrkja er ætluð til þess að fjármagna rannsóknarverkefni og/eða kanna fýsileika nýrrar/bættrar tækni, vöru, ferlis, þjónustu eða lausnar.

Dæmi: Grunnrannsóknum og hagnýtingu rannsókna, tækniþróun og aðlögun tækni að nýjum aðstæðum, prófun og gilding (integration) rannsókna á smáum frumgerðum í tilraunastofu eða tilbúnu umhverfi.

Nýsköpunarverkefni (Innovation actions): Þessi gerð styrkja er ætluð til þess að fjármagna nýsköpunarverkefni, þ.e.a.s. verkefni sem eru komin nær markaði,

Dæmi: Frumgerðir (prototyping), prófun, að sýna fram á virkni tækni, Virkni tækni utan rannsóknastofu og markaðslíking (market replication).

Samhæfingar- og stuðningsverkefni (Coordination and support actions): Þessi gerð styrkja er ætluð til þess að fjármagna samhæfingar og stuðningsverkefni.

Dæmi: Stöðlun, upplýsingagjöf, samstarfsnet, samhæfingar og stuðningsþjónusta, Samskiptaverkefni, samráð og samtal um stefnumótun, gagnkvæma kennslu aðila og sambærileg verkefni.

Styrkir fyrir smá og meðalstór fyrirtæki (SME Instrument): Þessi gerð styrkja er ætluð til þess að fjármagna verkefni smárra og meðalstórra fyrirtækja og geta Smá og meðalstór fyrirtæki sótt um ein og sér eða í hóp.

Verkefni eru styrkt í tveimur fösum og er hægt að sækja um í sitthvoru lagi.

Fasi 1: Fýsileikakönnum sem sannar tæknilega/hagkvæmni og greining á markaðslegum fýsileika nýsköpunar.

Fasi 2: Nýsköpunarverkefni sem sýna fram á mikla möguleika til vaxtar og samkeppnishæfni sem grundvölluð er á viðskiptaáætlun. 

Hlutverk Rannís

Rannís hefur umsjón með Horizon 2020 á Íslandi. Í því felst umsjón með kynningu á áætluninni og aðstoð við umsækjendur, auk þess sem Rannís heldur utan um star f stjórnarnefndarfulltrúa og landstengla fyrir allar undiráætlanir

Rannís sér um að kynna áætlunina, auglýsa þá styrki sem í boði. Enn fremur aðstoðar Rannís umsækjendur við að svara spurningum og lausn ýmissa vafamála fyrir íslenska umsækjendur eða umsækjendur sem vilja koma til Íslands.

Fulltrúar Íslands í áætluninni

Nánari upplýsingar um styrktegundir og tengdar aðgerðir má finna á heimasíðu áætlunarinnar hjá framkvæmdastjórn ESB: Information and Communication Technologies.

Nánari upplýsingar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica