Allir lögaðilar (fyrirtæki og stofnanir) geta sótt um í áætlunina svo lengi sem viðkomandi aðili kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi, Lichtenstein eða öðrum ríkjum sem hafa aukaaðild að áætluninni, sjá lista. Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðilar innan Evrópusambandinu til að sækja um styrki.
Áætlunin býður upp á fjölmörg tækifæri fyrir vísindafólk og stofnanir í Evrópu til að stuðla að aukinni færni og þekkingu vísindafólks. Áætlunin er hugsuð sem stuðningur við rannsakendur og að aukin færni þeirra sem muni skila samfélagslegum ábata og hagvexti til lengri tíma litið.
Í gildandi vinnuáætlun eru upplýsingar um verkefni sem hægt er að sækja um hverju sinni og umsóknarfresti innan áætlunarinnar. Vinnuáætlun er gefin út á tveggja ára fresti.
Markmið Marie Sklodowska-Curie áætlunarinnar er að stuðla að því að vísindamenn nái lengra á sínu sviði með því að styðja við þjálfun þeirra og starfsþróun. Áætlunin samanstendur af margskonar styrkjamöguleikum sem eiga það sameiginlegt að stuðla að auknum hreyfanleika milli landa, á milli fræðigreina og/eða á milli atvinnulífsins og menntageirans. Að stuðla að aukinni færni og betri þekkingu rannsakenda og að bjóða þeim eftirsóknarvert vinnuumhverfi (með styrkjum) er lykilþáttur áætlunarinnar. Nokkrir þættir ætlunarinnar ætlaðir sérstaklega til þess að auka aðkomu einkageirans að doktorsnámi og rannsóknum eftir doktorsnám.
Áætlunin er ætluð breiðum hópi vísindafólks allt frá doktorsnemum og allt til mjög reyndra rannsakenda. Stuðlað er að því að rannsóknir eigi sér stað þvert landamæri, þvert á geira (á milli menntageirans og atvinnulífsins) eða þvert á fræðigreinar. Breytilegt er á milli styrkjategunda innan áætlunarinnar hverjir geta sótt um, en það geta verið einstaklingar, háskólar, fyrirtæki, eða stofnanir.
Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðilar innan Evrópusambandinu til að sækja um styrki.
Um fjórar styrktegundir eru að ræða
Rannís hefur umsjón með Horizon 2020 á Íslandi. Í því felst umsjón með kynningu á áætluninni og aðstoð við umsækjendur, auk þess sem Rannís heldur utan um starf stjórnarnefndarfulltrúa og landstengla fyrir allar undiráætlanir
Rannís sér um að kynna áætlunina, auglýsa þá styrki sem í boði. Enn fremur aðstoðar Rannís umsækjendur við að svara spurningum og lausn ýmissa vafamála fyrir íslenska umsækjendur eða umsækjendur sem vilja koma til Íslands.
Stjórnarnefndarfulltrúi: Úlfar K. Gíslason, deildarstjóri á vísindasviði HÍ.
Landstengill: Sigrún Ólafsdóttir, sérfræðingur á alþjóðasviði Rannís.