Evrópskt samfélag í breyttum heimi

Europe in a changing world – Inclusive, innovative and reflective societies

Áætlunin

Áætlunin styður við rannsóknir og nýsköpun á sviði félagsvísinda, hugvísinda og upplýsingasamfélagsins.
Heildarfjármagn áætlunarinnar er € 1,309 milljarðar.

Vinnuáætlun og umsóknarfrestir

Í nýjustu vinnuáætlun eru upplýsingar um verkefni sem hægt er að sækja um hverju sinni og umsóknarfresti innan áætlunarinnar. Vinnuáætlun er gefin út á tveggja ára fresti.

Vinnuáætlun 2014-2015 hér.

Markmið

Lönd Evrópu hafa gengið í gegnum miklar samfélagslegar breytingar á síðastliðnum áratugum og þörf er á að styðja við jákvæða alþjóðavæðingu, bæta efnahagsumhverfi og styrkja innviði samfélagsins. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að bættum skilningi á samfélögum Evrópulanda með því að styrkja rannsóknir og nýsköpun, einkum á sviði félagsvísinda og hugvísinda, en einnig á sviði upplýsingasamfélagsins og bættrar stjórnsýslu.

Áherslusvið

Umhverfisáætlunin styrkir rannsóknir og nýsköpun innan eftirtalinna áherslusviða:

  • Nýsköpun í stefnumörkun og stjórnsýslu með það fyrir augum að komast yfir efnahagsþrengingar síðasliðinna ára í Evrópu.
  • Styðja við sjálfbært samfélag til góða fyrir nýja kynslóð, berjast gegn atvinnuleysi og fordómum og stuðla að aukinni menntun, hreyfanleika og lýðræðislegri þátttöku ungs fólks.
  • Miðlun evrópskrar menningararfleifðar og sögu, nýsköpun í framsetningu á menningarmiðlun, t.d. með upplýsingatækni.
  • Hlutverk Evrópu í alþjóðasamfélaginu, áhersla á samráð og samvinnu við lönd utan Evrópu og skoða breytt samfélagsmynstur t.d. í löndum við Miðjarðarhafið, samvinna við Austurlönd og önnur lönd utan álfunnar.
  • Nýsköpun í opinbera geiranum og stjórnsýslu, félagsleg nýsköpun og notkun upplýsingatækni til að stuðla að aukinni menntun, jafnræði og jafnrétti.

Nánari upplýsingar um áætlunina og styrktegundir má finna á heimasíðu áætlunarinnar hjá framkvæmdastjórn ESB: Horizon 2020 - Europe in a Changing World - Inclusive, Innovative and Reflective Societies.

Fulltrúar Íslands í áætluninni

Stjórnarnefndarfulltrúi: Hulda Proppé, rannsóknastjóri félagsvísindasviðs HÍ
Landstengill: Aðalheiður Jónsdóttir, sérfræðingur á alþjóðasviði Rannís

Nánari upplýsingar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica