Evrópskt samfélag í breyttum heimi

Bætt efnahagsumhverfi og styrkir innviðir

Fyrir hverja?

Allir lögaðilar (fyrirtæki og stofnanir) geta sótt um í  áætlunina svo lengi sem viðkomandi aðili kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi, eða öðrum ríkjum sem hafa aukaaðild að áætluninni, sjá lista. Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðilar innan Evrópusambandinu til að sækja um styrki.

Til hvers?

Áætlunin styður við rannsóknir og nýsköpun á sviði félagsvísinda, hugvísinda og upplýsingasamfélagsins.
Heildarfjármagn áætlunarinnar er € 1,309 milljarðar.

Umsóknarfrestir og vinnuáætlun

Í nýjustu vinnuáætlun eru upplýsingar um verkefni sem hægt er að sækja um hverju sinni og umsóknarfresti innan áætlunarinnar. Vinnuáætlun er gefin út á tveggja ára fresti.

Vinnuáætlun 2018-2020 

Markmið

Lönd Evrópu hafa gengið í gegnum miklar samfélagslegar breytingar á síðastliðnum áratugum og þörf er á að styðja við jákvæða alþjóðavæðingu, bæta efnahagsumhverfi og styrkja innviði samfélagsins. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að bættum skilningi á samfélögum Evrópulanda með því að styrkja rannsóknir og nýsköpun, einkum á sviði félagsvísinda og hugvísinda, en einnig á sviði upplýsingasamfélagsins og bættrar stjórnsýslu.

Áherslusvið

Umhverfisáætlunin styrkir rannsóknir og nýsköpun innan eftirtalinna áherslusviða:

  • Nýsköpun í stefnumörkun og stjórnsýslu með það fyrir augum að komast yfir efnahagsþrengingar síðasliðinna ára í Evrópu.
  • Styðja við sjálfbært samfélag til góða fyrir nýja kynslóð, berjast gegn atvinnuleysi og fordómum og stuðla að aukinni menntun, hreyfanleika og lýðræðislegri þátttöku ungs fólks.
  • Miðlun evrópskrar menningararfleifðar og sögu, nýsköpun í framsetningu á menningarmiðlun, t.d. með upplýsingatækni.
  • Hlutverk Evrópu í alþjóðasamfélaginu, áhersla á samráð og samvinnu við lönd utan Evrópu og skoða breytt samfélagsmynstur t.d. í löndum við Miðjarðarhafið, samvinna við Austurlönd og önnur lönd utan álfunnar.
  • Nýsköpun í opinbera geiranum og stjórnsýslu, félagsleg nýsköpun og notkun upplýsingatækni til að stuðla að aukinni menntun, jafnræði og jafnrétti.

Fulltrúar Íslands í áætluninni

Stjórnarnefndarfulltrúi: Hulda Proppé , rannsóknastjóri félagsvísindasviðs HÍ.
Landstenglar: Sigrún Ólafsdóttir, sérfræðingur á alþjóðasviði og Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs.

Nánari upplýsingar um áætlunina og styrktegundir má finna á heimasíðu áætlunarinnar hjá framkvæmdastjórn ESB: Horizon 2020 - Europe in a Changing World - Inclusive, Innovative and Reflective Societies.

Nánari upplýsingar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica