Orka

Örugg, hrein og sjálfbær orka

Fyrir hverja?

Allir lögaðilar (fyrirtæki og stofnanir) geta sótt um í  áætlunina svo lengi sem viðkomandi aðili kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi, auk fleiri ríkja, sjá lista. Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðilar innan Evrópusambandinu til að sækja um styrki.

Til hvers?

Áætlunin býður upp á fjölmörg tækifæri fyrir fyrirtæki og stofnanir í Evrópu til að stunda rannsóknir á sviði orkumála. Áætlunin er hugsuð sem fjárfesting í rannsóknum til þess að hjálpa Evrópu að breyta orkumarkaði sínum svo hann sé samkeppnishæfari og byggi í auknum mæli á sjálfbærni.

Umsóknarfrestir og vinnuáætlun

Í gildandi vinnuáætlun eru upplýsingar um verkefni sem hægt er að sækja um hverju sinni og umsóknarfresti innan áætlunarinnar. Vinnuáætlun er gefin út á tveggja ára fresti.

Vinnuáætlun 2018-2020

Hvert er markmiðið?

Markmið áætlunarinnar er að umbreyta orkukerfi Evrópu svo að orkumarkaðurinn sé samkeppnishæfari, hagkvæmari og byggi á sjálfbærni. Fjárfesting í rannsóknum er þáttur í því að takast á við áskoranir samtímans t.d. takmarkaðar auðlindir, aukna orkuþörf og loftslagsbreytingar. Orkuáætlunin er byggð á sex eftirfarandi lykilþáttum sem miða að því að ná þessum markmiðum;

  • Minnka orkunotkun og kolefnisspor
  • Minnka kostnað við lágkolvetna rafmagnsveitu
  • Auka notkun óhefðbundinna orkugjafa og hreyfanlegra orkugjafa
  • Að sameina evrópska rafmagnsnetið
  • Hlúa að nýrri þekkingu og nýrri tækni á þessu sviði
  • Auka skilvirkni í ákvarðanatöku og auka upplýsingagjöf til og frá almenningi til að auðvelda markaðsvæðingu nýsköpunarlausn á sviði orku og upplýsingatækni

Á árunum 2014-2020 mun 5931 milljón evra verið varið í þessa áætlun innan sambandsins.

Hverjir geta sótt um?

Allir lögaðilar (fyrirtæki og stofnanir) geta sótt um í  áætlunina svo lengi sem viðkomandi aðili kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi og Lichtenstein, auk fleiri ríkja , sjá lista. Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðilar innan Evrópusambandinu til að sækja um styrki.

Hvernig styrkir eru í boði?

Styrkir fyrir Rannsóknar og nýsköpunarverkefni (Research and innovation actions):  Þessi gerð styrkja er ætluð til þess að fjármagna rannsóknarverkefni og/eða kanna fýsileika nýrrar/bættrar tækni, vöru, ferlis, þjónustu eða lausnar.

Dæmi: Grunnrannsóknum og hagnýtingu rannsókna, tækniþróun og aðlögun tækni að nýjum aðstæðum, prófun og gilding (integration) rannsókna á smáum frumgerðum í tilraunastofu eða tilbúnu umhverfi.

Nýsköpunarverkefni (Innovation actions): Þessi gerð styrkja er ætluð til þess að fjármagna nýsköpunarverkefni, þ.e.a.s. verkefni sem eru komin nær markaði,

Dæmi: Frumgerðir (prototyping), prófun, að sýna fram á virkni tækni, Virkni tækni utan rannsóknastofu og markaðslíking (market replication).

Samhæfingar- og stuðningsverkefni (Coordination and support actions): Þessi gerð styrkja er ætluð til þess að fjármagna samhæfingar og stuðningsverkefni.

Dæmi: Stöðlun, upplýsingagjöf, samstarfsnet, samhæfingar og stuðningsþjónusta, Samskiptaverkefni, samráð og samtal um stefnumótun, gagnkvæma kennslu aðila og sambærileg verkefni.

Styrkir fyrir smá og meðalstór fyrirtæki (SME Instrument): Þessi gerð styrkja er ætluð til þess að fjármagna verkefni smárra og meðalstórra fyrirtækja og geta Smá og meðalstór fyrirtæki sótt um ein og sér eða í hóp.

Verkefni eru styrkt í tveimur fösum og er hægt að sækja um í sitthvoru lagi.

Fasi 1: Fýsileikakönnum sem sannar tæknilega/hagkvæmni og greining á markaðslegum fýsileika nýsköpunar.

Fasi 2: Nýsköpunarverkefni sem sýna fram á mikla möguleika til vaxtar og samkeppnishæfni sem grundvölluð er á viðskiptaáætlun. 

Hvað er styrkt? (áherslur)

Orkunýtni ( Energy Efficiency)

Verkefni sem taka mið af aukinni orkunýtni til skemmri og lengri tíma. Stefna Evrópusambandsins er að minnka í skrefum  orkunotkun fram til ársins 2020. Rannsóknar og tilraunaverkefni innan þessa sviðs munu leggja ´herslu á byggingar, iðnað, hitun og kælingu. Verkefni sem virkja neytendur í notkun endurnýjanlegrar orku, nýsköpun í fjármögnun verkefna sem  miða að aukinni orkunýtni.

Samkeppnishæf orka með lítilli koltvísýringslosun ( Competitive Low-Carbon Energy )

Í ljósi mikilvægi þess að þróa og koma á markað hagkvæmum lausnum á viðráðanlegu verði og stuðla að minni losun koltvísýrings, tryggja betur aðgengi að orku og styrkja sameiginlegan innri orkumarkað er ráðist í fjármögnun rannsókna á þessu sviði. Rannsóknarverkefni á þessu sviði gætu sem dæmi beinst að endurnýjanlegum orkugjöfum, félagslegum, efnahagslegum og einstaklingsmiðuðum þáttum við orkunotkun og orkukerfum, að tengja betur saman orku kerfi Evrópu, að minnka kolefnisnotkun með því að færa orkunýtingu yfir í orkugjafa sem losa minni koltvísýring. 

Snjallar borgir og samfélög (Smart Cities  And Communities)

Sjálfbær þróun þéttbýlis er ein af þeim markmiðum sem settar eru fram í áætluninni. Til þess að auka sjálfbærni þéttbýlis er nauðsynlegt að búa til nýja, hagkvæma og notendavæna tækni/þjónustu með tilliti til orku, samgangna og upplýsingatækni. Verkefni sem fjármögnuð eru undir þessum lið verða að taka á þessum öllum þessum þáttum og sameina þá, bæði er varðar rannsóknir og þróun sem og framkvæmd.

Að örva nýsköpun í smáum og meðal stórum fyrirtækum með áherslu á litla kolefnisnotkun og hagnýt orkukerfi (Stimulating The Innovation Potential Of SMES For A Low Carbon And Efficient Energy System):

Afmarkaður þáttur áætlunarinnar miða að því að hvetja smá og meðalstór fyrirtæki að sækja um styrki til þess að vinna að nýsköpun sinni.

Hlutverk Rannís

Rannís hefur umsjón með Horizon 2020 á Íslandi. Í því felst umsjón með kynningu á áætluninni og aðstoð við umsækjendur, auk þess sem Rannís heldur utan um starf stjórnarnefndarfulltrúa og landstengla fyrir allar undiráætlanir

Rannís sér um að kynna áætlunina, auglýsa þá styrki sem í boði. Enn fremur aðstoðar Rannís umsækjendur við að svara spurningum og lausn ýmissa vafamála fyrir íslenska umsækjendur eða umsækjendur sem vilja koma til Íslands.

Fulltrúar Íslands í áætluninni

Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri GEORG jarðvarmaklasans
Landstengill: Sigrún Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís

Nánari upplýsingar um styrktegundir og tengdar aðgerðir má finna á heimasíðu áætlunarinnar hjá framkvæmdastjórn ESB: Secure, Clean and Efficient Energy.

Nánari upplýsingar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica