Samgöngur

Umhverfisvæn, örugg og samfelld samgöngukerfi

Fyrir hverja?

Allir lögaðilar (fyrirtæki og stofnanir) geta sótt um í  áætlunina svo lengi sem viðkomandi aðili kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi, eða öðrum ríkjum sem hafa aukaaðild að áætluninni, sjá lista. Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðilar innan Evrópusambandinu til að sækja um styrki.

Til hvers?

Áætlunin býður upp á fjölmörg tækifæri fyrir fyrirtæki og stofnanir í Evrópu til að stunda rannsóknir á sviði samgöngumála. Áætlunin er hugsuð sem fjárfesting í rannsóknum til þess að bregðast við þeim áskorunum sem fylgja auknum hreyfanleika fólks með tækni sem minnkar losun koltvísýrings, betri samgöngutækum, snjöllum samgöngukerfum og betur samþættum þjónustukerfum fyrir farþega og frakt.

Umsóknarfrestir og vinnuáætlun

Í gildandi vinnuáætlun eru upplýsingar um verkefni sem hægt er að sækja um hverju sinni og umsóknarfresti innan áætlunarinnar. Vinnuáætlun er gefin út á tveggja ára fresti.

Vinnuáætlun 2018-2020

Hvert er markmiðið?

Áætlunin um fjármögnun rannsókna á þessu sviði sem ætluð til að auka samkeppnishæfni evrópska samgönguiðnaðarins og vinna að því að móta Evrópskt samgöngukerfi sem er auðlindanýtið (resource-efficient), loftslags og umhverfisvænt, öruggt og samfellt sem er borgurum,  efnahagnum og samfélaginu öllu til bóta.

Samgönguáætlunin er byggð upp af 4 áhersluþáttum í því skyni að ná þessum markmiðum.

  • Að stuðla að betri auðlindanýtingu samgönguhátta sem fer betur með umhverfið.
  • Betri ferðalög með minni samþjöppun í samgöngukerfinu og aukið öryggi.
  • Að vera með samgönguiðnað sem er í fararbroddi á alþjóðavísu.
  • Rannsóknir sem skoða félagsleg, efnahagslega og sálfræðilega þætti sem snúa að samgöngumálum ásamt betri framsýni í stefnumótun.

Á árunum 2014-2020 mun 6 339 milljón evra verið varið í þessa áætlun innan sambandsins.

Hverjir geta sótt um?

Allir lögaðilar (fyrirtæki og stofnanir) geta sótt um í  áætlunina sem lengi sem viðkomandi aðili kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins eða ríki sem hefur aukaaðild að Horizon2020 áætluninni. Ísland hefur aukaaðild að áætluninni og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðilar frá innan Evrópusambandinu til að sækja um og fá styrki.

Hvernig styrkir eru í boði?

Styrkir fyrir Rannsóknar og nýsköpunarverkefni (Research and innovation actions):  Þessi gerð styrkja er ætluð til þess að fjármagna rannsóknarverkefni og/eða kanna fýsileika nýrrar/bættrar tækni, vöru, ferlis, þjónustu eða lausnar.

Dæmi: Grunnrannsóknum og hagnýtingu rannsókna, tækniþróun og aðlögun tækni að nýjum aðstæðum, prófun og gilding (integration) rannsókna á smáum frumgerðum í tilraunastofu eða tilbúnu umhverfi.

Nýsköpunarverkefni (Innovation actions): Þessi gerð styrkja er ætluð til þess að fjármagna nýsköpunarverkefni, þ.e.a.s. verkefni sem eru komin nær markaði,

Dæmi: Frumgerðir (prototyping), prófun, að sýna fram á virkni tækni, Virkni tækni utan rannsóknastofu og markaðslíking (market replication).

Samhæfingar- og stuðningsverkefni (Coordination and support actions): Þessi gerð styrkja er ætluð til þess að fjármagna samhæfingar og stuðningsverkefni.

Dæmi: Stöðlun, upplýsingagjöf, samstarfsnet, samhæfingar og stuðningsþjónusta, Samskiptaverkefni, samráð og samtal um stefnumótun, gagnkvæma kennslu aðila og sambærileg verkefni.

Styrkir fyrir smá og meðalstór fyrirtæki (SME Instrument): Þessi gerð styrkja er ætluð til þess að fjármagna verkefni smárra og meðalstórra fyrirtækja og geta Smá og meðalstór fyrirtæki sótt um ein og sér eða í hóp.

Verkefni eru styrkt í tveimur fösum og er hægt að sækja um í sitthvoru lagi.

Fasi 1: Fýsileikakönnum sem sannar tæknilega/hagkvæmni og greining á markaðslegum fýsileika nýsköpunar.

Fasi 2: Nýsköpunarverkefni sem sýna fram á mikla möguleika til vaxtar og samkeppnishæfni sem grundvölluð er á viðskiptaáætlun. 

Áherslusvið

Samgönguáætlunin styrkir rannsóknir og nýsköpun innan eftirtalinna áherslusviða:

  • Samgöngutækni sem byggir á skilvirkari nýtingu auðlinda og virðingu fyrir umhverfinu
  • Meiri skilvirkni í samgöngum almennt, minni tafir og aukið öryggi
  • Að evrópskur samgönguiðnaður verði í fararbroddi í heiminum
  • Bætt stefnumótun sem tekur mið af samfélagslegum rannsóknum og framtíðarspá um félagslegar þarfir og framtíðartækni

Nánari upplýsingar um áætunina og styrktegundir má finna á heimasíðu áætlunarinnar hjá framkvæmdastjórn ESB: Horizon 2020 - Smart, Green and Integrated Transport.

Hlutverk Rannís

Rannís hefur umsjón með Horizon 2020 á Íslandi. Í því felst umsjón með kynningu á áætluninni og aðstoð við umsækjendur, auk þess sem Rannís heldur utan um starf stjórnarnefndarfulltrúa og landstengla fyrir allar undiráætlanir

Rannís sér um að kynna áætlunina, auglýsa þá styrki sem í boði. Enn fremur aðstoðar Rannís umsækjendur við að svara spurningum og lausn ýmissa vafamála fyrir íslenska umsækjendur eða umsækjendur sem vilja koma til Íslands.

Fulltrúar Íslands í áætluninni

Stjórnarnefndarfulltrúi: Jón Björn Skúlason , forstjóri Nýorku.
Landstengill: Elísabet Andrésdóttir,  sérfræðingur hjá Rannís.

Nánari upplýsingar um styrktegundir og tengdar aðgerðir má finna á heimasíðu áætlunarinnar hjá framkvæmdastjórn ESB: Smart, Green and Integrated Transport.

Nánari upplýsingarÞetta vefsvæði byggir á Eplica