Umhverfi, loftlagsmál og auðlindir

Climate Action, Environment, Resource Efficiency and Raw Materials

Áætlunin

Áætlunin styður við rannsóknir og nýsköpun á sviði umhverfismála, loftslagsbreytinga, skilvirkri nýtingu náttúruauðlinda og hráefna.
Heildarfjármagn áætlunarinnar er € 3,081 milljarðar.

Vinnuáætlun og umsóknarfrestir

Í nýjustu vinnuáætlun eru upplýsingar um verkefni sem hægt er að sækja um hverju sinni og umsóknarfresti innan áætlunarinnar. Vinnuáætlun er gefin út á tveggja ára fresti.

Vinnuáætlun 2014-2015 hér.

Markmið

Markmið áætlunarinnar er að stuðla að skilvirkari og umhverfisvænni nýtingu auðlinda, vatns og hráefna auk þess að styðja við rannsóknir á loftslagsbreytingum. Áætlunin mun styðja við verndun vistkerfa og náttúruauðlinda og ábyrgri og sjálfbærri stýringu. Sjálfbærni í framleiðslu og notkun hráefna er einnig eitt helsta markmiðið, til að mæta þörf vaxandi mannfjölda í heiminum og halda nýtingu innan sjálfbærra marka náttúruauðlinda og vistkerfa jarðarinnar.

Áherslusvið

Umhverfisáætlunin styrkir rannsóknir og nýsköpun innan eftirtalinna áherslusviða:

  • Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og aðlögun að þeim
  • Verndun umhverfis með sjálfbærri stjórnun á nýtingu náttúruauðlinda, vatnsauðlinda, líf- og vistkerfa
  • Tryggja sjálfbæra framleiðslu hráefna sem ekki byggja á orku né landbúnaði
  • Greiða fyrir þróun grænna hagkerfa og samfélaga með vistvænni nýsköpun
  • Þróa heildstæð og sjálfbær eftirlits- og upplýsingakerfi fyrir umhverfið
  • Menningararfleifð

Nánari upplýsingar um áætlunina og styrktegundir má finna á heimasíðu áætlunarinnar hjá framkvæmdastjórn ESB: Horizon 2020 - Climate Action, Environment, Resource Efficiency and Raw Materials.

Fulltrúar Íslands í áætluninni

Stjórnarnefndarfulltrúi: Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís
Landstengill: Viðar Helgason, sérfræðingur hjá Rannís

Nánari upplýsingarÞetta vefsvæði byggir á Eplica