Umhverfi, loftlagsmál og auðlindir

Skilvirk og umhverfisvæn nýting auðlinda, vants og hráefna

Fyrir hverja?

Allir lögaðilar (fyrirtæki og stofnanir) geta sótt um í  áætlunina svo lengi sem viðkomandi aðili kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi, eða öðrum ríkjum sem hafa aukaaðild að áætluninni, sjá lista. Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðilar innan Evrópusambandinu til að sækja um styrki.

Til hvers?

Áætlunin styður við rannsóknir og nýsköpun á sviði umhverfismála, loftslagsbreytinga, skilvirkri nýtingu náttúruauðlinda og hráefna.
Heildarfjármagn áætlunarinnar er € 3,081 milljarðar.

Umsóknarfrestir og vinnuáætlun

Í gildandi vinnuáætlun eru upplýsingar um verkefni sem hægt er að sækja um hverju sinni og umsóknarfresti innan áætlunarinnar. Vinnuáætlun er gefin út á tveggja ára fresti.

Vinnuáætlun 2018-2020

Markmið

Markmið áætlunarinnar er að stuðla að skilvirkari og umhverfisvænni nýtingu auðlinda, vatns og hráefna auk þess að styðja við rannsóknir á loftslagsbreytingum. Áætlunin mun styðja við verndun vistkerfa og náttúruauðlinda og ábyrgri og sjálfbærri stýringu. Sjálfbærni í framleiðslu og notkun hráefna er einnig eitt helsta markmiðið, til að mæta þörf vaxandi mannfjölda í heiminum og halda nýtingu innan sjálfbærra marka náttúruauðlinda og vistkerfa jarðarinnar.

Áherslusvið

Umhverfisáætlunin styrkir rannsóknir og nýsköpun innan eftirtalinna áherslusviða:

  • Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og aðlögun að þeim
  • Verndun umhverfis með sjálfbærri stjórnun á nýtingu náttúruauðlinda, vatnsauðlinda, líf- og vistkerfa
  • Tryggja sjálfbæra framleiðslu hráefna sem ekki byggja á orku né landbúnaði
  • Greiða fyrir þróun grænna hagkerfa og samfélaga með vistvænni nýsköpun
  • Þróa heildstæð og sjálfbær eftirlits- og upplýsingakerfi fyrir umhverfið
  • Menningararfleifð

Fulltrúar Íslands í áætluninni

Stjórnarnefndarfulltrúi: Anna Kristín Daníelsdóttir, aðstoðarforstjóri Matís
Landstengill: Egill Þór Níelsson, sérfræðingur hjá Rannís.

Nánari upplýsingar um áætlunina og styrktegundir má finna á heimasíðu áætlunarinnar hjá framkvæmdastjórn ESB: Horizon 2020 - Climate Action, Environment, Resource Efficiency and Raw Materials.

Nánari upplýsingar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica