Víðtækari þátttaka

Fyrir hverja?

Allir lögaðilar (fyrirtæki og stofnanir) geta sótt um í  áætlunina svo lengi sem viðkomandi aðili kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi eða öðrum ríkjum sem hafa aukaaðild að áætluninni, sjá lista. Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðilar innan Evrópusambandinu til að sækja um styrki.

Til hvers?

Áætlunin styður við víðtækari þátttöku ríkja sem hingað til ekki tekið mjög virkan þátt í rammaáætlunum ESB og samvinnu þeirra við ríki sem geta deilt þekkingu sinni af þátttöku.
Heildarfjármagn áætlunarinnar er € 816 milljónir.

Umsóknarfrestir og vinnuáætlun

Í gildandi vinnuáætlun eru upplýsingar um verkefni sem hægt er að sækja um hverju sinni og umsóknarfresti innan áætlunarinnar. Vinnuáætlun er gefin út á tveggja ára fresti.

Vinnuáætlun 2018-2020

Hvert er markmiðið?

Markmið áætlunarinnar er að hvetja til víðtækari þátttöku í þeim Evrópulöndum sem hingað til hafa ekki tekið nægilega virkan þátt í rammaáætlunum ESB um rannsóknir og nýsköpun. Áætlunin veitir þeim tækifæri til að vinna með rikjum sem geta deilt þekkingu sinni og styður þannig við jafnræði innan evrópska rannsóknasvæðisins.

Áherslusvið

Áætlunin veitir styrki til verkefna sem miða að því að styðja við samvinnu landa sem hafa verið virk í rammaáætlunum ESB og landa sem hafa ekki tekið virkan þátt, auk þess að hvetja til skipulagsbreytinga innan rannsóknastofnanna sem leiða til víðtækara og virkara samstarfs innan evrópska rannsóknasvæðisins. Einnig verða veittir styrkir til stefnumótunarverkefna á þessu sviði.  

Fulltrúi Íslands í áætluninni

Landstengill: Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís

Nánari upplýsingar um styrktegundir og tengdar aðgerðir má finna á heimasíðu áætlunarinnar hjá framkvæmdastjórn ESB: Horizon 2020 - Spreading Excellence and Widening Participation.

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica