Vísindi í þágu samfélagsins

Fyrir hverja?

Allir lögaðilar (fyrirtæki og stofnanir) geta sótt um í  áætlunina svo lengi sem viðkomandi aðili kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi eða öðrum ríkjum sem hafa aukaaðild að áætluninni, sjá lista. Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðilar innan Evrópusambandinu til að sækja um styrki.

Til hvers?

Áætlunin styður við verkefni á sviði ábyrgra vísinda og nýsköpunar (Responsible Research and Innovation).  Heildarfjármagn áætlunarinnar er € 462 milljónir.

Umsóknarfrestir og vinnuáætlun

Í gildandi vinnuáætlun eru upplýsingar um verkefni sem hægt er að sækja um hverju sinni og umsóknarfresti innan áætlunarinnar. Vinnuáætlun er gefin út á tveggja ára fresti.

Vinnuáætlun 2018-2020 

Hvert er markmiðið?

Markmið áætlunarinnar er að hvetja til aukins samstarfs milli vísinda og samfélags, styðja við vísindamenntun og stuðla að samfélagsvitund innan vísinda- og nýsköpunargeirans. Áætlunin mun vinna að því allir hagsmunaaðilar, s.s vísindafólk, borgarar, stefnumótendur, fyrirtæki og samtök) vinni saman í gegnum allt vísinda- og nýsköpunarferlið til að vísindin svari betur þörfum samfélagins. Þessi nálgun kallast ábyrg vísindi og nýsköpun, eða Responsible Research and Innovation (RRI) og vonast ESB til að slík nálgun verði ástunduð sem víðast í vísindum og nýsköpun.

Áherslusvið

Áætlunin veitir styrki til verkefna innan eftirtalinna áherslusviða, sem öll teljast mikilvægur hluti af ábyrgum vísindum og nýsköpun (Responsible Research and Innovation):

  • Jafnrétti í vísindum og nýsköpun
  • Siðferði í vísindum og nýsköpun
  • Vísindamenntun
  • Þátttaka almennings í ábyrgum vísindum og nýsköpun
  • Ábyrg stjórnun vísinda og nýsköpunar
  • Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum

Fulltrúi Íslands í áætluninni

Landstengill: Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís

Nánari upplýsingar um styrktegundir og tengdar aðgerðir má finna á heimasíðu áætlunarinnar hjá framkvæmdastjórn ESB: Horizon 2020 - Science with and for Society.

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica