Stoð 2 - Áskoranir og samkeppnishæfni

Global Challenges and European Industrial Competitiveness

Fyrir hverja?

Háskóla, stofnanir, fyrirtæki og aðra lögaðila.

Allir lögaðilar (háskólar, fyrirtæki og stofnanir) geta sótt um í áætlunina svo lengi sem viðkomandi kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi, eða öðrum ríkjum sem hafa aukaaðild að áætluninni, sjá lista. Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir lögaðilar því jafnan rétt og aðrir innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.

Til hvers?

Markmiðið er að takast á við helstu áskoranir sem blasa við heiminum, efla samkeppnishæfni Evrópu sem byggir á stefnumótun ESB og markmiðum um sjálfbærni.

Stoðin býður upp á fjölmörg tækifæri fyrir háskóla, fyrirtæki og stofnanir í Evrópu til að stunda rannsóknir sem falla undir 6 skilgreinda klasa.

Vinnuáætlun liggur ekki fyrir en verður birt um leið og hún er opinber.

Umfang áætlunar: 52,7 milljarðar evra.

Hvert er markmiðið?

Markmiðið er að takast á við helstu áskoranir sem blasa við heiminum auk þess að efla samkeppnishæfni Evrópu sem byggir á stefnumótun ESB og markmið um sjálfbærni.

Hverjir geta sótt um?

Allir lögaðilar (háskólar, fyrirtæki og stofnanir) geta sótt um í áætlunina svo lengi sem viðkomandi aðili kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi og Lichtenstein, auk fleiri ríkja - listi! Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðilar innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.

Stoðin Áskoranir og samkeppnishæfni skiptist í 6 klasa:

  1. Heilbrigðisvísindi (Health)
  2. Félags- og hugvísindi (Culture, Creativity and Inclusive Society)
  3. Samfélagslegt öryggi (Civil Security for Society)
  4. Stafræn tækni, iðnaður og geimur (Digital, Industry and Space)
  5. Loftslagsmál, orka og samgöngur (Climate, Energy and Mobility)
  6. Fæðuöryggi, lífhagkerfið, náttúruauðlindir, landbúnaður og umhverfismál (Food, Bioeconomy, Natural Resources, Agriculture and Environment)

Sameiginlega rannsóknamiðstöð klasanna (Joint Research Centre)
Þetta vefsvæði byggir á Eplica