Máltæknisjóður

Fyrir hverja?

Einstaklinga, félög, stofnanir, og aðra sem vinna að íslenskri máltækni.

Til hvers?

Styðja við verkefni á sviði máltækni i því skyni að gera íslensku gjaldgenga í stafrænni upplýsingatækni og stuðla að notkun hennar á þeim vettvangi með því að nota tölvur og aðra tækni til að greina tal og texta. Allt að 40 m. kr. verður úthlutað úr Máltæknisjóði árið 2017, og er umsækjendum heimilt að sækja um allt að 40 m. kr. fyrir einstök verkefni.

Umsóknarfrestur

Það verður ekki veitt sérstaklega úr Máltæknisjóði á meðan Markáætlun í tungu og tækni er í gangi; fjármagn sjóðsins rennur til markáætlunar.

EN

Hvert er markmiðið?

Tilgangur sjóðsins er annars vegar að efla og vernda íslenska tungu og hins vegar að auðvelda nýtingu nýrrar samskiptatækni í íslensku samfélagi, til hagsbótar almenningi, stofnunum og fyrirtækjum.

Hverjir geta sótt um?

Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir sem vinna á sviði íslenskrar máltækni.

Skilyrði úthlutunar

Samkvæmt úthlutunarreglum geta eftirfarandi verkefni verið styrkt:

  • Rannsóknarverkefni þar sem þróaðar eru nýjar aðferðir á sviði máltækni eða þekktar aðferðir aðlagaðar íslensku máli.
  • Þróunarverkefni þar sem tiltekinn máltæknibúnaður (hugbúnaður eða vélbúnaður) er þróaður fyrir íslensku til almennra nota.
  • Hagnýtingarverkefni sem miða að því að þróa máltæknibúnað og máltækniumhverfi fyrir tilteknar aðstæður eða notkun.
  • Innviðaverkefni, t.d. uppbygging og viðhald mállegra gagnasafna svo sem orðasafna, textasafna, hljóðsafna o.fl.

Einnig hefur stjórn sett viðmið um mat sem verður framkvæmt af erlendum sérfræðingum. Sækja viðmiðin - pdf skjal.

Hvernig er sótt um?

Umsóknir skulu gerðar á eyðublöð sjóðsins sem eru hægt að nálgast í umsóknakerfi Rannís

Með umsókn þarf að fylgja " verkefnislýsing umsóknar ". Útfyllt verkefnislýsing er hlaðin inn  (e. uploaded) í lið 4 í rafræna umsóknarkerfinu (e. proposal attachment). Heiti skrár skal vera "maltaeknisjodur_2017_nafnumsækjanda". Dæmi: "malteknisjodur_2017_sigurdur.oli.sigurdsson".

Best er að vinna umsóknina í vöfrunum Firefox eða Chrome.

Styrkþegar skulu gera grein fyrir ráðstöfun styrkjafjársins innan árs frá móttöku. Lokagreiðsla fer ekki fram nema slík greinagerð hafi borist.

Information about the fund in English

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica