Markáætlun um öndvegissetur og klasa 2009 - 2015

Fyrir hvern?

Samstarf innan íslensks vísinda- og nýsköpunarsamfélags, þar sem háskólar, fyrirtæki og rannsóknastofnanir vinna saman á ákveðnu fræðasviði.

Til hvers?

Til að efla rannsóknir og nýsköpun og hvetja til samvinnu ólíkra aðila innanlands og í alþjóðlegu samhengi, til að ýta undir verðmætasköpun og fjárfestingu í rannsóknum í atvinnulífinu.

Umsóknarfrestur

Ekki er opið fyrir umsóknir í markáætlun eins og er. Núverandi markáætlun styður við rannsóknaklasa og öndvegissetur 2009-2015.


Rannsóknaklasar og öndvegissetur

Núgildandi markáætlun styður við þrjá rannsóknaklasa og öndvegissetur. Hægt er að smella á heiti verkefnanna til að fá nánari upplýsingar um þau:

  • GEORG - Geothermal Research Group / alþjóðlegur rannsóknaklasi á sviði jarðhita
  • Vitvélastofnun Íslands - Icelandic Institute for Intelligent Machines
  • EDDA - öndvegissetur í jafnréttis- og margbreytileikarannsóknum

Hvert er markmið markáætlunar?

Markmiðið er að efla rannsóknir og nýsköpun, hvetja til árangursríkrar samvinnu ólíkra aðila innanlands og í alþjóðlegu samhengi og ýta undir verðmætasköpun og fjárfestingu í rannsóknum í atvinnulífinu. Rannsóknaklasar og öndvegissetur sem hljóta styrk úr markáætlun, eiga að hafa möguleika til að verða framúrskarandi í alþjóðlegu samhengi.

Hverjir geta sótt um?

Íslenskt vísindasamfélag getur lagt fram hugmyndir að rannsóknaklösum eða öndvegissetrum sem taka mið af ákveðnum áherslum sem koma fram í viðeigandi ályktunum Vísinda- og tækniráðs.

Hvenær verður næsta markáætlun?

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um nýja markáætlun, en upplýsingar munu birtast hér ef ákveðið verður að auglýsa eftir umsóknum í markáætlun.

Nánari upplýsingar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica