Norface

Fyrir hverja?

Norface er fyrir vísindafólk er vinnur að rannsóknum á sviði félagsvísinda.

Til hvers?

Tilgangur Norface er að stuðla að samstarfi í rannsóknum í félagsvísindum innan Evrópu, m.a. með því að bjóða upp á rannsóknastyrki til ákveðinna viðfangsefna.

Umsóknarfrestur

Ekki er enn hægt að staðfesta um næsta umsóknarfrest en það verður tilkynnt um leið og það liggur fyrir. 


Hvað er Norface?

NORFACE (New Opportunities for Research Funding Agency Co-operation in Europe) er sk. ERA-net, og er samstarfsvettvangur rannsóknaráða og rannsóknasjóða frá 16 löndum á sviði félagsvísinda.

Hvert er markmiðið?

Markmið NORFACE er að stuðla að samstarfi rannsókna- og vísindaráða innan Evrópu með því að setja upp sameiginlega rannsóknasjóði innan félagsvísinda með áherslu á ákveðin viðfangsefni hverju sinni. NORFACE styrkir félagsvísindi og rannsóknir í félagsvísindum á Evrópska rannsóknarsvæðinu og innan Horizon 2020, rammaáætlunar ESB um rannsóknir og nýsköpun. NORFACE hvetur til samstarfs með því að auðvelda leit að samstarfsaðilum á sama fræðasviði og stuðlar þannig að auknum sýnileika og virkni félagsvísinda.

Hverjir geta tekið þátt? 

Vísindafólk sem starfar að rannsóknum á sviði félagsvísinda. Innan NORFACE eru skilgreind forgangsatriði og sameiginlegum sjóðum komið á fót samkvæmt því. 

Þátttökulönd

Krafist er samstarfs minnst þriggja aðildarlanda NORFACE í hverri umsókn. 

Eftirtalin lönd eru aðilar að NORFACE: Austurríki, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Holland, Írland, Ísland, Kanada, Litháen, Noregur, Pólland, Portúgal, Slóvenía, Svíþjóð, Sviss og Þýskaland.  
Þetta vefsvæði byggir á Eplica