Umsýsla og skýrsluskil

Greiðsla hvers styrkárs skiptist í þrennt frá og með styrkárinu 2016 (áður fernt): 

  • Fyrsta greiðsla hvers árs (40%) fer fram við undirritun samnings. 
  • Önnur greiðsla (40%) fer fram í september. 
  • Lokagreiðsla (20%) er greidd þegar þegar ársskýrsla/lokaskýrsla hefur verið samþykkt .

Þegar ársskýrsla hefur verið samþykkt er samningur næsta árs sendur verkefnisstjórum. Starfsfólk Rannís fer yfir ársskýrslur og lokaskýrslur og kemur tilmælum um áframhaldandi styrk til stjórnar Rannsóknasjóðs. Stjórn sjóðsins og starfsfólki Rannís er heimilt að fara fram á viðbótargögn frá styrkþegum ef nauðsyn þykir. Stjórn Rannsóknasjóðs og starfsfólk Rannís getur falið viðeigandi fagráði yfirferð framvinduskýrslu.

Ársskýrslur

Fyrir 10. janúar hvers árs skal skila ársskýrslu um framvindu verksins á árinu á undan. Í henni ber að gera grein fyrir öllum mikilvægum breytingum á verkefni eða staðfesta að áætlun hafi verið fylgt. Einnig skal skila kostnaðaráætlun næsta styrkárs. 

Athugið að í nýjustu útgáfunni frá því í nóvember 2016 hefur verið bætt einum dálki í töflu 1 þar sem færa skal hveru stór hluti af styrknum var nýttur á árinu og í töflu 2 er nú hægt að gera grein fyrir færslu milli ára. Heildarkostnaður (total cost) í töflu 2 skal vera áætlaður raunkostnaður á árinu og hluti af yfirfærðum styrk getur síðar færst yfir á þriðja ár. 

Lokaskýrslur

Þegar verkefni er lokið skulu verkefnisstjórar skila lokaskýrslu, ekki þarf að skila ársskýrslu fyrir lokastyrkárið. Lokaskýrslu skal skila eigi síðar en ári eftir að lokastyrkári lýkur. Í lokaskýrslu er gerð grein fyrir vinnu við verkefnið, afrakstri þess og niðurstöðum. Lokagreiðsla fer fram að loknu mati nema fram komi alvarlegar athugasemdir við skýrsluna. Mat á lokaskýrslu verður haft til hliðsjónar sæki verkefnisstjóri um styrk til nýrra verkefna úr sjóðnum. 

Athugið að í nýjustu útgáfunni frá því í nóvember 2016 eru tvær töflur varðandi fjármál það er ein fyrir síðasta árið og ein fyrir verkefnið í heild. Hreyfingarlisti eða tilsvarandi yfirlit skal fylgja lokaskýrslu. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica