Tækniþróunarsjóður

Stefnumótun Tækniþróunarsjóðs

Sjóðurinn hefur verið að móta nýja stefnu og kemur hún til framkvæmdar á þessu ári. Meginmarkmið með nýrri stefnumótun er að gera sjóðinn skilvirkari og opnari fyrir fleiri og fjölbreyttari umsóknum frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum.

Styrkjaflokkar sem áætlað að verið í boði haustið 2016:

Einkaleyfisstyrkur

Tegund verkefnis:

Undirbúningur og innlögn                                       

  • Forgangsréttarumsóknar
  • Alþjóðleg umsókn
Markhópur

Háskólar
Stofnanir
Lítil og meðalstór fyrirtæki
Einstaklingar

Hámarkslengd verkefnis: Staðfesting gildir til eins árs
Hámarksstyrkur:

300 þ.kr. vegna forgangsréttarumsóknar

1,2 m.kr. vegna alþjóðlegrar umsóknar

Mótframlagskrafa: 50%
Leyfilegur markaðskostnaður af styrkupphæð: 0%
Fellur styrkur undir minniháttaraðstoð (De minimis): Nei

 

Hagnýt rannsóknaverkefni

Tegund verkefnis: Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu.
Markhópur

Háskólar

Opinberar rannsóknastofnanir

Opinber hlutafélög

Hámarkslengd verkefnis: 3 ár
Hámarksstyrkur: 15 m.kr. á ári
Mótframlagskrafa: 20% (ef samstarfsfyrirtæki, þá þurfa þau að uppfylla reglur ESA um mótframlag, 20-35%)
Leyfilegur markaðskostnaður af styrkupphæð: 0%
Fellur styrkur undir minniháttaraðstoð (De minimis): Nei

 

Fyrirtækjastyrkur – fræ

Tegund verkefnis: Hugmynd eða verkefni á frumstigi                        
Markhópur

Einstaklingar
Fyrirtæki, 5 ára eða yngri

Hámarkslengd verkefnis: 5 mánuðir
Hámarksstyrkur: 1,5 m.kr.
Mótframlagskrafa: 0%
Leyfilegur markaðskostnaður af styrkupphæð: 0%
Fellur styrkur undir minniháttaraðstoð (De minimis):

 

Fyrirtækjastyrkur – sproti

Tegund verkefnis: Þróunarverkefni á frumstigi                                    
Markhópur

Einstaklingar*
Fyrirtæki, 5 ára eða yngri

Hámarkslengd verkefnis: 2 ár
Hámarksstyrkur: 10 m.kr. á ári
Mótframlagskrafa: 0%
Leyfilegur markaðskostnaður af styrkupphæð: 10%
Fellur styrkur undir minniháttaraðstoð (De minimis):

* Einstaklingar þurfa að stofna fyrirtæki um verkefnið áður en skrifað er undir samning við sjóðinn.

 

Fyrirtækjastyrkur – vöxtur

Tegund verkefnis: Þróunarverkefni og tengd markaðssetning
Markhópur Lítil og meðalstór fyrirtæki
Hámarkslengd verkefnis: 2 ár
Hámarksstyrkur: 25 m.kr. á ári
Mótframlagskrafa: Í samræmi við reglur ESA um opinberan stuðning til fyrirtækja
Leyfilegur markaðskostnaður af styrkupphæð: 20%
Fellur styrkur undir minniháttaraðstoð (De minimis): Nei

 

Fyrirtækjastyrkur – sprettur

Tegund verkefnis: Þróunarverkefni og tengd markaðssetning
Markhópur Lítil og meðalstór fyrirtæki
Hámarkslengd verkefnis: 2 ár
Hámarksstyrkur: 35 m.kr. á ári
Mótframlagskrafa: Í samræmi við reglur ESA um opinberan stuðning til fyrirtækja. Sérstakar kröfur verður gerð um fjárhagslegt bolmagn styrkþega.
Leyfilegur markaðskostnaður af styrkupphæð: 25%
Fellur styrkur undir minniháttaraðstoð (De minimis): Nei

 

Markaðsstyrkur

Tegund verkefnis: Markaðssetning tengd þróunarverkefni
Markhópur Lítil og meðalstór fyrirtæki og að lágmarki 10% R&Þ af veltu eða efnahagsreikningi
Hámarkslengd verkefnis: 1 ár
Hámarksstyrkur: 10 m.kr.
Mótframlagskrafa: 50%
Fellur styrkur undir minniháttaraðstoð (De minimis):Þetta vefsvæði byggir á Eplica