Árangursstjórnunarsamningur

""Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís og Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, undirrituðu, 24. apríl 2013, árangursstjórnunarsamning milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Rannsóknamiðstöðvar Íslands, Rannís.

Hér er hægt að lesa samninginn.

Samningurinn kveður á um gagnkvæmar skyldur ráðuneytisins og Rannís við útfærslu á hlutverki stofnunarinnar, en tilgangurinn er að festa í sessi ákveðið samskiptaferli og upplýsingamiðlun ásamt því að leggja grunn að áætlanagerð og mati á árangri í starfsemi Rannís.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica