Rannís óskar eftir að ráða sérfræðing í fullt starf á alþjóðasvið stofnunarinnar. Athugið að umsóknarfrestur var til 6. janúar 2019.
Starfið felur meðal annars í sér að hafa umsjón með Uppbyggingasjóði EES, vera landstengiliður fyrir undiráætlanir Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB og taka virkan þátt í erlendum samstarfsverkefnum.
Einnig er um að ræða þátttöku í kynningarmálum og skipulagningu viðburða í samstarfi við sviðsstjóra og aðra starfsmenn sviðsins. Starfið felur í sér töluverð ferðalög.
Starfssvið:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Upplýsingar
um starfið veitir Aðalheiður Jónsdóttir , sviðsstjóri alþjóðasviðs, í síma 515
5806.
Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2019. Ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf og afrit prófskírteina.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur úr, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.
Við ráðningu í starfið verður tekið mið af jafnréttisáætlun Rannís. Laun greiðast samkvæmt viðeigandi kjarasamningi við fjármálaráðuneytið.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.
Rannís er líflegur vinnustaður með nálægt 50 sérfræðingum sem starfa eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir,nýsköpun, menntun og menningu og styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Rannís greinir og kynnir áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu.