Mats- og greiningarstarf

Rannís annast mats- og greiningarstarf, svo sem gagnaöflun, úrvinnslu, greiningu og miðlun upplýsinga um vísindarannsóknir, tækniþróun og nýsköpun.

Rannís gerir athuganir á íslenska þekkingarsamfélaginu, innviðum þess og þróun, auk þess að meta áhrif vísinda og nýsköpunar á samfélagið. Gerðar eru bæði sviðs- og svæðisbundnar athuganir sem ná til vísinda, vísindamenntunar, tækniþróunar, nýsköpunar og tengdra sviða. 

Rannís tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi um umfang, stöðu og þróun vísinda, tækni og nýsköpunar auk tengdra málefna. Sem dæmi um alþjóðlegan samstarfsvettvang má nefnda OECD, Eurostat, ESB og ýmsar norrænar stofnanir.

Notkun á efni og tölum sem fram koma á síðum greiningarsviðs er öllum heimil. Við biðjum notendur þó um geta ávallt uppruna heimildar (Rannís eða aðrar stofnanir).

Þetta vefsvæði byggir á Eplica