Mats- og greiningarstarf

""Rannís annast mats- og greiningarstarf, svo sem gagnaöflun, úrvinnslu, greiningu og miðlun upplýsinga um vísindarannsóknir, tækniþróun og nýsköpun.

Rannís gerir athuganir á íslenska þekkingarsamfélaginu, innviðum þess og þróun, auk þess að meta áhrif vísinda og nýsköpunar á samfélagið. Gerðar eru bæði sviðs- og svæðisbundnar athuganir sem ná til vísinda, vísindamenntunar, tækniþróunar, nýsköpunar og tengdra sviða. 

Rannís tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi um umfang, stöðu og þróun vísinda, tækni og nýsköpunar auk tengdra málefna. Sem dæmi um alþjóðlegan samstarfsvettvang má nefnda OECD, Eurostat, ESB og ýmsar norrænar stofnanir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica