Nýsköpunarvog

Community Innovation Survey (CIS)

Það skiptir miklu máli fyrir opinbera stefnumótun í nýsköpun að til séu góðar og samanburðarhæfar upplýsingar um stöðu mála. Í könnun Rannís, svokallaðri Nýsköpunarvog, er ýmissa gagna um nýsköpunarvirkni íslenskra fyrirtækja aflað með reglulegu millibili. 

Ísland er eitt fjölmargra Evrópulanda sem framkvæmir þessa könnun og vinnur í nánu samstarfi við Hagstofu Evrópusambandsins um þróun aðferðafræði og úrvinnslu niðurstaðna.  Niðurstöðurnar eru langveigamestu upplýsingarnar sem löndin hafa til að fylgjast með þróun og áhrifum nýsköpunar í heimalöndunum og jafnframt mikilvægt tæki til alþjóðlegs samanburðar.

Í Nýsköpunarvoginni er m.a. fjallað um nýsköpunarverkefni fyrirtækja, og þá út frá tegundum verkefnanna því þeim er skipt niður í svokallaða afurða-, aðferða-, markaðs- og skipulagsnýsköpun.  Einnig er sérstaklega fjallað um nýsköpun í þágu umhverfisins.  Fjallað er um útgjöld til nýsköpunar, markmið með nýsköpuninni og einnig nýsköpunarverkefni sem ekki hafa fengið farveg innan fyrirtækjanna.

Aðferðir við öflun og úrvinnslu gagna eru byggðar á handbók OECD og Eurostat um nýsköpun (Oslo Manual).

Þegar úrvinnslu úpplýsinganna lýkur í hvert sinn er gefið út hefti með helstu niðurstöðum.  Hægt er að nálgast útgáfur á heimasíðu Rannís.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica