Rannsóknaþing 2021 og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs
Hvenær: Fimmtudaginn 9. september kl. 13:00-14:00.
Hvar: Þingið er í beinni útsendingu í streymi.
Á þinginu verður sjónum beint að árangri í rannsóknum og nýsköpun til framtíðar. Ennfremur verða Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs veitt vísindamanni sem þykir hafa skarað fram úr snemma á ferlinum og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi.