Rannís tekur þátt í UTmessunni 2021

UTmessan er haldin 1. - 6. febrúar 2021 í rafheimum. Rannís tekur þátt í ráðstefnudeginum föstudaginn 5. febrúar. Við kynnum helstu sjóði og verkefni til nýsköpunar og þróunar sem eru í umsjón Rannís. Hægt verður að spjalla við starfsfólk í beinni og fá svör við spurningum.

Á þessari síðu færðu upplýsingar um styrki Rannís, getur spjallað við okkur í spjall boxinu og/eða sent okkur póst. Við erum hér til að svara þínum spurningum.


Þú getur spjallað við okkur í spjall
-boxinu föstudaginn 5. febrúar frá kl. 9-15.


Fjármögnun til framúrskarandi nýsköpunar

Í fjórða þættMynd af Katrínui UT hlaðvarps Ský spjalla þáttastjórnendur við Katrínu Jónsdóttur, sérfræðing hjá RANNÍS. Katrín sérhæfir sig í Evrópustyrkjum og að hjálpa fyrirtækjum að finna næstu skref til þess að fara út fyrir landsteinana - hlusta á hlaðvarpsþátt.

Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify, Apple Podcast, Soundcloud og UTmessan.is

Yfirlit yfir sjóði og verkefni í umsjón Rannís sem kynnt eru á UTmessunni:

Smelltu á plúsinn til að sjá frekari upplýsingar.

Tækniþróunarsjóður • Fyrirtækjastyrkur Fræ

Fyrirtækjastyrkur Fræ hefur það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem getur leitt af sér stærra þróunarverkefni.

Fyrir hverja?

Fyrirtæki yngri en 5 ára og einstaklinga.

Til hvers?

Fræið hefur það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem getur leitt af sér stærra þróunarverkefni.

Tengiliðir:

SJÁ NÁNAR

Tækniþróunarsjóður • Fyrirtækjastyrkur Sproti

Sproti er ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi.

Fyrir hverja?

Ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla.

Til hvers?

Sproti er ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi.

Tengiliðir:

SJÁ NÁNAR

Tækniþróunarsjóður • Fyrirtækjastyrkur - Markaðsstyrkur

Fyrir hverja?

Markaðsstyrkur er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af veltunni til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári.

Til hvers?

Hægt er að sækja um styrk vegna sérstaks markaðsátaks en einnig uppbyggingu innviða fyrirtækisins sem tengjast sókn á markaði.

Hámarksstyrkur: Styrkur getur numið allt að 10 m.kr.

Mótframlag: Að lágmarki 50% af heildarkostnaði við verkefnið.

Hámarks lengd verkefnis: 1 ár

Tengiliðir:

Sjá nánar

Tækniþróunarsjóður • Fyrirtækjastyrkur Vöxtur og Sprettur

Vöxtur er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar. Sprettur er öndvegisstyrkur innan Vaxtar.

Fyrir hverja?

Lítil og meðalstór fyrirtæki.

Til hvers?

  • Vöxtur er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar.
  • Sprettur er öndvegisstyrkur innan Vaxtar.

SJÁ NÁNAR

Tengiliðir:

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Styrkir til háskóla og rannsóknarstofnana til að ráða stúdenta í grunn- og meistaranámi til sumarvinnu við rannsóknarverkefni.

Fyrir hverja?

Háskólanema í grunn- og meistaranámi. Umsjónarmenn innan háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja geta sótt í sjóðinn án þess að hafa fundið nema.

Til hvers?

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum.

EN

SJÁ NÁNAR

Tengiliður:

Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna

Markmiðið er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni.

Fyrir hverja?

Fyrirtæki sem eru eigendur rannsókna- eða þróunarverkefna. Háskólar og stofnanir teljast ekki fyrirtæki í skilningi þessara laga.

Til hvers?

Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti skv. lögum nr. 152/2009. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður frádráttur, eða lögaðila ekki ákvarðaður tekjuskattur vegna skattalegs taps, þá er frádrátturinn greiddur út.

Umsóknarfrestur

Vegna nýrra verkefna: 1. október ár hvert.

Vegna framhaldsumsókna: 1. apríl ár hvert.

Tengiliður:

Sjá nánar 

Enterprise Europe Network

Enterprise Europe Network á Íslandi aðstoðar lítil og meðalstór fyrirtæki, auk háskóla og opinbera aðila, gegnum stærsta viðskiptatengslanet heims.

Hjá Enterprise Europe Network starfa um 3000 sérfræðingar á yfir 600 stöðum í fleiri en 60 löndum og í öllum heimsálfum. Með sérþekkingu á alþjóðlegum mörkuðum og tengslanet í allri Evrópu og víðar, aðstoðum við fyrirtæki við að komast á nýja markaði. Við aðstoðum fyrirtæki að komast í erlent samstarf hvort sem það er rannsóknarsamstarf eða viðskiptasamstarf í gegnum okkar víða tengslanet um allan heim. Við veitum sérsniðna aðstoð sem auðveldar fyrirtækjum sókn á nýja markaði og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Sérfræðingar okkar hafa þekkingu og reynslu til að veita fyrirtækjum sérsniðna aðstoð við nýsköpun og til vaxtar.

Við störfum náið með Rannís og tökum vel á móti ykkur.

Þjónusta okkar er gjaldfrjáls.

Tengiliðir:

Sjá nánar

European Innovation Council - styrkir framúrskarandi nýsköpun

Markmið EIC er að veita áhættumikilli nýsköpun með sérstaka áherslu á byltingakennda tækni og markaðsmöguleika, styrki til að vinna að og þróa þessi framúrskarandi verkefni.

Fyrir hverja?

Styrkjunum er skipt í tvo hluta. Annar er fyrir framúrskarandi rannsóknir á frumstigi og hinn ætlaður litlum og meðalstórum fyrirtækjum í framúrskarandi nýsköpun sem eru nálægt markaði.

Sjá nánar

Nánari upplýsingar fást hjá starfsfólki Enterprise Europe Network . Einnig getið þið fundið upplýsingar á heimasíðu EIC  á ensku. 

Tengiliðir:

Yfirlit yfir alla samkeppnissjóði á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar sem Rannís hefur umsjón með frá A - Ö.

Um Rannís

Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Rannís styður þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Einnig að greina og kynna áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu. Rannís hefur umsjón með 21 helstu samkeppnissjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar og menningar á Íslandi, auk samstarfsáætlana ESB og norrænna áætlana sem veita styrki til samstarfsverkefna, náms og þjálfunar.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica