Stefnumót við vísindafólk!

Sýnendur á Vísindavöku 2019

Miðpunktur Vísindavöku er sýningarsvæðið, þar sem gestir geta hitt vísindafólk og kynnst viðfangsefnum þess á fjölmörgum sýningarbásum. Hér er hægt að kynna sér verkefnin sem kynnt verða á Vísindavökunni.

Hér að neðan eru upplýsingar um þátttakendur á Vísindavökunni 2019.

Smellið á plúsinn við heiti hvers sýnenda til að fá nánari upplýsingar!


Bláa Lónið - Einstök náttúruauðlind

Rannsóknar- og þróunardeild Bláa Lónsins kynnir starfsemi sína. Rannsóknir á virkum efnum jarðsjávar Bláa Lónsins.

Vefsíða Bláa lónsins

Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins - Viltu fikta?

Bókasöfn víða um heim veita opinn aðgang að nútímatækni og tækjabúnaði. Þessi þjónusta gengur undir nafninu „makerspaces“ og vísar í opin sköpunarrými þar sem fólk er hvatt til að prófa sig áfram, skapa og uppgötva nýja hluti. Hjá okkur á Borgarbókasafninu í Gerðubergi eru Raspberry Pi tölvur, MakeyMakey, LittleBits, 3D prentari, barmmerkjavél og vínylskeri. Svæðið er opið fyrir gesti, bæði unga og aldna, og öllum er frjálst að koma og fikta á Tilraunaverkstæðinu á eigin spýtum. En ef þetta hljómar of flókið, þá er hægt að kynnast þessum tækjum með aðstoð leiðbeinanda á smiðjum okkar og á vikulegum viðburðum sem kallast Fiktdagar, þar sem við útskýrum þetta allt á mannamáli!

Vefsíða Borgarbókasafns

Breather Ventilation - Þynnsta loftræsikerfi í heimi

Loftræstikerfi sem sparar orku og tryggir bestu loftgæði án þess að taka nokkuð pláss. Ný íslenskt uppfinning sem sparar orku og gerir inniloft húsa heilnæmt. Byltingakennd ný lausn sem byggir á nýrri tegund af prentuðum mótor og nýrri tegund blásara sem fyrirtækið hefur þróað.

Orkuveita Reykjavíkur og Carbfix

Breytum gasi í grjót.

Vefsíða CarbFix

Erki tónlist - CalmusComposer: Viltu verða tónskáld á 60 sekúndum?

Erki tónlist kynnir Calmus Composer, byltingakenndan hugbúnaður sem semur og spilar fjölbreytta tónlist í rauntíma. Hugbúnaðurinn byggir á gervigreind sem gerir notandanum - tónskáldinu kleift að vinna út frá sínum eigin forsendum en hugbúnaðurinn getur breytt um stíl og stefnur í ferlinu. Í CalmusComposer eru helstu tónsmíða-aðaferðir forritaðar inn í kjarnann sem auðveldar tónskáldinu að semja tónlist með einföldum hætti. Þannig gefst almenningi kostur á að semja fjölbreytta tónlist með nýjum hætti. 

Vefsíða Erki tónlist

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn og Grasagarður Reykjavíkur - Lífveruleit!

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn og Grasagarður Reykjavíkur bjóða gestum að setja sig í spor vísindamannsins, leita að lífverum og rannsaka hvað þær hafast að.

Hafrannsóknastofunun - Frá vanti til hafs

Hafrannsóknastofnun mun segja frá lífverum sem nýta bæði ferskvatns- og sjávarvist. Sumir ferskvatnsfiskar alast upp í ám og vötnum en ganga síðar til sjávar og á þeirri farleið breytist bæði fæða og líkamsstarfssemi þeirra umtalsvert. Á meðan laxinn ferðast á dýpri sjávarmið heldur bleikjan og urriðinn sig í grunnum strandsjó. Þar er einnig að finna ýmsa sjávarfiska og seiði s.s. marhnút, ufsa, þorsk og ýmsa flatfiska sem sækja í skjólgóðan og fæðuríkan strandsjóinn. Uppleyst súrefni er lykilbreyta þegar kemur að því að meta ástand sjávar á strandsvæðum. Við munum sýna hvernig uppleyst súrefni er mælt með litgreiningu og kynna niðurstöður mælinga á súrefni í strandsjó í Arnarfirði

Vefsíða Hafrannsóknastofnunar

Háskóli Íslands - Vísindaveisla í Höllinni, skoðaðu úrval rannsóknarefna frá fjölbreyttum fræðasviðum!

Sjá vefsíðu: Háskóli Íslands

  • Verk- og náttúruvísindasvið - Íslenski haförninn, greining á erfðabreytileika. Íslenska haferninum var nærri útrýmt í byrjun síðustu aldar þegar hann taldi aðeins um 20 pör. Þrátt fyrir friðun 1914 stækkaði stofninn ekki að ráði fyrr en um 1970 eftir að notkun refaeiturs var bönnuð. Frjósemi arnanna er hinsvegar lág og minni en í nágrannalöndunum. Verkefnið miðar að því að rannsaka áhrif stofnstærðar á erfðabreytileika, þróun og á æxlunarárangur lítilla stofna. Athuguð verða erfðamengi hafarna frá Íslandi og frá nágrannalöndunum, bæði frá byrjun síðustu aldar og frá síðustu tveimur áratugum.
  • Legó vélmennakeppni - Þjarkur leysir þrautir. Legó vélmennin leysa ögrandi þrautir og takast á við stórar áskoranir.
  • Vísindavefurinn - Viltu vita meira? Vísindavefur Háskóla Íslands er uppspretta forvitnilegra og fræðandi staðreynda um allt mögulegt og ómögulegt milli himins og jarðar.

  • Vísindasmiðja HÍ - Leikur að vísindum. Tæki og tól fyrir alla fjölskylduna. Óvæntar uppgötvanir, snjallar tilraunir, syngjandi skál og listræn róla. Búðu til þitt eigið vasaljós, smíðaðu vindmyllu, leiktu á furðuleg hljóðfæri.
  • Menntavísindasvið - Þetta er ekki oj, þetta er dýr! Notkun myndmiðlunar til að efla áhuga og þekkingu fjölbreytts nemendahóps á lífvísindum.
  • Verk- og náttúruvísindasvið - Sandkassatilraunir með eldfjöll og jarðskorpuhreyfingar. Stillt verður upp aflögunartilraunum í litlum sandkössum þar sem gestir geta búið til öskjur í eldfjöllum, misgengi, flekahreyfingar, kvikuinnskot, skriðuhreyfingar o.fl. Tengt verður við mælingar á sambærilegum raunverulegum atburðum, t.d. eldgosið í Holuhrauni, sig í jarðhitakerfum, myndun kvikukerfa, jarðskjálftar, myndun fjallgarða í árekstri jarðskorpufleka. Raunveruleg mælitæki til mælinga á jarðskorpuhreyfingum verða sýnd.
  • Læknadeild - Augað og súrefnismælingar í augnbotnum. Með sérstökum myndavélum er hægt að skoða sjónhimnu augans og þar er hægt að skoða bæði taugakerfi og sérstakt æðakerfi. Augað líkist á margan hátt myndavél. Augað og heilinn búa saman til mynd af umhverfinu sem yfirleitt er í góðu samræmi við raunveruleikann. Með einföldum og skemmtilegum tilraunum er þó hægt að sýna að frá því eru frávik og að heilinn bæði túlkar og fyllir í eyður.
  • Sagnfræði- og heimspekideild - Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð: tekist á um þátttöku borgaranna, vald stofnana og sameiginleg gæði. Hvaða lærdóma má draga af íslenska stjórnarskrárferlinu sem hófst árið 2010? Fjallað er um vinnu Stjórnalagaráðs, sem afhenti Alþingi drög að nýrri stjórnarskrá árið 2011, og sömuleiðis um tilraunir til að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á árunum 2018 til 2025. Einnig eru fræðilegar forsendur þessarar endurskoðunar teknar til rækilegrar skoðunar. Verkefnið sameinar nákvæma rannsókn á vinnu Stjórnlagaráðs og umræðu um þær kenningar á sviði rökræðulýðræðis og þekkingarmiðaðs lýðræðis sem lágu að baki þessari vinnu auk þess sem Stjórnlagaráð hefur haft áhrif á kenningarnar sjálfar. Þessi bakgrunnur er svo nýttur til að fylgjast með og fjalla um yfirstandandi tilraunir til að hafja endurskoðun stjórnarskrár á nýjan leik með aðkomu almennings.
  • Félagsráðgjafadeild - Tengsl og tilvera. Við kynnum rannsóknir í félagsráðgjöf sem tengjast tengslum og tilveru. Auk þess að sýna tækni sem notuð er í tengslavinnu/viðtölum félagsráðgjafa.
  • Verk- og náttúruvísindasvið - Heimur hvalanna: Fjölbreyttar hvalarannsóknir á Íslandi! Við Ísland er að finna fjölbreyttar tegundir hvala sem hver um sig er stórmerkileg. Rannsóknum á atferli og vistfræði þessara mögnuðu sjávarspendýra hefur fleygt fram á Íslandi síðustu árin sem hefur gefið dýpri innsýn inn í lifnaðarhætti þeirra. Hvalir dvelja um 90% ævi sinnar neðansjávar sem reynir á hugvitið við þróun rannsóknaraðferða en tækniþróanir síðasta áratuginn hafa snaraukið möguleika til hvalarannsókna. Ein þeirra aðferða sem hefur reynst sérstaklega vel er notkun neðasjávarhljóðupptaka þar sem hvalir nýta hljóð í sínum daglegu athöfnum. Í undirdjúpunum nýtist hljóðmyndunin hvölunum til að greina umhverfi sitt, rata og til samskipta. Sú aðferð hefur skilað okkur mikilli þekkingu á atferli hvala við Ísland, sem dæmi um afurðir þessara rannsókna er aukin þekking á margslungnum söngvum hnúfubakstarfanna sem þeir syngja hástöfum á veturna á mökunartímanum, hin einstöku kallmerki háhyrninganna sem sum hver hafa aðeins heyrst við Íslandsstrendur og viðbrögð djúpköfunarhvala við hljóðmengun á hafi úti.
  • Efnafræði - Dularfullar efnablöndur. Litríkar lausnir og hressilegir hvellir! Efnafræðin svíkur engan.
  • Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild - Samfélagsleg nýsköpun. Hvernig getur tæknin hjálpað heyrnalausu fólki að hlusta á tónlist? Hvaða tækni nýtist við að gasa lífrænan úrgang?
  • Mannfræði - Íslensk sjálfsmynd í kreppu. Rannsókn um sjálfsmyndarsköpun á Íslandi í útrás og hruni og ímynd lands og þjóðar út á við. Hvaða spurningar vakti efnahagshrunið upp varðandi stöðu Íslands sem þjóð meðal þjóða? Hvernig tengist vörumerkjavæðing Íslands hvítleika og kyni?
  • Menntavísindasvið - Skapandi skólastarf. Hér verða tvö verkefni kynnt, annars vegar Makey: Makerspaces in the early years, og hins vegar samstarf menntavísindasviðs við skóla- og frístundasvið Reykjavíkur um nýsköpun í skólastarfi. Fulltrúar sem tengjast þessum verkefnum munu í samstarfi skapa námsrými þar sem tækni og sköpun eru í fyrirrúmi.
  • Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild - Af hverju nær Ísland svo góðum árangri í fótbolta? Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur á síðustu árum skráð sig á spjöld knattspyrnusögunnar með því að verða minnsta þjóðin til að taka þátt í lokakeppni Evrópumótins (EM 2016) og Heimsmeistaramótsins (HM 2018). Árangur liðsins hefur vakið heimsathygli. En hvernig fór Ísland að því að ná viðlíka árangri í vinsælustu íþróttagrein heims? Rannsóknir í félagsfræði hafa meðal annars sýnt hvernig félagsleg umgjörð íþrótta á Íslandi og stemning meðal leikmanna og þjóðar hjálpuðu íslenska landsliðinu að komast í allra fremstu röð í knattspyrnuheiminum.
  • Verk- og náttúruvísindasvið - Betri röðun skurðaðgerða. Hvernig á að raða í skurðaðgerðir?Markmið verkefnisins er að hanna hugbúnað sem aðstoðar stjórnendur og innköllunarstjóra við að finna og viðhalda bestu röðun skurðaðgerða með reikniritum og líkönum. Til að auðvelda notkun kerfisins er sérstök áhersla lögð á sjónræna framsetningu og gagnvirkni.
  • Sagnfræði- og heimspekideild - Heimsins hnoss: söfn efnismenningar, menningararfur og merking. Hvernig skilgreinum við fyrirbærið safn? Hvernig varðveitum við hugmyndina um liðna tíð, hvernig fólk og umhverfi þess er skráð og hvernig gerð er grein fyrir því í sögulegum heimildum? Hvernig hafa söfn verið nýtt í vísindum á fjölbreyttum sviðum akademískra rannsókna? Þar verður áherslan fyrst og fremst á efnismenningu; hvaða hluti átti fólk samkvæmt ólíkum „söfnum“ og hvernig voru þeir nýttir? Það þarf að ræða hvernig hlutirnir voru búnir til, hvernig fólk eignaðist þá, hvernig þeir voru notaðir og hvað fólki (eigendunum og öðrum) fannst um þá – um hugmynda- og hugarfarslegt gildi þeirra – og hvort þeir öðluðust í hverdagslífinu sérstaka merkingu. Ólíkum „söfnum“ verður teflt saman til þess að fá tækifæri til að skoða hugmyndir manna um fortíðina út frá nýju sjónarhorni og gagnrýna um leið hvernig fræðaheimurinn hefur unnið sín verk. Hugmyndin að baki þessari nálgun er að þekking á hlutveruleika hversdagslífs sé undirstaða aukins skilnings á því hvernig fólk „byggði“ líf sitt og skapaði sér ímynd (identity), og hvernig efnismenning og hlutir daglegs lífs stuðluðu að þeirri ímyndar og samfélagssköpun.
  • Verk- og náttúruvísindasvið - DEEP-EST ofurtölva í snjallsímann þinn: greining með tauganetum. Notaðu myndavél snjallsímans til að greina hluti í rauntíma. Þótt tauganet séu enn best þjálfuð í ofurtölvu, þá keyra þau jafn vel í vafra snjallsímans. Komdu með snjallsímann þinn og hluti eins og epli, banana eða bangsa og láttu snjallsímann þinn greina þá.
  • Læknadeild - Sebrafiskar sem módellífverur fyrir sjúkdóma í mönnum. Sebrafiskar eru skemmtileg dýr sem hægt er að nota sem módel til að rannsaka sjúkdóma mannsins, atferli, þroska lífvera og margt fleira. Sebrafiskarannsóknir á Íslandi byggja á samstarfi milli Lífvísindaseturs Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og eru sebrafiskarnir meðal annars erfðabreyttir með CRISP-Cas9 aðferðinni.
  • Fornleifafræði - Dysjar hinna dæmdu. Í rannsókninni er leitað þeirra einstaklinga sem teknir voru af lífi hérlendis frá 1550–1830, nöfn þeirra, brot og dómar skráðir og bakgrunnur þeirra kannaður með tilliti til stöðu, fjölskylduhags og búsetu. Skoðaðir eru staðir þar sem aftökurnar fóru fram og leitað að dysjum og mannvistarleifum. Stefnt er að því að grafa upp sumar dysjanna svo varpa megi frekara ljósi á heilsufar líflátinna, klæðnað þeirra, grafarumbúnað og aðferðir við aftöku. Auk þessa eru aftökurnar settar í sögulegt og félagslegt samhengi með tilliti til veðurfars og stjórnarhátta. Athugað er hvort brotum hafi fjölgað í hallærum og sömuleiðis hvort greina megi breytingar í viðhorfi til þeirra á tímabilinu. Loks er stétt böðla könnuð. Rannsóknin byggir á kenningum um efnismenningu og undirsáta en einnig póst-marxisma og femínisma. Hugmyndafræðileg mótun stétta og stéttskiptingar, kynbundið misrétti og möguleikar undirsáta til að hafa áhrif á ríkjandi viðmið eru þannig í forgrunni.
  • Verk- og náttúruvísindasvið - Loftmengun í íbúahverfum og á almenningssvæðum. Markmiðið er að eiga samræðu við almenning um hvenær mengun í almennings- og einkasvæðum sé réttmæt.
  • Læknadeild - Bjargráður til bjargar. Kennsla í undirstöðuatriðum hnartahnoðs og skyndihjálpar. Nemar við læknadeild Háskóla Íslands kenna handtökin við skyndihjálp og hvernig skal bregðast við þegar mest á reynir.
  • Menntavísindasvið - Hvernig bætum við svefn. Mikilvægi svefns og svefnrútínu í daglegu lífi verður kynnt ásamt niðurstöðum doktorsverkefna á svefn- og heilsuhegðun íslenskra ungmenna.
  • Verk- og náttúruvísindasvið - Fæðuöryggi heimsins. Hvernig og af hverju ættum við að loka fosfathringrásinni?
  • Íslensku- og menningardeild - Málfræðileg áhrif stafrænna miðla og tækninýjunga. Verkefnið felst í því að gera úttekt á stöðu íslensku og ensku í íslensku málsamfélagi og kanna hvort stafrænt sambýli við ensku gegnum tölvur, snjallsíma, sjónvarp, tölvuleiki o.fl. hefur áhrif á málkerfi og málnotkun Íslendinga, einkum barna og unglinga. Efnissöfnun fór einkum fram með netkönnun sem Félagsvísindastofnun sá um að senda út til handahófsvalins úrtaks úr þjóðskrá, fimm þúsund manns á aldrinum 3-98 ára, og með ítarlegum viðtölum við 240 manna sérvalinn hóp af svarendum netkönnunarinnar - samtals 3-4 tíma viðtöl við hvern. Einnig voru tekin viðtöl við grunn- og framhaldsskólakennara og sérstaka rýnihópa. Efnissöfnun er lokið og úrvinnsla vel á veg komin. Rannsóknin felur í sér mikilvægt framlag á sviði fræðikenninga um máltöku og málbreytingar, líf og dauða tungumála, breytileika og þróun í máli einstaklinga og mun einnig varpa ljósi á stöðu og framtíð íslenskunnar.
  • Matvæla- og næringarfræðideild - Daglegur skammtur - ávextir og grænmeti. Hver er ráðlagður dagskammtur af ávöxtum og grænmeti? Hvað heldur þú?
  • Menntavísindasvið - Notað og nýtt í textílmennt. Fjallað verður um þróun kennsluverkefna til aukinnar sjálfbærni og endurnýtingar í textílmennt.
  • Verk- og náttúruvísindasvið - Virðiskeðjur matvæla: framtíðarsýn. Aðferðir til að einfalda ákvarðanatöku við framleiðslu á matvælum. Þannig er miðað að því að allir sem taka ákvarðanir geti metið fyrirfram áhrif og afleiðingar ákvarðanna sinna, sem og að sjálfbærni verði aukin, gagnsæi og aðlögunarhæfni í virðiskeðjum sem lúta að framleiðslu á matvælum. Með niðurstöðum verkefnisins, VALUMICS, munu fást verkfæri fyrir alla þá sem þurfa að taka ákvarðanir sem geta haft áhrif á virðiskeðjur matvæla. Í þeim hópi eru m.a. matvælafyrirtæki, matvælaframleiðendur, þjónustu- og flutningsaðilar í matvælaiðnaði, neytendur og stjórnvöld. Þessi verkfæri munu hjálpa þessum aðilum að skilja og meta hugsanlegar afleiðingar vegna breytinga á rekstrar- og stefnumörkun í víðara samhengi en áður. Verkefnið er styrkt af Horizon 2020.
  • Verk- og náttúruvísindasvið - Broskallar tengja saman kennslukerfi og þróunaraðstoð. Íslenskt kerfi til kennslu og rannsókna, sem hefur verið notað til kennslu við ýmsa skóla á Íslandi. Nemendum er umbunað með rafmyntinni Brosköllum (SmileyCoin) og rannsóknir sýna bæði hvernig umbunin hefur áhrif á vinnu nemenda í kerfinu og mikilvægi þess að nemendur fái úthlutað spurningum við sitt hæfi. Kerfið, sem er þróað á vegum hóps við Háskóla Íslands er að auki sem hluti af þróunaraðstoð Styrktarfélagsins Broskalla til Kenýa.
  • Verk- og náttúruvísindasvið - Efnasmíðar á efnum með nanóuppbyggingu og greining á þeim. Nýting á Mössbauer litrófsgreiningar á 57*Fe útgeislun (e. emission Mössbauer spectroscopy, eMS) í ISOLDE aðstöðunni við CERN (http://e-ms.web.cern.ch/ ) til að rannsaka grunndvallareiginleika sem og eiginleika framkallaða af veilum í rafeinda, segul- og atómbyggingu þunnra húða úr nítríðum og oxíðum hliðarmálma sem ræktaðar hafa verið við Örtæknisetur Íslands.
  • Matvæla- og næringarfræðideild - Örverur að störfum í matvælum. Hvaða vörur eru búnar til með gerjun? Hvað er hægt að búa til úr gerjuðum kakóbaunum? Upplýsingar um gerjun og sýnishorn af ýmsum vörum sem fólk veit ekki að er búið til með gerjun.
  • Verk- og náttúruvísindasvið - Hver er ELENA? ELENA verkefnið hófst haustið 2016 og er til fjögurra ára og snýr í meginatriðum að efnafræði sem grundvelli örtækni. Þannig eru stundaðar rannsóknir á því sviði og framtíðarstarfmenn þjálfaðir með það fyrir augum að styrkja ný-sköpun tengda örtækni í Evrópu og tryggja samkeppnishæfni álfunnar á þessu sviði í þágu iðnaðar og atvinnulífs og samfélagsins í heild. Í rannsóknum ELENA vísindahópsins er sjónum sérstaklega beint að tvenns konar tækni til örtækniprentunar yfirborða, annars vegar með skörpum rafeindageislum og hins vegar með háorkuljósgeislum.

  • Verk- og náttúruvísindasvið - Stafræn samvinnustofa. Stór hugbúnaðarverkefni fara oft fram úr tíma- eða fjárhagsáætlun eða skortir á gæði eða virkni. Slíkt má oft rekja til samskiptavandamála meðal hagsmunaaðila verkefna. Til að bæta þessi samskipti kynnum við Stafræna Samvinnustofa (e. Augmented Interaction Room), tæki sem gerir hagsmunaaðilum kleift að skrifa skýringar við óformlegar skissur af hugbúnaðarkerfum sínum með athugasemdum þar sem lögð er áhersla á gildi, vinnu og áhættuvalda. Líkönin með skýringum geta verið hvati fyrir umfjöllun og skilning á umfangi og áskorunum verkefnisins hjá öllum hagsmunaaðilum verkefnisins og geta hjálpað þeim að taka upplýstari ákvarðanir í hugbúnaðargerð og verkefnastjórnun.

  • Blaða- og fréttamennska - Vísindavaka í beinni. Fréttateymi frá Háskóla Íslands taka gesti Vísindvöku og vísindamenn tali. Allt í beinni útsendingu á staðnum. Gestir fá líka að setja sig í hlutverk fréttamanns, leggja fram spurningar og taka viðtöl.

Háskólinn á Akureyri - Að leita sér hjálpar, vinna úr og eflast í kjölfar orbeldis í nánum samböndum.

Hulda Sædís Bryngeirsdóttir og Karen Birna Þorvaldsdóttir doktorsnemar við heilbrigðisvísindasvið HA munu kynna rannsókn um ofbeldi í nánum samböndum sem er að hefjast í haust við Háskólann á Akureyri, í samvinnu við Jafnréttisstofu. Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni í þrettán löndum. Markmið rannsóknarinnar er að finna áhrifaríkar leiðir fyrir konur við að leita sér hjálpar, vinna úr og eflast í kjölfar ofbeldis í nánum samböndum. Aukin þekking á þessu sviði er ekki aðeins mikilvæg þeim konum sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi, heldur einnig fjölskyldum þeirra og samfélaginu öllu. Rannsóknin er styrkt af Jafnréttissjóði. Þátttaka fer fram á jafnretti.is

Vefsíða Háskólans á Akureyri.

Háskólinn á Hólum - Maður og náttúra: Hvað eiga norðurljós, reiðingur og hornsíli sameiginlegt?

Vefsíða Háskólans á Hólum

  • Rýni náttúrunnar - Líffræðileg fjölbreytni. Íslensk vötn og ár bjóða upp á margbreytilegar aðstæður fyrir lífverur. Vegna eldvirkni og landreks, og vegna þess að Ísland er eyja, hafa fáar tegundir numið hér land frá síðustu ísöld. Tegundirnar hafa óhindrað nýtt sér tækifæri til að aðlagast ólíkum búsvæðum, sem hefur stuðlað að hraðri þróun afbrigða og stofna innan tegunda og jafnvel myndun nýrra tegunda. Þetta kemur skýrt fram í þróun lífs í fersku vatni, ekki síst hjá bleikju og hornsílum. Verndun líffræðilegrar fjölbreytni er lykilatriði í allri umgengni okkar við náttúruna.
  • Nýting náttúrunnar - reiðingur. Íslenskt votlendi er ríkt af alls konar lífverum og efnum sem hafa nýst okkur frá landnámi. Meðal þess er reiðingur, sem er þétt og þykk rótarflækja mýrarplanta. Hann var ristur upp og þurrkaður og notaður sem dýna undir t.d. klyfbera, sem notaðir voru til flutninga á hestum, eða sem dýna í rúm og til að byggja úr, með öðrum efnum. Gönguferðagarpar ganga stundum á honum þegar farið er um mýrlendi og geta í leiðinni dáðst að lífverum og plöntum á vistsvæði hans. Stundum er hægt að skoða reiðing á safnsýningum, í gömlum torfveggjum og við ýmis önnur tækifæri.
  • Upplifun náttúrunnar - norðurljós. Ferðamenn koma til landsins bæði að vetri og sumri til að upplifa margbreytileika náttúrunnar, menninguna og mannlífið. Sérstaða Íslands felst meðal annars í eldvirkni landsins og norðlægrar legu þess. Hér geta ferðamenn upplifað birtu allan sólarhringinn að sumri og myrkur meirihluta sólarhrings að vetri. Þeim stendur til boða að upplifa frost og snjó, heitar laugar og norðurljós, allt í senn. Einstök upplifun sem skapar dýrmætar minningar. Við Háskólann á Hólum eru stundaðar rannsóknir á þörfum og væntingum ferðamanna sem hingað koma og á upplifun þeirra af ferðalaginu. Rannsóknirnar ganga einnig út á að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki geta komið til móts við væntingar gesta og „skapað“ minningar um leið og uppfylltar eru kröfur um ábyrga og sjálfbæra ferðaþjónustu. 

Háskólinn í Reykjavík - Könnunarfar fyrir leiðangur til Mars, rannsóknir með zebrafiskum, forritun með Skema, tölvutætingur og ótal margt fleira spennandi til að skoða og prófa fyrir alla fjölskylduna!

  • Planet Youth - íslenskar forvarnir fyrirmynd um allan heim. Fyrir ríflega tuttugu árum var unglingadrykkja á Íslandi sú mesta í Evrópu. Nú drekka engir unglingar í Evrópu minna. Á sínum tíma var ráðist í markvisst átak til að draga úr vímuefnanotkun og reykingum íslenskra barna og unglinga. Átakið og þær rannsóknir sem liggja til grundvallar eru nú orðin fyrirmynd að svipuðum verkefnum um allan heim.
  • Beiting erlendra laga á Íslandi. Nýlega kom út ritið Alþjóðlegur einkamálaréttur eftir Eirík Elís Þorláksson, deildarforseta og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ritið fjallar um reglur alþjóðlegs einkamálaréttar. Sjónum er einkum beint að beitingu reglna alþjóðlegs einkamálaréttar í málum sem varða fjármunarétt.
  • Tölvutætingur. Prófaðu að setja saman tölvur með dyggri aðstoð /sys/tra, félags kvenna í tölvunarfræði við HR.
  • Skema - skapandi tækninámskeið fyrir börn og unglinga. Skema í HR er brautryðjandi í forritunarkennslu fyrir börn á Íslandi. Kennsluaðferðir Skema hafa verið þróaðar út frá rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Undirstöðuatriði kennslunnar eru jákvæðni, myndræn framsetning og notkun á þrívíðum forritunarumhverfum til að auðvelda börnum að stíga fyrstu skrefin inn í heim tækninnar.
  • Lögfræðiþjónusta fyrir almenning. Hjá Lögfræðiþjónustu Lögréttu veita laganemar á þriðja, fjórða og fimmta ári, almenningi lögfræðiráðgjöf að kostnaðarlausu og öðlast með því dýrmæta reynslu.
  • Getur þú stokkið jafnhátt og landsliðsfólk? Hér mælum við stökkkraftinn og berum saman við kraftinn í landsliðsfólki í handbolta.
  • Svefnrannsóknir. Kynning á svefnrannsóknum innan HR. Sett verður upp næturmæling á skjá hjá kæfisvefnssjúklingi og hægt verður að hlusta á hrotur ásamt því að fylgjast með öðrum lífeðlisfræðilegum merkjum samtímis. Einnig fær fólk tækifæri til að svara stuttum spurningalista sem metur dagsyfju og líkur á kæfisvefni.
  • SAND-E - Prófanir á tækni fyrir Mars-jeppa á Íslandi. Nemendur í þriggja vikna áfanganum HönnunX tóku þátt í SAND-E verkefninu sem fjármagnað er af NASA. Verkefnið felst í jarðvegsrannsóknum og prófunum á sjálfkeyribúnaði fyrir Mars-jeppa við aðstæður sem líkjast aðstæðum á Mars. Verkefninu er stýrt af kanadíska fyrirtækinu Mission Control Space Services og þátt taka vísindamenn frá Texas A&M University, NASA Johnson Space Center, Purdue University, Harvard University, MIT og Stanford University.
  • Hvernig kennum við tölvum merkingu orða? Tölvur skilja ekki bókstafi en þær skilja tölustafi, svo við þjálfuðum forrit á fimm hundruð milljónum íslenskra orða til að búa til vigra af rauntölum sem standa fyrir merkingu hvers orðs. Þessa orðavigra verður hægt að virða fyrir sér í þrívíðu rými og skoða hversu vel gengur að fanga merkingu íslenskra orða með sjálfvirkum leiðum.
  • Áhrif skógræktar á umhverfið. Áhrif skógræktar á umhverfið eru margvísleg, m.a. á: kolefnisbindingu, flóð, jarðeyðingu af völdum vatns og vinda, vatnsbúskap og vatnsgæði.
  • Dómsalur í sýndarveruleika fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Dómsalur í sýndarveruleika fyrir þolendur kynferðisofbeldis, til þess að undibúa þá fyrir það að fara fyrir dóm og bera vitni. Þróaður af nemendum í sálfræði og tölvunarfræði.
  • Tölvuleikir nemenda. Á hverju ári þróa nemendur tölvunarfræðideilar HR nýja og spennandi tölvuleiki í námskeiðinu „Advanced Game Design & Development".
  • Geta áhrifavaldar markaðssett fisk?
  • Zebrafiskar í rannsóknir.
  • Áhrif ljósameðferðar á þreytu og vanlíðan.
  • Áhrif heilaskaða á lífsgæði.
  • Hitasviðsmælingar í varmadrifnu iðustreymi.
  • Greining á hálsvandamálum.

Vefsíða Háskólans í Reykjavík

Horizin 2020 - European Corner

Vísindavaka er styrkt af rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon 2020, og er hluti af European Researchers' Night sem er haldin síðustu helgi í september ár hvert, í 370 borgum og bæjum víðs vegar um Evrópu. Markmiðið er að vekja athygli á starfi vísindafólks og mikilvægi vísinda og rannsókna í samfélaginu, auk þess að vekja áhuga ungs fólks á rannsóknum.

 IceWind - Virkjaðu vindinn

Vindorkuvinnustofa þar sem gestir geta smíðað sína eigin vindtúrbínu og prufað hana í vindgöngum. Einnig verður vindtúrbínurafall á staðnum þar sem hægt er að kanna kraft sinn með því að snúa honum og sjá hversu mikil orka var framleidd. 

Vefsíða IceWind

Janus heilsuefling - Árangur tveggja ára fjölþættrar heilsueflingar 65+ í sveitarfélögum.

Áhrif tveggja ára markvissrar heilsueflingar á ýmsa heilsutengda þætti hjá eldri aldurshópum (65+), t.d. áhrif á hreyfifærni, afkastagetu, líkamssamsetningu, blóðþrýsting, áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, daglega hreyfingu og lífsgæði.

Vefsíða Janus heilsuefling

Krabbameinsfélag Íslands - Er þetta allt í genunum?

Ráðast líkur okkar á að fá krabbamein að mestu leyti af genunum sem við erfum? Eða hefur áreiti sem við verðum fyrir á lífsleiðinni einhver áhrif? Getum við sjálf gert eitthvað til að minnka líkurnar á krabbameinum? Og hvers vegna eru nunnur í aukinni hættu á brjóstakrabbameini? Gestum býðst að spreyta sig á spurningum og setja sig í spor vísindamanna.

Vefsíða Krabbameinsfélags Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands - DNA rannsóknir í jarðrækt og búvísindum.

Hvernig einangrum við DNA í plöntum og notum við erfðafræðilegar rannsóknir í jarðrækt og búvísindum? Skoðaðu mismunandi yrki af plöntum sem notaðar eru í jarðræktarrannsóknum

Vefsíða Landbúnaðarháskóla Íslands

Landspítali - Vísindi í allra þágu.

Vefsíða Landspítala

  • Mænuraförvunarmeðferð síspennu (spasma). Gestir og gangandi geta m.a. prófað raförva á handarvöðvum sínum.
  • Hvað er PEERS ? PEERS (Program for the Education and Enrichment of Relational Skills) er námskeið í félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungmenni með einhverfu, ADHD, kvíða, þunglyndi og aðra félagslega erfiðleika.
  • Jafnvægisstjórnun og áhrif skynþjálfunar. Kynntar verða rannsóknir á skynörvandi jafnvægisæfingum sem reynst hafa gagnlegar til að bæta jafnvægi, vöðvastyrk, gönguhraða og öryggi við daglegar athafnir hjá óstöðugu eldra fólki. Einnig verða kynntar rannsóknarniðurstöður um hvað einkennir þá sem hafa dottið og úlnliðsbrotnað og veitt ráðgjöf varðandi forvarnir byltna og brota.
  • Hvað gerir ónæmiskerfið?

Listaháskóli Íslands - allar listgreinar!

Listaháskóli Íslands:

  • Vöruhönnun: Ekki-blóm. Rannsóknarverkefnið byggir á samstarfi hönnuða og náttúruvísindamanna og miðar að því að efla býflugnastofninn í heiminum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu til þróunnar á frjóvgunarstöðvum býflugna og eru framhald af fyrri rannsóknum Thomasar Pausz hönnuðar um hvernig stuðla megi að gagnvirku sambandi manna og dýra. Með því að leika sér með form, rúmfræði, liti, ilm og hreyfingur kannar Thomas grundvallastoðir hönnunar og skynjunar. Ekki blóm er dæmi um hvernig hönnun getur veitt rannsóknum vísindanna innblástur og lagt sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsbreytingar og breytingar á lífkerfum.
  • Myndlist: Þrjúþúsundogníuár - Bragi Bragason. Sjónum okkar er beint að ólíkum vistkerfum sem ganga í gegnum byltingar, húsagarður og jökull eru lögð til jafns og við horfum á brot þessara kerfa allt í kring um okkur, staðsett í árekstri hins mennska og þess jarðfræðilega.
  • Tónlist: Þjóðarsjálfsmyndir og togstreitan um „hið íslenska“ í dægurtónlist. Fjallað um þær ólíku frásagnir sem eru sagðar af íslenskri tónlist og þá togstreytu sem myndast þegar þær mætast og skarast. Frásagnirnar takast á um ímynd tónlistarinnar og sjálfsmynd tónlistarmanna, sem oft eru álitnar innblásnar af íslenskri náttúru og landslagi, og endurspegla á sinn hátt þjóðarsjálfsmynd Íslendinga.
  • Sviðslist: Ljóðrétt rannsókn - ódauðleg verk. Áhugaleikhúss átvinnumanna 2005-2015 varpar persónlegu ljósi á tíu ára sögu sina og rekur tilurð leikverkanna sem saman mynda kvintólógíuna „Ódauðleg verk“.

Matís - Prentaður matur - þang og metangas - Virus-X

  • Matarprentarinn mun umbylta því hvernig við borðum matinn okkar! Núna er hann einnig farinn að vinna gegn matarsóun.
  • Minnka þörungar kolefnisfótspor kúa? SeaCH4NGE er verkefni sem Matís stýrir og fjallar um skimun fyrir virkni þörunga, til að minnka losun metangass frá kúm. Virkni þörunganna er mæld annars vegar í tilraunaglösum hjá Háskólanum í Hohenheim Þýskalandi og hins vegar hjá Háskólanum í Reading á Bretlandi, þar sem búið er að setja valda þörunga í fóður kúa og methanlosun þeirra mæld. Þörungarnir fara einnig gegnum ýtarlegar efnarannsóknir hjá Matís hvað varðar efnainnihald; mt.t. næringarefna, þungmálma og steinefna, enda mikilvægt að vita nákvæmlega hvað kýrnar innbyrða og hvaða efni skiljast út í mjólk

  • Virus-X er alþjóðlegt rannsóknaverkefni sem nýtir sér líffræðilegan fjölbreytileika meðal annars í vistkerfum hvera. Erfðaefni úr veirum er einangrað úr umhverfissýnum til að greina áhugaverð gen en úr genafurðum þeirra má þróa hagnýtanleg ensím. Virus-X er styrkt af rannsóknaráætlun Evrópu Horizon 2020 og er fjögura ára samstarfsverkefni 14 aðila í 8 evrópulöndum.
  • Við munum bjóða fólki uppá að stíga inn í heim sýndarveruleika þar sem þau komast í návígi við matvælaframleiðslu og frammúrstefnuleg ný tæki og tól sem frumkvöðlar hafa þróað tengt matvælatækni. Markmiðið er að fræða og tengja almenning betur við matvælaframleiðslu og matvælatækni í gegnum sýndarveruleika. Sýndarveruleikinn er hluti af verkefninu FutureKitchen sem styrkt er að EIT Food sem Matís er stofnmeðlimur að og er samstarfsverkefni átta aðila í sjö Evrópulöndum.

  • Hvar er Valli Veira? Leikur fyrir krakka. Finnið Valla veiru sem er falinn á svæðinu og komið með í Matís básinn og fáíð verðlaun og fræðslu

Vefsíða Matís

Náttúrufræðistofa Kópavogs - ER LÍFIÐ FLÓKIÐ? - Samspil lífvera og umhverfis.

Hvernig er tengslum mismunandi lífvera háttað í náttúrulegu umhverfi?

Vefsíða Náttúrufræðistofa Kópavogs

Náttúrufræðistofnun Íslands

Innlit í vísindasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands

Vefsíða Náttúrufræðistofnunar Íslands

Náttúruminjasafn Íslands - Veröld vatnadýra og Í stríðum straumi.

Vefsíða Náttúruminjasafns Íslands

Nox Medical - Með svefn á heilanum

Nox Medical kynnir mælitæki til rannsóknar á svefni og svefnröskunum, og gestir geta látið mæla lífmerki sín og sýna á skjá.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands - Fab Lab - Hakkaþon!

Fyrir krakka til að leysa þrautir með það að markmiði að efla nýsköpun. Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjurnar gefa ungum sem öldnum tækifæri til að hanna, móta og framleiða með aðstoð stafrænnar tækni og og þannig þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.
Vefsíða Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Rannís - skipuleggur Vísindavöku (European Researchers' Night) á Íslandi

Rannís - skipuleggur Vísindavöku (European Researchers' Night) á Íslandi.

ReykjavíkurAkademían - Að snerta hið ósnertanlega.

Hug- og félagsvísindi og rannsóknir fræðimanna ReykjavíkurAkademíunnar

Risk - Retina Risk - Áhættureiknir fyrir fólk með sykursýki.

Retina Risk er áhættureiknir sem gerir fólki með sykursýki kleift að reikna út einstaklingsbundna áhættu sína á að fá sjónskerðandi augnsjúkdóma og þar með koma í veg fyrir blindu.

Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði - Saga systra; menningarsaga kvenna í sögu og bókmenntum.

Markmiðið með rannsókninni Sögu systra er að varpa ljósi á lífshlaup og örlög sex dætra Sveinbjarnar Egilssonar og Helgu Benediktsdóttur. Í gegnum sendibréf og aðrar heimildir – birtar og óbirtar – sem tengjast fjölskyldunni er rýnt í hvaða möguleika konur höfðu til að njóta hæfileika sinna og lifa hamingjuríku lífi í samfélagi nítjándu aldar á Íslandi. Við sögu koma viðfangsefni á borð við menntun og sjálfsákvörðunarrétt kvenna, nauðungargiftingar, barnadauði, tvírætt kynferði, hjónaskilnaðir, ríkidæmi og fátækt, heilsa kvenna, handavinna sem list og úrræði til afkomu. Til grundvallar liggja spurningar um sjálfsmynd, sjálfstæði og eigið áhrifavald.

Vefsíða Rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum - Óravíddir orðaforðans

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum kynnir hinn mikla sköpunarkraft sem býr í íslenskri tungu með því að huga að orðaforðanum í allri sinni dýrð. Kynnt verður ný rannsókn á íslensku unglingamáli, flogið um í óravíddum orðaforðans og Nýyrðabankinn verður opinn fyrir innlögnum og úttektum.

/sys/tur - Tölvutæting og Mindstorm Robots

Krakkar geta komið og séð hvað er inní tölvum og /sys/tur ætla útskýra hvað gerir hvað. Auk þess verða þær með Mindsorms Robot frá Legó sem krakkar geta prófað að forrita sjálf.

Vefsíða /sys/tur

Sjúkrahúsið á Akureyri, Landspítalinn, Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri - Næring móður og barns.

Mikilvægi næringarástands móður á meðgöngu og tengsl þess við þroska, vöxt og heilsu barnsins til skemmri og lengri tíma hefur víða verið lýst í rannsóknum. Hér munum við kynna íslenskar rannsóknir sem tengjast mataræði á meðgöngu, þyngdaraukningu og heilsu barna og mæðra seinna meir. Við munum einnig kynna hugmynd okkar um það hvernig hægt væri að innleiða markvissa næringarmeðferð í mæðravernd á Íslandi til þeirra kvenna sem mest þurfa á slíkri meðferð að halda.

Vefsíða Sjúkrahússins á Akureyri

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness - Undur alheims

Fólki er boðið að skoða loftsteina og geggjaðar myndir úr himingeimnum í gegnum sérstakan sjónauka. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarnes hlakkar til að spjalla við gesti og gangandi um heima og geima. 
Vefsíða Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum.

Heilbrigð dýr eru forsenda arðvænlegs landbúnaðar og fiskeldis. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum annast þjónustu og rannsóknir í þágu heilbrigðisteftirlits, sjúkdómsgreininga og sjúkdómsvarna vegna búfjár og annarra dýra í samstarfi við yfirdýralæknisembættið og Matvælastofnun. Starfsemin er fjölþætt og beitt er aðferðum margra fræðigreina. Helstu fræðasvið eru bakteríufræði, sníkjudýrafræði, meinafræði, ónæmisfræði, príonfræði, veirufræði og sameindalíffræði. Á bás Keldna á Vísindavökunni verður hægt að kynna sér starfsemina í máli og myndum.

Vefsíða Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum

U3A Reykjavík - Virkni á þriðja æviskeiðinu.

Vöruhús tækifæranna, HeiM (Heritage in Motion) Evrópuverkefni

Vefsíða U3A

Vélmennaforritunarsamband Íslands - Hvernig verður vélmenni til?

Landsliðið í vélmennaforritun keppir árlega í heimsmeistarakeppnini í vélmennaforritun á vegum FIRST Global. Í ágúst 2019 keppti liðið í Mexíkó og náði þar öðru sæti af rúmlega 190 liðum. Í október 2019 fer liðið til Dubai til keppni í annað sinn. Markmið liðisins er að kynna tækni og vísindagreinar fyrir ungmennum og kveikja hjá þeim áhuga á greininni og innblástur til þess að prófa sig áfram í henni.

Vísindasmiðja HÍ - Leikur að vísindum!

Tæki og tól fyrir alla fjölskylduna. Óvæntar uppgötvanir, snjallar tilraunir, syngjandi skál og listræn róla. Búðu til þitt eigið vasaljós, smíðaðu vindmyllu, leiktu á furðuleg hljóðfæri.

Vefsíða Vísindasmiðju

  • Vöruhönnun: Ekki-blóm. Rannsóknarverkefnið byggir á samstarfi hönnuða og náttúruvísindamanna og miðar að því að efla býflugnastofninn í heiminum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu til þróunnar á frjóvgunarstöðvum býflugna og eru framhald af fyrri rannsóknum Thomasar Pausz hönnuðar um hvernig stuðla megi að gagnvirku sambandi manna og dýra. Með því að leika sér með form, rúmfræði, liti, ilm og hreyfingur kannar Thomas grundvallastoðir hönnunar og skynjunar. Ekki blóm er dæmi um hvernig hönnun getur veitt rannsóknum vísindanna innblástur og lagt sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsbreytingar og breytingar á lífkerfum.
  • Myndlist: Þrjúþúsundogníuár - Bragi Bragason. Sjónum okkar er beint að ólíkum vistkerfum sem ganga í gegnum byltingar, húsagarður og jökull eru lögð til jafns og við horfum á brot þessara kerfa allt í kring um okkur, staðsett í árekstri hins mennska og þess jarðfræðilega.
  • Tónlist: Þjóðarsjálfsmyndir og togstreitan um „hið íslenska“ í dægurtónlist. Fjallað um þær ólíku frásagnir sem eru sagðar af íslenskri tónlist og þá togstreytu sem myndast þegar þær mætast og skarast. Frásagnirnar takast á um ímynd tónlistarinnar og sjálfsmynd tónlistarmanna, sem oft eru álitnar innblásnar af íslenskri náttúru og landslagi, og endurspegla á sinn hátt þjóðarsjálfsmynd Íslendinga.
  • Sviðslist: Ljóðrétt rannsókn - ódauðleg verk. Áhugaleikhúss átvinnumanna 2005-2015 varpar persónlegu ljósi á tíu ára sögu sina og rekur tilurð leikverkanna sem saman mynda kvintólógíuna „Ódauðleg verk“.
  • Matarprentarinn mun umbylta því hvernig við borðum matinn okkar! Núna er hann einnig farinn að vinna gegn matarsóun.
  • Minnka þörungar kolefnisfótspor kúa? SeaCH4NGE er verkefni sem Matís stýrir og fjallar um skimun fyrir virkni þörunga, til að minnka losun metangass frá kúm. Virkni þörunganna er mæld annars vegar í tilraunaglösum hjá Háskólanum í Hohenheim Þýskalandi og hins vegar hjá Háskólanum í Reading á Bretlandi, þar sem búið er að setja valda þörunga í fóður kúa og methanlosun þeirra mæld. Þörungarnir fara einnig gegnum ýtarlegar efnarannsóknir hjá Matís hvað varðar efnainnihald; mt.t. næringarefna, þungmálma og steinefna, enda mikilvægt að vita nákvæmlega hvað kýrnar innbyrða og hvaða efni skiljast út í mjólk

  • Virus-X er alþjóðlegt rannsóknaverkefni sem nýtir sér líffræðilegan fjölbreytileika meðal annars í vistkerfum hvera. Erfðaefni úr veirum er einangrað úr umhverfissýnum til að greina áhugaverð gen en úr genafurðum þeirra má þróa hagnýtanleg ensím. Virus-X er styrkt af rannsóknaráætlun Evrópu Horizon 2020 og er fjögura ára samstarfsverkefni 14 aðila í 8 evrópulöndum.
  • Við munum bjóða fólki uppá að stíga inn í heim sýndarveruleika þar sem þau komast í návígi við matvælaframleiðslu og frammúrstefnuleg ný tæki og tól sem frumkvöðlar hafa þróað tengt matvælatækni. Markmiðið er að fræða og tengja almenning betur við matvælaframleiðslu og matvælatækni í gegnum sýndarveruleika. Sýndarveruleikinn er hluti af verkefninu FutureKitchen sem styrkt er að EIT Food sem Matís er stofnmeðlimur að og er samstarfsverkefni átta aðila í sjö Evrópulöndum.

  • Hvar er Valli Veira? Leikur fyrir krakka. Finnið Valla veiru sem er falinn á svæðinu og komið með í Matís básinn og fáíð verðlaun og fræðslu.

  • Veröld vatnadýra. Lifandi vatnabjöllur og önnur vatnadýr verða á staðnum, ásamt smásjá og myndum af skötuormum og vatnabjöllum í náttúrulegu umhverfi sínu.
  • Í stríðum straumi. Gagnvirk sýning á rauntímarennsli í sex jökulám. Fjallað er um mikilvægi og mælinga og hvernig hægt er að miðla þeim upplýsingum á fræðandi hátt.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica