Vísindin lifna við!

Á Vísindavöku 2013 var boðið upp á lifandi vísindamiðlun á sviði.

Gestir gátu valið áhugaverð atriði á milli þess sem þeir rölta um sýningarsvæðið, spjalla við vísindafólk og fræðast um rannsóknir þeirra.

Kynnir var Ævar Þór Benediktsson 


Lifandi vísindamiðlun 2013: 


Salur 1:

17:30- 22:00: Fjársjóður framtíðar og Vísindi og nýsköpun
Vísindaþáttabíó. Má bjóða þér að líta inn?


Stóri salur:

17:00    Setning Vísindavöku og afhending viðurkenningar Rannís fyrir Vísindamiðlun. Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.

17:30    Norðurljósin.  Hvernig verða norðurljósin til? Hvar og hvenær er best að sjá þau? Sævar Helgi Bragason Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness veit allt um rannsóknir á norðurljósunum.

17:50    Sýndarpersónur fyrir leiki og kvikmyndir. Verða aukaleikarar óþarfir? Hannes Högni Vilhjálmsson tölvunarfræðingur við HR segir frá sýndarfólki með gervigreind.

18:10    Of þung börn: einfalt en ekki auðvelt. Tryggvi Helgason barnalæknir sem starfar hjá Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins flytur örfyrirlestur um orsakir og hugsanlegar lausnir sem oft eru flóknari en virðist.

18:20    Sprengjugengið! Efnafræðinemar úr HÍ með frábærar efnafræðibrellur!

19:00    Kínverskt KungFu. Heilsudrekinn og Konfúsíusarstofnunin Norðurljós gefa innsýn í heillandi heim kínverskrar hreyfi- og bardagalistar, sem er órjúfanlegur hluti kínverskrar menningar.

19:20    CALMUS AUTOMATA – rauntíma tónsköpun. Kjartan Ólafsson prófessor í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands.

19:40    Snúum á elli kerlingu! Hvernig eflum við styrk og lífsgæði á fullorðinsárum? Örfyrirlestur um hvernig við getum bætt lífi við árin. Ólöf Guðný Geirsdóttir næringarfræðingur og Kristín Briem sjúkraþjálfari.

19:50    Team Spark. Þórarinn Már Kristjánsson úr Formúla Stúdent liði HÍ segir frá nýjum kappakstursbíl sem keppir fyrir okkar hönd 2014.

20:10    Tölvusjón. Kristinn Andersen frá Marel sýnir hvernig beita má tölvusjóntækni í hinum ýmsu aðstæðum. 

20:20    Loftsteinar. Sverrir Guðmundsson, Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness kynnir krassandi fróðleik um loftsteina.

20:40    Hvað er tölvuhakk? Hakkarakeppni HR 2013. Athugið! Myndband verður sýnt á ensku og gæti innihaldið svæsið orðbragð. Ýmir Vigfússon, tölvunarfræðingur frá HR.

21:20   Sprengigengið! Sprengjum lokahnykkinn á Vísindavökuna! Efnafræðinemar úr HÍ ganga af göflunum.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica