Jules Verne 2006-2007 - Úthlutun til samstarfsverkefna

22.12.2005

Jules Verne er samstarfsverkefni Frakklands og Íslands á sviði vísinda- og tæknirannsókna. Menntamálaráðuneytið stýrir samstarfinu fyrir hönd Íslands en Rannís sér um framkvæmd verkefnisins. Tilgangurinn með samstarfinu er að virkja vísinda- og tæknisamstarf milli stofnana, skóla og rannsóknahópa í báðum löndunum og að auðvelda samstarf við önnur slík samstarfsverkefni í Evrópu. Styrkir eru veittir til ferða- og dvalarkostnaðar fyrir vísindamenn. Önnur fjármögnun nauðsynleg til verkefnisins verður að koma frá stofnunum sjálfum sem taka þátt í samstarfinu eða eftir öðrum leiðum. Fjármögnunin er samþykkt til tveggja ára í senn.

Á sameiginlegum fundi fulltrúa landanna í París þann 9. desember 2005 var úthlutun styrkja til verkefna ákveðin. Á Íslandi bárust 16 umsóknir en aðeins 12 umsóknir í Frakklandi og var ákveðið að styrkja alls 9 samstarfsverkefni (sjá meðfylgjandi lista). Úthlutað er til tveggja ára, með fyrirvara um ákvörðun Alþingis um áframhaldandi framlag til verkefnisins á árinu 2007.

Úthlutun til samstarfsverkefna 2006-2007

Verkefnisstjóri: Björn Þór Jónsson, Háskólanum í Reykjavík
Heiti verkefnis: Integrating Efficiency and Effectiveness in Content-Based Image Retrieval System
Styrkur alls 2006-2007: 260.000 Kr. 

Verkefnisstjóri:Brynjar Karlsson, Háskólanum í Reykjavík
Heiti verkefnis: Analysis of the propagation of electric activity of the uterus as measured on the abdominal surface of pregnant women
Styrkur alls 2006-2007: 400.000 Kr.

Verkefnisstjóri:Jón Atli Benediktsson, Háskóla Íslands
Heiti verkefnis: Environmental Mapping of Urban Areas using Hyperspectral Data Styrkur alls 2006-2007: 600.000 Kr.

Verkefnisstjóri:Kristján Sæmundsson, ÍSOR
Heiti verkefnis: Fractural low temperature geothermal systems:  Insights for geothermal research
Styrkur alls 2006-2007: 200.000 Kr.

Verkefnisstjóri:Ólafur Pétur Pálsson, Háskóla Íslands
Heiti verkefnis: Fault detection and diagnostic in heat exchangers
Styrkur alls 2006-2007: 400.000 Kr.

Verkefnisstjóri:Ragnar Jóhannsson, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
Heiti verkefnis: Structure and mechanical properties of fish protein gels
Styrkur alls 2006-2007: 400.000 Kr.

Verkefnisstjóri:Ragnar Sigurðsson, Háskóla Íslands
Heiti verkefnis: Complex Analysis and Geometry on Higher Dimensions
Styrkur alls 2006-2007: 400.000 Kr.

Verkefnisstjóri:Þorvaldur Þórðarson, Háskóla Íslands
Heiti verkefnis: Subglacial volcanoes of Vatnajökull and the oldest lavas of Iceland: temporal and spatial evolution of magma from the centre of the mantle plume
Styrkur alls 2006-2007: 700.000 Kr.

Verkefnisstjóri:Þórður Jónsson, Háskóla Íslands
Heiti verkefnis: Physical applications of random graph theory
Styrkur alls 2006-2007: 500.000 Kr.

 

 

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica