Umsóknir og eyðublöð

Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara  (SEF) sér um að úthluta styrkjum til endurmenntunar framhaldsskólakennara fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Rannís annast umsýslu og afgreiðslu styrkumsókna fyrir hönd ráðuneytis.  Umsóknarfrestur til sumarnámskeiða er að jafnaði einu sinni á ári, í janúar og febrúar. Umsóknarfrestur vegna gestafyrirlesturs á vegum fagfélags og ráðstefnustyrk er að jafnaði einu sinni á ári, í september og október. Til þess að nálgast umsóknareyðublaðið þarf að tengjast umsóknarkerfi Rannís.

Þegar eyðublaðið er fyllt út er mikilvægt að vista á milli liða. Flestir reitir í eyðublaðinu eru skilyrtir þannig að ekki er hægt að senda inn umsókn nema skyldureitir séu útfylltir.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica