Umsóknarkerfi Rannís

Stuttar leiðbeiningar

Vinsamlegast athugið að nánari upplýsingar um umsóknarferli og eyðublöð er að finna á síðum einstakra sjóða.
Innskráning í umsóknarkerfi Rannís er í gegnum vefgáttina Ísland.is

 1. Hægt er að skrá sig inn í umsóknarkerfið með íslykli eða rafrænum skilríkjum í síma. 

  Ahugið að ekki er hægt að nota rafræn skilríki á korti.

  Island.is2018
  Þá opnast umsóknarkerfi Rannís.
 2. Smelltu á íslenska fánann til að skipta yfir í íslensku.
 3. Hér er hægt að:
 • Stofna nýja umsókn (smellt á „ Nýskráning umsóknar“). Hér eru listaðir þeir sjóðir sem opnir eru fyrir umsóknir. Til að opna umsóknarformið er smellt á heiti viðkomandi sjóðs.
 • Breyta/halda áfram með umsókn sem ekki er búið að senda inn (smellt á „ Umsóknir í vinnslu“) - Ef skoða á umsókn sem er í vinnslu er hægt að sjá umsóknarnúmer, hvenær umsóknin var stofnuð og heiti verks (ef það á við). Ef búið er að senda inn umsóknina birtist hún ekki hér heldur í “Innsendar umsóknir” (sjá næsta lið).
 • Skoða umsóknir sem hafa verið sendar inn (smellt á „ Innsendar umsóknir“) - Hér sjást allar innsendar umsóknir.

Hafið eftirfarandi atriði í huga við gerð umsóknar:

 1.  Nauðsynlegt er að vista á milli liða þegar fyllt er út í umsóknareyðublaðið svo gögnin glatist ekki.
 2. Ef ekki er vistað í opinni umsókn í 4 klst, lokast umsóknin sjálfkrafa. Þá verður notandi að logga sig aftur inn og halda áfram með umsóknina þar sem frá var horfið.
 3. Þegar búið er að fylla út umsóknina þarf að haka við „Staðfesta umsókn“ og ýta á „VISTA“-hnappinn til þess að senda hana inn.
 4. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar fyrir umsækjendur sem hægt er að nálgast á síðu viðkomandi sjóðs.
 5. Notið vafrana Firefox eða Chrome við umsóknargerðina.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica