Kynningarmyndbönd

Kynningarmyndband um Skattfrádrátt rannsókna- og þróunarverkefna

Í þessu myndbandi er á einfaldan hátt fjallað um þessa mikilvægu stuðningsaðgerð, sem hefur á undanförnum árum vaxið að mikilvægi, fyrir fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á nýsköpun. Á sama tíma hafa þau verkefni sem notið hafa stuðnings skilað ríkissjóði miklum skatttekjum vegna aukinna umsvifa og sölu afurða sem þróaðar hafa verið. Þegar horft er á greiðslustöðu ríkissjóðs gegnum skattspor þessara verkefna kemur í ljós að ríkissjóður er oft í jákvæðu greiðsluflæði vegna þessara verkefna strax frá fyrsta degi. Í þeim tilfellum sem styrkir Tækniþróunarsjóðs eru greiddir út fyrirfram, fær ríkissjóður þá fjárhæð oftast til baka á stuttum tíma í formi staðgreiðsluskatta og tryggingagjalds af þeim vinnulaunum sem greidd eru, jafnvel áður en fyrsta sala á afurðum kemur til.

Kynningarmyndband

Árangurssaga Solid Clouds

Fyrirtækið Solid Clouds er íslenskt tölvuleikjafyrirtæki sem stofnað var árið 2013. Í myndbandinu kemur fram að sá stuðningur sem fyrirtækið fékk í gegnum Skattfrádrátt rannsókna- og þróunarverkefna og Tækniþróunarsjóð skipti sköpum við að ná þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð í dag.

Árangurssaga

Árangurssaga Controlant.

Í þessu myndbandi er greint frá því hvernig fyrirtækið Controlant hefur byggst upp með þróun á mælitækni og vöktunarkerfi til að fylgjast með flutningaferli vöru sem þarfnast sérstakrar vöktunar, s.s. matvæli, lyf og bóluefni. Í myndbandinu kemur fram að sá stuðningur sem fyrirtækið fékk í gegnum Skattfrádrátt rannsókna- og þróunarverkefna og Tækniþróunarsjóð skipti sköpum við að ná þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð í dag. Fyrirtækið hefur á þessum tíma fengið samtals 600 m.kr. í stuðning, en skilað ríkissjóði 2.000 m.kr. til baka í skatta á sama tíma. Ef endurgreiðsluhlutfall ríkissjóðs væri reiknað frá þeim tíma sem greiðslustaðan stóð lægst er fyrirtækið búið að greiða þá fjárhæð margfalda til baka. 

Árangurssaga

Árangurssaga SagaNatura

Í þessari myndbandi er greint frá því hvernig fyrirtækið SagaNatura hefur nýtt Skattfrádrátt rannsókna- og þróunarverkefna við uppbyggingu líftæknifyrirtækis sem hefur sérhæft sig í þróun og framleiðslu fæðubótarefna m.a. úr ætihvönn og astaxanthin. Í myndbandinu kemur fram að sá stuðningur sem fyrirtækið hefur fengið í gegnum Skattfrádrátt rannsókna- og þróunarverkefna og Tækniþróunarsjóðs hefur skipt sköpum við uppbyggingu fyrirtækisins.

Árangurssaga

Árangurssaga MainManager

Í þessu myndbandi er greint frá því hvernig fyrirtækið MainManager hefur nýtt Skattfrádrátt rannsókna- og þróunarverkefna við uppbyggingu hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur sérhæft sig stjórnunarkerfum til að aðstöðustjórnunar.  Fyrirtækið hefur vaxið hratt á undanförum árum og er með samninga um umsjón fasteigna við stóra aðila á norðurlöndum og víðar. Í myndbandinu kemur fram að sá stuðningur sem fyrirtækið hefur fengið í gegnum Skattfrádrátt rannsókna- og þróunarverkefna og Tækniþróunarsjóð hefur skipt sköpum við uppbyggingu fyrirtækisins, en ríkissjóður hefur fengið þann stuðning greiddan 50-falt til baka í formi skatta á þessum uppbyggingartíma.

Árangurssaga
Þetta vefsvæði byggir á Eplica