Fyrir umsækjendur

Umsóknir og verkefni

Helstu umsækjendur í Horizon Europe eru háskólar, rannsóknastofnanir, sveitarfélög, félagasamtök og nýsköpunarfyrirtæki. Oftast er farið fram á samstarf við a.m.k. 3 samstarfsaðila frá öðrum ESB löndum eða löndum sem tengjast áætluninni. Undantekning á því er:

  • Framúrskarandi vísindamenn með öfluga rannsóknarhugmynd geta sótt um verkefnastyrk til ERC (Evrópska rannsóknaráðsins)
  • Framúrskarandi nýdoktorar geta sótt um verkefnastyrk fyrir rannsóknir í öðru landi en þau hafa dvalist undanfarna mánuði í gegnum MSCA Postdoctoral Fellowships
  • Þroskuð nýsköpunarfyrirtæki með sterka hugmynd og bolmagn geta sótt um fyrirtækjastyrk til EIC

Logo EEN

EEN á Íslandi 

Enterprise Europe Network á Íslandi aðstoðar lítil og meðalstór fyrirtæki, auk háskóla og opinbera aðila, gegnum stærsta viðskiptatengslanet heims. Ef þú ert að leita eftir samstarfsaðila/aðilum þá getur þú haft samband við EEN á Íslandi eða fylgst með auglýsingum um tengslaráðstefnur á vegum verkefna Horizon sem birtar verða á fréttasíðu Horizon Europe.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica