Fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestir og umsóknir

Auglýsingar um umsóknarfresti

Á umsóknargátt Framkvæmdastjórnar ESB er hægt að leita eftir umsóknarfrestum (Calls for Proposals) í Horizon Europe.

Finna umsóknarfresti í Horizon Europe

Umsóknarkerfi/umsóknargátt og EU login aðgangur

Sótt er um í gegnum umsóknargátt framkvæmdastjórnar ESB. Til þess þurfa umsækjendur að vera með EU Login aðgang. 

Umsóknargátt ESB

Sækja um EU login aðgang

Leiðbeiningar fyrir umsækjendur sem hafa lent í vandræðum við að skrifa og skila inn umsóknum í umsóknarkerfi/umsóknargátt ESB

Hér að neðan eru nokkur góð ráð fyrir umsækjendur til að koma í veg fyrir slík vandamál. Þar sem kerfið er á ensku var ákveðið að þýða ekki leiðbeiningarnar.

  • SUBMIT a (next to) final version of your proposal SEVERAL DAYS BEFORE THE DEADLINE!
  • AVOID editing (your part of) the proposal with MORE THAN ONE USER from your organisation at the same time!
  • DO NOT edit the proposal in MORE THAN ONE BROWSER TAB/WINDOW at the same time!
  • SAVE your changes FREQUENTLY! No data is saved until you click on SAVE.
  • DO NOT USE file names containing SPECIAL CHARACTERS for files you upload. Only alphanumerical characters: A-Z, a-z, 0-9, _ (underscore), - (dash), . (dot) or space are allowed.
  • DO NOT ENCRYPT or DIGITALLY SIGN your PDF files. 
  • DOUBLE-CHECK AFTER UPLOAD of files whether they can be opened without problems.

PIC númer

PIC númer er sérlegur einkenniskóði fyrir hverja stofnun / lögaðila

Áður en sótt er um styrk í Horizon Europe þarf að skrá stofnunina/lögaðilann inn í URF (Unique Registration Facility) til að sækja svokallað PIC númer. Til að hægt sé að sækja PIC númer þarf fyrst að búa til aðgang inn á vefgátt Framkvæmdastjórnar ESB, EU Login. EU Login aðgangur er síðan notaður til að skrá sig inn í kerfið þar sem PIC númerið er sótt. Athugið að við mælum með því að þessi skráning sé gerð miðlægt í stofnuninni/fyrirtækinu t.d. einhver sem tengist rekstrinum beint. Sá sem skráir PIC númer er tengiliður vegna þess og getur þurft að uppfæra upplýsingar um stofnunina/lögaðilann á komandi árum. Athugið að hægt er að búa til EU Login aðgang á netfang sem ekki er skráð á einstakling heldur t.d. á almennt netfang stofnunar/lögaðila. Með því að nota slíkan aðgang er hægt að koma í veg fyrir að aðgangur að skráningu PIC glatist við það að einstaklingur hverfi frá störfum.

Er stofnunin mín þegar með skráð PIC númer?
Þú getur flett upp hvort stofnunin þín sé þegar skráð inn í Participant Portal.

Hvernig fer ég að því að skrá stofnun/lögaðila?
Skráðu þig inn í Participant Portal með EU Login aðganginum þínum og skráðu stofnunina / lögaðilann inn í URF (Unique Registration Facility) til að sækja svokallað PIC númer. 

Leit að samstarfsaðilum

Helstu umsækjendur í Horizon Europe eru háskólar, rannsóknastofnanir, sveitarfélög, félagasamtök og nýsköpunarfyrirtæki. Oftast er farið fram á samstarf við a.m.k. 3 samstarfsaðila frá öðrum ESB löndum eða löndum sem tengjast áætluninni. Undantekning á því er:

Á vefgátt framkvæmdastjórnar ESB er hægt að leita að samstarfsaðilum í gagnagrunni.

Leit að samstarfsaðilum (Partner Search)

Myndband fyrir byrjendur (umsóknargátt ESB) - The Funding & Tenders Portal for beginners

Myndband fyrir byrjendur: The funding & Tender portal for beginners 

Upptaka frá vefstofu: Hvernig á að skrifa árangursríka umsókn í Horizon Europe

Vefstofa 24. mars 2021


Logo EEN

EEN á Íslandi 

Enterprise Europe Network á Íslandi aðstoðar lítil og meðalstór fyrirtæki, auk háskóla og opinbera aðila, gegnum stærsta viðskiptatengslanet heims. Ef þú ert að leita eftir samstarfsaðila/aðilum þá getur þú haft samband við EEN á Íslandi eða fylgst með auglýsingum um tengslaráðstefnur á vegum verkefna Horizon sem birtar verða á fréttasíðu Horizon Europe.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica