Úthlutanir 2020

Kynningarverkefni


Þrjú heimili minnka kolefnissporið - Arnhildur Hálfdánardóttir 

Verkefnið felst í því að fylgja eftir þremur íslenskum heimilum sem vilja minnka kolefnissporið og endurskoða líf sitt með það að markmiði að hafa sem minnst neikvæð áhrif á loftslagið og mest jákvæð. Kolefnisspor þátttakenda verður greint og á tveggja mánaða tímabili reyna þeir að minnka sporið um að minnsta kosti fjórðung. Ferðalagi þátttakenda verður lýst í útvarpsþáttum sem verða fluttir á Rás 1 og aðgengilegir á Spilara RÚV. Þá verða unnar veffærslur um verkefnið á vef RÚV.

Um tímann og vatnið - heimildar mynd - Elsku Rut ehf.

Um tímann og vatnið er heimildarmynd byggð á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar. Í verkinu gerir hann atlögu að stærsta viðfangsefni sem jarðarbúar hafa staðið sameinaðir frammi fyrir; loftslagsbreytingum sem snerta allt líf á jörðinni. Þetta er ljóðræn heimildarmynd sem miðlar vísindum á nýstárlegan og áhrifamikinn hátt. Ferðalag frá hinu persónulega og nálæga til hins fjarlæga og risastóra. Tilraun til að ná utan um heiminn og þá staðreynd að örlög okkar allra eru samtvinnuð.

Loftslagsmælir Festu – hreyfiafl til þekkingar og framkvæmda - Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð

Loftslagsmælir Festu er gjöf til samfélagsins – það kostar ekkert að nota hann. Sótt er um styrk til þess að búa til 3 afurðir til að efla aðgerðir, mælingar og samtakamátt í loftslagsmálum: kennslumyndband um notkun Loftslagsmælisins‚best practices‘ myndband og gerð tékklista/handbókar um hvernig fyrirtæki geta tekið sín fyrstu skref í loftslagsaðgerðum.

Sjónvarpsþáttaröðin: Hvað getum við gert? Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

Þáttaröðin Hvað GETUM við gert? fjallar um áhrif loftslagsbreytinga á líf okkar allra og hvaða aðgerðir hægt er að grípa til til þess að sporna gegn þeim. Til þess að takast megi að draga úr gróðurhúsaáhrifum á jörðina verðum við að bregðast við af krafti, áræðni og festu og við megum engan tíma missa.

Farandssýning um Loftslagsmál í viðbótarveruleika - Gagarin

Farandssýning um loftslagsmál í viðbótarveruleika er hágæða fræðsluefni þar sem horft er á jörðina í gegnum viðbótarveruleika. Markmiðið er að höfða til yngri kynslóðarinnar, efla náttúrulæsi þeirra með valdeflandi fróðleik um málefni tengd loftslagsbreytingum. 

Hægt verður að setja upp sýningaratriðið vítt og breytt um landið með lítilli fyrirhöfn og markmiðið er að það verði notað til þess að heimsækja mennta- og fjölbrautarskóla. Verkefnið er unnið í samstarfi við Veðurstofu Íslands.

Milli fjalls og fjöru - Gjóla ehf.

Milli fjalls og fjöru er kvikmynd um skóg á Íslandi; skógeyðingu, skógnýtingu, ræktun og endurheimt vistkerfa. Landið sjálft er í miðpunkti og sambýli þess við manninn. Ekki yrði notast við þul í þessari kvikmynd, heldur myndu vísindamenn, skógræktarmenn og bændur segja söguna, sem byrjar í lok ísaldar og allt fram á okkar daga. Teflt er saman mismunandi viðhorfum á því sem gerðist, þegar skógurinn eyddist og hvað beri að gera nú eins og málum er háttað.

Flóran, fánan og loftslagið - Framtíðin okkar - Grasagarður Reykjavíkur

Flóran, fánan og loftslagið – Framtíðin okkar er fræðsluverkefni Grasagarðs Reykjavíkur í samstarfi við Reykjavík iðandi af lífi og Fuglavernd sem fara mun fram í Grasagarðinum og nærumhverfi hans árið 2020. Í verkefninu verður gestum safnsins sem og skólahópum boðið upp á námskeið og fræðslu án endurgjalds um plöntur og dýr í tengslum við loftslagsmál með áherslunni: Hvað get ég gert?

Villta Ísland - Loftlagsbreytingar og villt náttúra Íslands - Guðbergur Davíðsson

Heimilda- og fræðslumynd um mikilvægi þess að standa að rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga á lífríki Íslands. Efnið verður útbúið fyrir snjalltæki og samfélagsmiðla í stuttum myndskeiðum auk lengri myndar sem sýnd verður í sjónvarpi og víðar.

Earth101 - Fræðsla til framtíðar - Guðni Elísson

Eftir því sem umræðan um loftslagsmál eykst í fjölmiðlum þarf almenningur að hafa aðgengi að traustum upplýsingum. Á tímum sannlíkis og falsvísinda er meiri þörf en nokkru sinni á vef sem er byggður á viðurkenndum rannsóknum frá fremstu loftslagsvísindamönnum heims. Earth101. Fræðsla til framtíðar er hugsaður sem íslenskur loftslagsvefur fyrir alla aldurshópa – almenning, nemendur og kennara. Verkefnið byggir á grunni Earth101 (http://earth101.is), alþjóðlegs loftslagsvefs Guðna Elíssonar.

Jarðgerð fyrir alla - Kristjana Björk Brynjarsdóttir

Jarðgerðarfélagið starfar undir því markmiði að koma öllum matarúrgangi sem til fellur á landinu í jarðgerð og skila þannig næringarefnum aftur í jarðveginn. Frá stofnun árið 2019 hefur félagið staðið að námskeiðum í jarðgerðar-aðferðinni Bokashi, sem er bæði umhverfis- og notendavænni en hefðbundin loftháð moltugerð. „Jarðgerð fyrir alla“ stuðlar að eflingu heimajarðgerðar hjá bæði almenningi og í samstarfi við Bandalag íslenskra skáta til að efla skátahreyfinguna í jarðgerð og endurvinnslu.

Endurtökuljósmyndun á íslenskum jöklum 2020 - Náttúrustofa Suðausturlands ses. 

Markmiðið er að endurtaka ljósmyndaflug yfir íslenskum jöklum árið 2020, sérstaklega jökulsporðana, og bera saman við fyrirliggjandi eldra ljósmyndasafn frá árunum 2006-2014. Þá ljósmyndaði umsækjandi stærstu jöklana kerfisbundið úr lofti, meðal annars með það fyrir augum afla vísindalegra gagna um stöðu jökla í lok fyrsta áratugs 21. aldar. Með endurtöku verður hægt að kynna fyrir almenningi og í fræðsluerindum breytingar sem hafa orðið á flestum íslenskum jöklum síðastliðin 10-15 ár.

Birtingarmyndir Loftslagsbreytinga - Náttúrustofa Vestfjarða

Botndýrasamfélög í sjó við Ísland eru flókin og viðkvæm vistkerfi sem verða fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Áhrif loftslagsbreytinga eru gjarnan kynnt almenningi sem einföld orsakasamhengi. Hér verða sýndar raunverulegar sveiflur, seigla og samfélögum botndýra í sjó á Íslandi á nýstárlegan hátt. Með því að bera saman myndir af botndýrasafélögum frá sama stað á mismunandi tímum sjást að breytingar verða stöðugt. Séu margar myndir skoðaðar sést að sumar breytingar verða varanlegri en aðrar.

Rekaviður - Nes listamiðstöð ehf.

Rekaviður er skapandi fræðsluverkefni sem veitir innsýn í áhrif loftslagsbreytinga frá sjónarhorni rekaviðs sem berst til Íslands. Farandsýning um ferðalag rekaviðsins mun hvetja til aðgerða með því að kynna staðreyndir um loftslagsbreytingar og mikilvægi skógræktar í baráttunni gegn loftslagsáhrifum. Vefsíða verkefnisins mun bjóða upp á ítarlegri upplýsingar og möguleika á samvinnu um hönnun listarverka úr rekavið. Ágóði af sölu listaverka rennur til styrktar skógræktarverkefna á Íslandi.

Kort-Er - Orkusetur,þjónustumiðstöð um skilvirka orkunotkun

Hugmyndin gengur út á að smíða afar einfalt App þar sem notandi opnar appið sem nemur staðsetningu hans og gefur samstundis upp mynd á korti sem sýnir hversu langt hann kemst í kringum sig á innan við 15 min, Kort-Er. Appið mun skila annarri afurð, því sama kortalausn verður nýtt til að prenta út og ramma inn Kort-Er mynd fyrir fyrirtæki, hótel, stofnanir og skóla.

Ljóð fyrir loftslagið - Pera Óperukollektíf, félagasamtök.

„Ljóð fyrir loftslagið“ var þema Ljóðadaga Óperudaga sem haldin var í Reykjavík 2019. Ljóðakeppni var haldin meðal grunnskólabarna en um 400 ljóð bárust í keppnina hvaðanæva af landinu. Á Óperudögum árið 2020 er ætlunin að halda áfram að vinna ljóðin, fá norræn börn til að slást í hópinn og sem og ung íslensk og norræn tónskáld til að tónsetja sum ljóðanna sem verða svo flutt á hátíðinni af barnakórum og ungu tónlistarfólki. Eins munum við opna heimasíðu þar sem ljóðin verða birt.

Bitna loftslagsbreytingar verr á konum? - Sara McMahon

Fræðsluverkefni sem miðar að því að upplýsa og fræða fólk á aldrinum 18-60 ára um áhrif loftslagsbreytinga á líf og heilsu milljóna kvenna og stúlkna um allan heim. Glænýjar rannsóknir sýna fram á bein tengsl milli loftslagsbreytinga og kynbundins ofbeldis. Skortur á kynjuðum upplýsingum á þessu sviði verður þess valdandi að framþróun verður hægari en mannkynið þolir. Aukið kynjajafnrétti er bæði forsenda og drifkraftur þess að takmarka áhrif loftslagsbreytinga á líf manna og dýra.

Youth for Arctic Nature - Selasetur Íslands ehf.

YAN is a youth lead empirical research project where youth in Northwest Iceland work with local and regional scientists on monitoring wildlife. Youth will generate essential and significant monitoring data for scientists as well as important educational materials for school and youth groups. The project's objectives are to create an awareness of climate change by learning about monitoring wildlife life species, how environmental changes may affect them, and how to combat negative impacts.

Viðhorf Íslendinga til loftslagsbreytinga: Forsenda fræðslu og stefnumótunar - Sigrún Ólafsdóttir

Loftslagsbreytingar af mannavöldum og áhrif þeirra á lífríki, samfélag og menningu er ein af stærstu áskorunum samtímans og framtíðarinnar að takast á við. Umhverfismál eru viðfangsefni Alþjóðlegu Viðhorfakönnunarinnar árið 2020 en þá mun vera lögð fyrir sambærileg könnun í u.þ.b. 40 löndum. Að hafa upplýsingar úr slíkum hágæðarannsóknum er grundvöllur fræðslu og stefnumótunar í málaflokknum.

Hvíti risinn - Sjónhending ehf

Nú á tímum loftslagshamfara, eru afleiðingar þeirra hvað sýnilegastar í bráðnun jöklanna okkar. Sjá:  https://vimeo.com/387326708

„Hvíti risinn” er heimildamynd og „pilot-þáttur“ með Vatnajökul í aðalhlutverki og nágranna hans í sveitinni sem þekkja nábýlið við hverfula náttúru jökulsins best. Við munum leitum í smiðju listamanna og fara í rannsóknaleiðangra með vísindamönnum HÍ og Veðurstofu. Við munum spyrja spurninga sem snerta íslenskt lífríki, landslag og samfélag.

Hvað getur þú gert? - Fræðsla um umhverfis- og loftslagsmál í grunnskólum - Sævar Helgi Bragason

Nú þegar mikið er fjallað um umhverfis- og loftslagsvá í fjölmiðlum er mikilvægt að valdefla ungmenni og kennara með vandaðri fræðslu. Mikilvægt er að öðlast grundvallar skilning á helstu hugtökum sem koma fram í umræðunni svo draga megi úr missklningi og óþörfum ótta. Verkefnið snýst um að standa fyrir fræðslu til nemenda á miðstigi og efsta stigi grunnskóla og kennara þeirra um umhverfis- og loftslagsmál og hvað þau geta gert til að leggja sitt af mörkum til stemma stigu við þróuninni.

Kynningarefni um losun gróðurhúsalofttegunda og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum - UMÍS Umhverfisráðgjöf Ísl ehf.

Verkefnið snýst um gerð vefs með upplýsingum um losun og skuldbindingar. Vefurinn myndi innihalda stuttan hnitmiðaðan texta um þá þætti sem fjallað er um og gagnvirk gröf til frekari útskýringa. Á vefnum verða m.a. settar fram skilmerkilegar upplýsingar um losun, helstu hugtök er varða málefnið útskýrð, farið yfir viðbrögð alþjóðasamfélagsins og skuldbindingar Íslands, muninn á bókhaldi Umhverfisstofnunar og bókhaldi Hagstofunnar og sýndur samanburður við önnur lönd.

Jöklavefsjá - Veðurstofa Íslands

Jöklavefsjáin mun hýsa gögn um íslenska jökla og jöklabreytingar og miðla til almennings og vísindamanna. Ýmis gögn eru tiltæk um jöklana frá rannsóknum og vöktun þeirra. Sumt er birt í ritrýndum greinum og skýrslum en annað vistað hjá rannsakendum. Gögnum verður safnað saman og þau samræmd; útlínur og afkoma jökla, sporðamælingar og endurtökuljósmyndir. Að verkefninu standa Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans, Landsvirkjun, Jöklarannsóknafélag Íslands og Landmælingar Íslands.

Nýsköpunarverkefni

Aðlögun ál-rafgreiningarkers að CCS með hermunarstuddri hönnun - Háskólinn í Reykjavík ehf.

Íslensk álframleiðsla losar um 1.4 milljónir tonna af CO2 ár hvert. Þó framleiðslan sé á endurnýjanlegri orku, og spari losun frá orkuframleiðslu, þarf að losna við losun frá rafgreiningarferlinu. Álfyrirtækin, OR og stjórnvöld hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að binda losun frá álframleiðslu með CarbFix aðferðinni sem OR hefur þróað. Styrkur CO2 í afgasi álvera er einungis 1% og þarf að breyta afsogskerfi þeirra til að ná upp styrknum. Í verkefninu verða tekin nauðsynleg skref í þá átt.

Áreiðanleiki vistgerðaflokka til afmörkunar á framræstu landi - Landbúnaðarháskóli Íslands

Verkefnið gengur út á að bera saman yfirborðsflokkun lands í Vistgerðakorti Náttúrufræðistofnunar Íslands (VNÍ) og framræslu, á svæði í innan við 200 m fjarlægð frá skurðum. Með samsvörun yfirborðsflokka VNÍ er unnt að afmarka framræst land með þeirri nákvæmni sem úttektin skilar. Nákvæmni staðsetningar þessara svæða ræðst annars vegar af nákvæmninni í flokkuninni í kortinu og samsvöruninni við framræslu landsins. Í verkefninu verðu farið í fyrirfram skilgreinda punkta og framræsla metin.

Samgöngumat við skipulagsgerð - Mannvit hf.

Verkefnið snýst um að gera leiðbeiningar um gerð samgöngumats og ferðavenjuáætlunar við skipulagsgerð. 

Vegna mikilvægis samgönguskipulags, sjálfbærra samgangna og áhrifa á samgöngukerfið og þéttbýlisumhverfi, þarf að efla vægi umfjöllunar um samgöngur í skipulagsgerð, sér í lagi vantar eftirfylgni með þessu í deiliskipulagsgerð. 

Samgöngumat og ferðavenjuáætlun að breskri fyrirmynd er leið til að meta og draga úr neikvæðum áhrifum af samgöngum og styðja við sjálfbærar samgöngur."

Effect of seaweed supplementation to cattle feed to reduce methane emissions (SeaCH4NGE-PLUS) - Matís ohf.

SeaCH4NGE-PLUS mun rannsaka úrval íslenskra þörunga m.t.t. efnainnihalds og áhrif mismunandi vinnsluferla á getu valdra þörunga til að minnka metanlosun frá kúm. Þörungasýnin -og afurðir þeirra munu síðan vera rannsökuð erlendis m.t.t. metanlosunar í tilraunum sem líkja eftir meltingu kúa. Verkefnið gæti leitt til nýsköpunar og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði auk hagnýtingar á vannýttum íslenskum auðlindum.

Sólarsellu- og rafbílarafhlöðuveita í Grímsey - Orkusetur, þjónustumiðstöð um skilvirka orkunotkun

Stefnt er á að setja upp 5 kW sólarsellu einingu en áætlaður kostnaður er 2,5 milljónir kr auk 1 milljón kr í uppsetningakostnað. 

Hér er hinsvegar einungis sótt um styrk við kaup og uppsetningu á rafhlöðum sem fengin eru eftirmarkaði og eru notaðar rafbílarafhlöður (yfirfarnar og prófaðar). Rafhlöðurnar eru tengdar við raforkukerfið í Grímsey sem tekur nú breytingum í átt til aukinnar sjálfbærni.

Þróun smátækja til að mæla losun koltvísýrings úr jarðvegi: Ódýr og hentugur búnaður til að meta losun og bindingu CO2 - Ólafur Sigmar Andrésson

Íslendingar eru nú skuldbundnir til að gera nokkuð nákvæma grein fyrir losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda. Mikil óvissa er um magn koltvísýrings sem losað er úr mólendi, sérstaklega því sem er lítt eða ógróið. Þetta kallar á víðtækar mælingar sem geta orðið býsna kostnaðarsamar sé notaður viðtekinn tækjabúnaður. Smíði samsvarandi mælitækja á margfalt lægra verði hefur verið lýst í birtum greinum. Markmið verkefnisins er að hanna, smíða og sannreyna slík tæki.

Kolefnisbinding frá stóriðju við strendur Íslands - Raunvísindastofnun Háskólans

The project will advance the adaption of the CarbFix geologic carbon storage process to store CO2 emitted from Icelandic heavy industry located close to the coast. The reactions between CO2-charged seawater and rocks will be studied in experiments to optimize them for efficient mineralization of CO2 in locations where seawater is readily available. Furthermore, the geology of potential storage sites will be investigated regarding their suitability for CO2 storage through mineral carbonation.

GreenBytes - Renata Stefanie Bade Barajas

GreenBytes býður upp á lausn sem ætlað er að draga úr úrgangi matvælaframleiðslu á veitingastöðum með föstum matseðlum og í framtíðinni matvöruverslunum sem auka samtímis hagnaðarframlegð. Fyrirtækið okkar býður upp á sjálfvirkniþjónustu fyrir veitingastaði sem tekur við sölugögnum og trend og reiknar framtíðarsöluspár með því að nota vélnáms reiknirit. Spáin er svo notuð til þess að finna út hversu mikið af hverri matvöru eigi að kaupa. Þetta dregur úr úrgangi og eykur hagnað viðskiptavina.

Viðarafurðir til framtíðar – varanleg kolefnisbinding íslenskra skóga - Skógræktin

Verkefnið gengur út á að hámarka kolefnisbindingu íslenskra skóga með því að tryggja að sem mest af viðarafurðum þeirra fari í varanlegar framleiðsluvörur. Með því verður kolefnisbinding skóganna varanlegri, aukin innlend framleiðsla á viðarafurðum mun minka eftirspurn eftir innflutum afurðum á komandi áratugum. Þannig er nýting hráefnis út skógum landsins mikilvæg út frá loftslagssjónamiðum. Til þess að það sé hægt er nauðsynlegt að rannsaka gæði íslensks viðar og notkunarmöguleika.

OptiWindow - Uppsetning vindmylla á sjó - YOUWIND Renewables ehf.

Markmið OptiWindow verkefnisins, er að þróa einstaka leið til að samþætta flókna greiningu á uppsetningum vindmylla á sjó með veðurgögnum, líkindareikningum og kostnaðarlíkönum til hagræðingar vindmylluverkefna. Lokaniðurstaða verkefnisins verður reiknilíkan í YOUWINd model tölvukerfinu þar sem notandi getur valið flutningaskip, vindmyllu og staðsetningu til uppsetningar og OptiWindow reiknar út og sýnir myndrænt heildarflutningstíma og kostnað út frá tæknilegum skorðum. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica