Ráðherra skipar fimm fulltrúa í
stjórn Loftslagssjóðs til tveggja ára í senn. Formaður skal skipaður án
tilnefningar. Honum til viðbótar skipar ráðherra einn stjórnarfulltrúa án
tilnefningar, einn stjórnarfulltrúa, sem hefur þekkingu á loftslagsmálum,
samkvæmt tilnefningu háskólasamfélagsins, einn stjórnarfulltrúa samkvæmt
tilnefningu Samtaka atvinnulífsins og einn stjórnarfulltrúa samkvæmt
tilnefningu umhverfisverndarsamtaka.
Að skipun lokinni eru nöfn stjórnarmanna birt á vef Rannís. Stjórn sjóðsins samþykkir úthlutunarreglur og leiðbeiningar og tekur ákvarðanir um fjárveitingar úr sjóðunum að fengnum umsögnum fagráða.
Spurningum skal beint til starfsmanna Rannís. Starfsmenn Rannís veita upplýsingar
og aðstoð virka daga frá 9:00 – 16:00.
Í stjórn sjóðsins frá 2019 eru: