Digital Europe

Fyrir hverja?

Fyrirtæki, einstaklinga, samtök og opinbera aðila. 

Til hvers?

Digital Europe mun móta stafræna framtíð Evrópu og styður við verkefni sem brúa bilið milli rannsókna og þróunar og stafrænna afurða á markaði. Áætlunin veitir stefnumótandi fjármögnun til verkefna á fimm lykilsviðum:

  • Ofurtölvur
  • Gervigreind
  • Netöryggi
  • Stafræn hæfni
  • Nýting starfrænna lausna / starfrænar miðstöðvar

Umsóknarfrestir

Mismunandi er eftir áhersluatriðum áætlunarinnar hvenær árs opnað er fyrir nýjar umsóknir. Þann 21. nóvember 2023 opnaði fyrir þrjár umsóknir á sviði netöryggismála og stafrænnar hæfni og er umsóknarfrestur 21. mars 2024.

Sjá nánar í Funding & Tender Opportunities

EN

Kynningarmyndbönd

Upptaka frá kynningarfundi 2. des. 2021                 Introducing the DIGITAL Europe Programme           

Hvert er markmiðið?

Digital Europe er ný styrkjaáætlun sem leggur áherslu á að auka aðgengi að stafrænni tækni til fyrirtækja, einstaklinga og opinbera aðila. Markmið áætlunarinnar er að takast á við eina stærstu áskorun okkar tíma – stafræn umskipti. Áætlunin er viðbót við aðrar áætlanir eins og Horizon Europe, en er ætlað að vinna snuðrulaust með þeim og skapa þannig samlegðaráhrif.

Helstu áherslusvið Digital Europe áætlunarinnar til ársins 2027

Ofurtölvur: Markmiðið með undirflokk Digital Europe áætlunarinnar um ofurtölvur er að byggja upp og styrkja ofurtölvu- og gagnavinnslugetu Evrópu fyrir 2022/2022 og setja upp ofurtölvuaðstöður á heimsmælikvarða fyrir 2026/2027. Áhersla er lögð á að auka aðgengi og notkun ofurtölva á sviðum sem varða almannahagsmuni eins og heilsu, umhverfismálum og öryggi í iðnaði. Til úthlutunar eru 2,2 milljarðar evra á tímabilinu 2021 – 2027.

Gervigreind: Markmiðið með undirflokk Digital Europe áætlunarinnar um gervigreind er að fjárfesta í og auka aðgengi fyrirtækja og stjórnvalda að gervigreind. Setja á upp örugg evrópsk gagnarými þar sem hægt er að nálgast og geyma stór gagnasöfn í áreiðanlegum og orkusparandi skýjainnviðum. Áhersla er á að styrkja og styðja við gervigreindarprófanir og tilraunaaðstöður á sviðum eins og heilsu, sveigjanleika í samstarfi meðal aðildarríkja. Til úthlutunar eru 2,1 milljarðar evra á tímabilinu 2021 – 2027.

Netöryggi: Markmið með undirflokk Digital Europe áætlunarinnar um netöryggi er að efla samhæfingu netöryggis milli aðildarríkja með ýmiskonar verkfærum og gagnainnviða. Áhersla er lögð á að auka þekkingu og auka notkun á öflugu á netöryggi þvert á hagkerfi aðildarríkja. Til úthlutunar er 1,6 milljarður evra á tímabilinu 2021 – 2027.

Stafræn hæfni: Markmið með undirflokk Digital Europe áætlunarinnar um stafræna hæfni er að styðja við og þróa sérhæfða fræðslu og þjálfun fyrir framtíðar sérfræðinga m.a. á sviðum gagnamála, gervigreindar, netöryggis, skammtafræðum og ofurtölva. Áhersla er lögð á að styðja við endurmenntun núverandi vinnumarkaðar með þjálfun sem endurspeglar áframhaldandi þróun á lykilsviðum starfrænnar tækni. Til úthlutunar eru 580 milljón evrur á tímabilinu 2021 – 2027.

Nýting starfrænna lausna / starfrænar miðstöðvar: Markmið með undirflokk Digital Europe áætlunarinnar um nýtingu starfrænna er að styðja við víðtæka innleiðingu stafrænna lausna á sviðum sem varða almannahagsmuni, svo sem heilsu, grænna lausna, snjallbora og menningu. Í hverju aðildarríki verður byggt upp og stuðningur veittur við stafrænar miðstöðvar (European Digital Innovation Hubs – EDIH) sem munu aðstoða fyrirtæki við að grípa starfræn tækifæri. Lögð er áhersla á að veita opinberum aðilum og fyrirtækjum aðgang að starfrænum lausnum og byggja upp trausta ferla starfrænnar umbreytingar. Til úthlutunar er 1,1 milljarður evrur á tímabilinu 2021 – 2027.

 European Digital Innovation Hub (EDIH-IS) á Íslandi var formlega opnað 2. febrúar 2023. 

Nánari upplýsingar um starfsemi European Digital Innovation Hub (EDIH-IS)

Hverjir geta sótt um?

Fyrirtæki (sérstaklega lítil og meðalstór), einstaklingar, samtök og opinberir aðilar.

Skilyrði úthlutunar

Til þess að umsókn teljist styrkhæf verður hún að uppfylla þau skilyrði sem gerð eru í umsóknarferlinu og tengsl við markmið sjóðsins að vera augljós.

Hlutverk Rannís

Rannís hefur umsjón með áætluninni í samvinnu við háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nánari upplýsingar








Þetta vefsvæði byggir á Eplica