SEF - Samstarfsnefnd um endur­menntun framhalds­skóla­kennara

sef(hja)rannis.is

Fyrir hverja?

Framhaldsskóla og faggreinafélög framhaldsskólakennara sem bjóða endurmenntun, fyrirlestra og ráðstefnur.

Til hvers?

Hægt er að sækja um styrki til að skipuleggja sumarnámskeið framhaldsskólakennara, gestafyrirlestur á vegum fagfélags, þátttöku í ráðstefnum og vettvangsnám. Sótt er um ráðstefnu- og gestafyrirlesarastyrki að hausti en fyrir styrki til að halda sumarnámskeið að vori. 

 

Opið er fyrir umsóknir um ráðstefnu- og gestafyrirlesarastyrki. Lokadagur umsókna er 7. október 2024 kl.15:00

 

Senda fyrirspurn.

 EN

Hvert er markmiðið?

Að tryggja framboð af endurmenntun til handa framhaldsskólakennurum.

Hverjir geta sótt um?

Fagfélög kennara, framhaldsskólar og menntastofnanir.

Hvað er styrkt?

Ráðstefnur : Faggreinafélög geta sótt um styrk fyrir 1-2 félagsmenn til að sækja ráðstefnu eða námskeið erlendis og skólameistarar geta tilnefnt 1-2 kennara til að sækja ráðstefnu eða námskeið erlendis. Ath. að ferðist tveir einstaklingar, skulu þeir fara á sömu ráðstefnu / námskeið.

Gestafyrirlestrar: Aðeins faggreinafélög kennara geta sótt um styrk til að fá gestafyrirlestur. Frá og með árinu 2024 munu skólar ekki geta sótt um styrk vegna gestafyrirlesturs. 

Um er að ræða fastar styrkupphæðir:

  • Ráðstefnustyrkur vegna ráðstefnu eða námskeið erlendis að hámarki 300.000 kr. á hvern einstakling.
  • Gestafyrirlestur hjá fagfélögum að hámarki 100.000 kr.

SumarnámskeiðSEF styrkir og getur skipulagt styttri og lengri símenntunarnámskeið fyrir framhaldsskólakennara, s.s. nám samhliða kennslu (vettvangsnám) sem fer fram á starfstíma skóla og nær yfir heilt skólaár. SEF úthlutar einnig styrkjum til fagfélaga og skóla.  Fagfélög geta sótt um styrk til að halda greinabundin sumarnámskeið og framhaldsskólar geta sótt um styrk til að halda námskeið fyrir kennara sína. Stjórn SEF tekur afstöðu til hverrar umsóknar fyrir sig. Ekki eru veittir einstaklingsstyrkir.

Skilyrði úthlutunar

Styrkir til endurmenntunar eru veittir á grundvelli ákvörðunar um framlög á fjárlögum hvers árs. Skilyrði er að skilað sé inn rafrænni umsókn.

 

Nánari upplýsingar

  • Skúli Leifsson, s. 515-5843
  • Tekið er á móti fyrirspurnum á sef(hja)rannis.is







Þetta vefsvæði byggir á Eplica