Barnamenningarsjóður

Fyrir hverja?

Einstaklinga, félög, stofnanir og aðra þá er sinna barnamenningu á einhvern hátt.

Til hvers?

Verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna. 

Rekstri sjóðsins hætt árið 2016

Í fjárlögum 2016 var 14,1 m.kr. hækkun á framlagi til nýs liðar „Barnamenningar“ sem áður hét Barnamenningarsjóður. Rekstri Barnamenningarsjóðs hefur því verið hætt en fjármagninu verður varið í samræmi við aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna.

Sjá frétt um verkefnið "List fyrir alla"

EN

Hvert var markmiðið?

Barnamenningarsjóður starfar samkvæmt reglum nr. 594/2003. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica