Nordplus Sprog

Tungumál

Fyrir hverja?

Alla sem starfa að kennslu og miðlun norrænna tungumála (einkum dönsku, norsku og sænsku) á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum.

Til hvers?

Aðaláhersla tungumálahluta Nordplus er á verkefni sem vinna með að auka norrænan málskilning, svo sem námsefni, leiki, rannsóknir, fræðsla, rástefnur o.fl.

Einnig er hægt að sækja um styrk til að stofna samstarfsnet á sviði norrænna tungumála.

Lágmarksþátttaka er tvö þátttökulönd og athugið að umsóknum skal skilað á dönsku, sænsku, norsku eða ensku.

Upplýsingablað um Nordplus Sprog 

Umsóknarfrestir

Almennur: Síðasti umsóknarfrestur var 1. febrúar 2022. Næsti umsóknarfrestur er í febrúar 2023. Nánari upplýsingar.

Undirbúningsheimsóknir:  Hægt er að sækja undirbúningsstyrk tvisvar á ári, febrúar og október. Næsti umsóknarfrestur fyrir undirbúningsstyrk er 3. október 2021.

Sótt er um rafrænt í gegnum ESPRESSO umsóknarkerfið.

Hlutverk Rannís 

Rannís veitir upplýsingar um áætlunina og aðstoðar umsækjendur með gerð umsókna. Starfsmenn Rannís meta umsóknir í samstarfi við skrifstofur á Norðurlöndum og Eystrarsaltslöndum.

Hvernig er sótt um?

Sótt er um í rafræna umsóknarkerfinu Espresso. Sjá nánar um umsóknarferlið hér.

Hægt er að nálgast ítarlegri upplýsingar á ensku og dönsku á samnorrænu síðu Nordplus Sprog.

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica