Nordplus Nordic Languages

Norræna tungumálaáætlunin


Fyrir hverja?

Alla sem starfa að kennslu og miðlun norrænna tungumála (einkum dönsku, norsku og sænsku) á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum, svo sem skólar, félagasamtök, rannsóknarstofnanir og einkafyrirtæki.

Til hvers?

Aðaláhersla tungumálahluta Nordplus er á verkefni sem vinna með að auka norrænan málskilning á öllum skólastigum, svo sem námsefni, leiki, rannsóknir, fræðsla, rástefnur o.fl.

Einnig er hægt að sækja um styrk til að stofna samstarfsnet á sviði norrænna tungumála.

Frá og með næsta umsóknarfresti er hægt að sækja um samstarfsverkefni sem miða að því að kenna innflytjendum og flóttamönnum norræn tungumál þ.m.t íslensku og/ eða verkefni er varða framþróun í þessum málum. Einnig er hægt að sækja um styrk til að mynda samstarfsnet þeirra sem kenna innflytjendum norræn tungumál til að miðla reynslu sinni og læra hver af öðrum.

Lágmarksþátttaka er 2 þátttökulönd og ath. að umsóknum skal skilað á dönsku, sænsku, norsku eða ensku.

Umsóknarfrestir

Næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar 2019.

Sótt er um rafrænt í gegnum ESPRESSO umsóknarkerfið.

Hlutverk Rannís 

Rannís veitir upplýsingar um áætlunina og aðstoðar umsækjendur með gerð umsókna. Starfsmenn Rannís meta umsóknir í samstarfi við skrifstofur á Norðurlöndum og Eystrarsaltslöndum.

Hvernig er sótt um?

Sótt er um í rafræna umsóknarkerfinu Espresso. Sjá nánar um umsóknarferlið hér.

Hægt er að nálgast ítarlegri upplýsingar á ensku og dönsku á samnorrænu síðu Nordplus Sprog.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica